Frón - 24.06.1918, Blaðsíða 4

Frón - 24.06.1918, Blaðsíða 4
. 100 FRÓN arness. Skip þetta er frá Dan- raörku og er ætlað til fiskiveiða. Magnús Sveinsson skipstj. sigldi skipinu hingað. Svartisen, norskt selveiðaskip frá Kristiansund í Noregi, 64.4 smál. að stærð, skipstj. Ivar Öv- eraas. Skipið kom af selveiðum norðan úr höfum, hafði bilað eitthvað og fer að endaðri aðgerð aftur norður í höf á selveiði. Doris, botnvörpuskip frá Hull á Englandi, 101.7« smál., skipstj. H. S. Netherton, kom hingað af flskiveiðum 17. þ. m., fór aftur samdægurs. Domino, franskt skip frá Dunk- erque, 90.n nettosmál., skipstjóri Le Bodo, kom hingað 17. þ. m. frá Cardiff á Englandi með kola- farm til franska konsulatsins hér. Hafði farið frá Cardiíf 18. f. m. Skallagrlmur, botnv., skipstjóri Eifiar Einarsson frá Flekkudal, kom hingað 17. þ. m., úr annari Englandsferð sinni. Hafði selt aflann fyrir um 5300 sterlings- pund og ferðin gengið ágætavel. Björgvin, mótorskip, 9.<o smál. netto, kom hingað 17. þ. m. frá Aarhus í Danmörku. Hafði með- ferðis hingað um 11 smálestir af kartöflum og nokkurn annan varning. Skipið er eign Einars Sveinbjörnssonar frá Sandgerði og á heima í Keflavik. Bisp, skipstjr S. Evje,fór héðan áleiðis til Englands 17. þ. m. með lýsi o. fl. fyrir ensku stjórnina. Skipið mun ekki koma hingað aftur að svo stöddu, því Lands- verzlunin mun hafa sagt upp leigunni á skipinu, frá þvi það heflr losað farminn í Englandi. Ruth, sk. frá Svendborg, 153.3» smál, skipstjóri Chr. Th. Fransen, kom hingað frá Fleedwood á Englandi 18. þ. m. með kolafarm til h.f. Kol og salt. Mars, sk. frá Gröningen í Hol- landi, 146.13 smál. að stærð, skip- stjóri W. Fenenger, kom hingað frá Wick á Skotlandi með kola- farm til h.f. Kol og salt. Botnia, skipstj. L. Larsen, kom frá Thorshavn í Færeyjum á föstu- dagsmorguninn var. Skipið flutti hingað talsvert af vörum, þar á meðal um 50 smáleslir af sykri. Margir farþegar voru með. Þar á meðal Ólafur Friðriksson rit- stjóri og bæjarfulftrúi, Klingen- berg konsúll o. fl. Aftur fór skip- ið áleiðis til Kaupm.hafnar í gær og með því um 50 farþegar. Þar á meðal Guðmundur Sveinbjörns- son skrifstofustjóri og frú hans, T. Friðriksen kaupm. og hans íjölskylda o. fl. o. fl. Svend Poulsen, ritstj. Berl. Tid. í Khöfn, kom hingað á Botniu og dvelur hér eitthvað fram eftir sumri. 17. júní, fæðingardagur Jóns Sigurðsson- ar forseta, var hátiðlegur haldinn hér að venju. Margir kaupmenn höfðu búðir sinar lokaðar allan <daginn, en allir að heita mátti frá hádegi. Kl. 1 e. hád. fór fram útnefning dr. B. M. Ólsens pró- fessors til heiðursdoktors hér við háskólann, heimspekisdeildina. — Kl. 3 hófst skrúðganga frá Aust- urvelli og var lúðrasveit í broddi fylkingar, þá alþingismenn, þá ýmsir flokkar íþróttamanna og loks allur almenningur. Hélt fylk- ing þessi suður i kirkjugarð og að leiði Jóns Sigurðssonar. For- seti sameinaðs Alþingis lagði þá veglegan blómsveig á leiðið, en þingm. Strandamanna hélt snjalla ræðu og hvatli menn til að taka sér atmælisbarnið til fyrirmyndar í hvívetna og minti í því sam- bandi á sjálfstæðismálin er nú lægju fyrir, og orðtak Jóns, al- drei að víkja. Þá var haldið til íþróttavallar- ins og setti Sigurjón Pjetursson kaupm. mótið. Þá héldu þeir ræður, próf. dr. Guðrn. Finnboga- son og magister Sigurður Guð- mundsson. Siðan voru sýndar ýmsar íþróttir og að lokum stig- inn dans fram á nótt. Veður var hið skemtilegasta og virtust allir vera i bezta skapi og skemta sér vel og var dagurinn hinn bezti. 19. júní, landsspítalasjóðsdagur kvenna, var hátíðlegur haldinn hér í bæ. Höfðu konur gengist fyrir ýmsu til fjársöfnunar í spítalasjóðinn, og mun talsvert hafa safnast. — Helztu ræðumenn dagsins voru: Frú Bríet Bjarnhéðinsdóttir, Bjarni Jónsson frá Vogi og Árni Pálsson sagnfr. Um kvöldið var leikið í Báruhúsinu og ýmiskonar gleð- skapur úti á íþróttavelli. Veðrið var sæmilegt og skemtu menn sér vel. Eimskipafélag íslands. Aðalfundur þess var 22. þ. m. i Iðnaðarmannahúsinu. Tillaga félagsstjórnarinnar um skiftingu ársarðsins, sem var allmikill, var samþykt. Tillagan hljóðar svo: »Af hreinum arði eftir ársreikn- ingnum kr. 758351,81, að frádregn- um þeim kr. 521000, sem félags- stjórnin samkv. 22. gr. félagslag- anna hefir ákveðið að verja til frádráttar á bókuðu eignaverði félagsins, skal skift þannig: 1. í endurnýjunar- og varasjóð leggist kr. 77217,20. 2. Stjórnendum félagsins sé greitt í ómakslaun alls kr. 4500,00. 3. Endurskoðendum greiðist í ómakslaun alls kr. 1500,00. 4. Hluthöfum félagsins greiðist í arð 7°/o uf hlutafé þvi, kr. 1673351,53, sem rétt hefir til arðs kr. 117134,61. 5. Útgerðarstjóra greiðist sem ágóðaþóknun kr. 2000,00. 6. í eftirlaunasjóð félagsins legg- ist kr. 25000,00. 7. Radiumsjóði íslands séu gefnar kr. 10000,00. Alls kr. 237351,81«. Guðm. Eggerz sýslumaður kom afíur úr utan- för sinni með Botniu. Telegrammadr.: Strand. Emil skipamiðlari Telefon nr. 598, 237, 507. Strand (Skibsmægler). Reykj avík. Útveg’ar skip til flskflutn- ings til Spánar og- saltflutn- ing's þaðan aftur og hingað. Einnig- útvegar hann trjávið alls konar frá Noregi og Sví- þjóð. Nefndarskipanir. Landsstjórnin hefir nú skipað 2 nefndir, aðflutningsnefnd og út- flutningsnefnd. I aðflutningsnefnd- inni eru: Lúðvíg Kaaber konsúll, Carl Proppé kaupmaður og Eggert Briem írá Viðey. En úlflutningsnefndinni skipa: Thor Jensen, framkvæmdarstj., Ó. Benjaminsson kaupm. og Pétur Jónsson alþm. frá Gauí- löndum. Kartöflusáningunni í Brautarholti var lokið á fimtu- daginn var. Voru þá settar niður 30 tunnur af útsæði, en alls hefur verið sáð í rúmar 60 dagsláttur. — Hefur formaður hlutafélagsins »Akur« herra Guðm. Jóhannsson góðar vonir um, að geta veitt bæn- um nægilegar kartöflur í haust, og með betra verði en aðrir. Á Alþingi er rætt í dag í efri deild Ölves- árbrú og í neðri deild gróðaskattur, dýrtíðarhjálp, kirkjugarður á Stokkseyri, raflýsing í Laugarnesi og Mentaskólinn. Mentaskólinn. Bjarni Jónsson frá Vogi ber fram þingsályktunartillögu þessa: Alþingi ályktar að skora á stjórn- ina: 1. Að rannsaka, hvort eigi muni bollara að gera hinn almenna mentaskóla aftur að lærðum skóla, með liku sniði og áður var, en greina hann frá gagnfræðaskólun- um. 2. Að rannsaka hvort eigi mundi réttara að skifta þeim lærða skóla í deildir síðustu árin, mál- fræðideild og stærðfræðideild, eða jafnvel íleiri. 3. Að gera sem fyrst ráðstafanir til þessarar breytingar, svá fremi rannsóknin leiðir til þeirrar niðurstöðu. Villemoes er á leið til New-York frá Cuba og verður fermdur steinolíu, þegar þangað kemur. FRÓN kemur út eínu sinni á viku. Kostar 4.00 kr. árg., ef borgaö er fyrir 1. júlí, 5.00 kr. ef siðar er greitt. Gjalddagi 1. júlí ár hvert. Uppsögn skrifleg bundin við áramót — ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. okt., enda kaupandi þá skuldlaus. Útgefandi: Félag í Reykjayík. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Grímúlfar H. Ólafsson, Laugabrekku í Reykjavík. Sími 622. — Box 151. Afgreiðslumaður: Forlákur Davídsson, Bergstaðastræti 45. Afgr. Austurstræti 18. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦ ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ N Ú vit fara heim til Föroyar við „Botniu“, vilja vit á egnu vegna og fyri teir sendimenninar, ið heim eru farnir, frambera eina hjartaliga tökk til Islendingar fyri ta vœlvild, ið er sýnd okkum. p. t. Reykjavik, 22. Juni 1918. Rasmus Niclasen, Poul Niclasen, löglirigsmaður. lögtingsmaður. Gnllfoss mun nú vera á förum frá New- York áleiðis hingað, eða jafnvel farinn. Vcðráttan. Á norður og austurlandi vestan hægur, annarsstaðar logn. Hilinn 5-1372 stig. Læknataxti. Fjárveitinganefnd nd. vill hækka læknataxta um alt að 50°/o. Afgreiðsla »Frélta« er nú í nokkra daga í bakhúsi við prentsm. Gutenberg. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Frón

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frón
https://timarit.is/publication/451

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.