Frón - 24.06.1918, Blaðsíða 3

Frón - 24.06.1918, Blaðsíða 3
FRÓN Ávarp til framleiðanda og' annara Frá útflutningsnefndinni. Landsmönnum mun kunnugt, að landsstjórnin hefn* gert samning við stjórnir Bandamanna um kaup og aðflutning á öllum þeim nauðsynjavörum sem landið einkum mun þarfnast fram að 1. maí 1919, en til þess að innflutningsheimildir fengjust, hafa stjórnir Bandamanna áskilið sjer for- kaupsrjett á öllum helstu afurðum landsins, sem ekki verða hagnýttar í landinu sjálfu, með þeim kjörum sem þegar hafa verið birt í nokkrum atriðum, en að öðru leyti munu verða birt hið allra bráðasta fyrir hverja vörutegund út af fyrir sig. — Jafnframt er það áform Bandamanna, að krefjast afhendingar á allri þessa árs framleiðslu ullar og lýsis, svo og meiri hluta fiskjarins, eða máske alls, og enn ffeiri vara, alt með fastákveðnu verði samkvæmt samningnum. — Þessir skilmálar, hversu sem um þá verður dæmt, voru ófrávikjanleg skilyrði fyrir þvi, að landið yrði ekki sett í algert aðflutningsbann, sem tæki fyrir alla lífsvon atvinnuveganna og þannig stofnuðu þjóðinni beinlínis og óbeinlínis í hinn mesta voða af matvælaskorti og klæðleysi. — Og þess vegna hefir landsstjórnin með samráði við Alþingi undirgengist þá. En eins og ráðstafanir landsstjórnarinnar verða að teljast óhjákvæmilegar, eins er það nauð- synlegt að landsmenn, framleiðendur og aðrir, geri sitt til þess, að fullnægja samningnum hiklaust, og sem kostnaðarminst sjálfum sjer og landinu í heild. Það mun flestum ljóst, að slikum samningi, sem þing og stjórn þannig hefir gert landinu til bjargar, er skylt að fullnægja, enda hefir Alþingi og landsstjórnin þegar gert, og mun vafalaust gera frekari ráðstafanir sem til þess þurfa, meðal annars til þess að þeir, sem viljugir hlýða samningsákvæðunum, liði engan baga i samanburði við hina, nje vegna óhlýðni þeirra. Þessvegna viljum vjer leiða athygli landsmanna að þvi, hve æskilegt það er, að framleiðend- ur komi sem fyrst með framboð sín, jafnskjótt og varan er tilbúin til útflutnings, og þannig styðji útflutningsnefndina til þess að hagnýta sem best þau flutningstæki, sem nú þegar eru fyrir hendi, og framvegis bjóðast, svo að afurðunum verði komið sem íljótast, og í tækan tima frá landinu. Með þvi mun skipakostur landsins notast betur og seljandinn spara óþarfa geymslukostnað og ábyrgð, auk þess sem peningarnir þá mundu koma íyr inn i landið. Síðast en ekki síst viljum vjer benda á það, að með því greiðlega að fullnægja samningsat- riðunum, sem hvort eð er ekki mun verða undan þokað, tryggjum vjer oss best, að þeirri fyrir- greiðslu á aðdráttum vorum, sem Bandamenn í áminstum samningi hafa heitið oss, verði íullnægt, Reykjavik, 30. júni 1918. Thor Jensen, Pjetur Jónsson. formaður. Ó. Benjaminsson. undir II. flokk, fimleikum, og að tveimur íþróttagreinum — hjól- reiðum og skátaæfingum — var bætt við 10. gr. laga í. S. 1., svo nú eru íþróttagreinar þær, sem sambandið hefir með höndum, 18 talsins. Stjórnin var endurkosin, nema i stað Jóns Ásbjörnssonar (er baðst undan endurkosningu) var kosinn Hallgr. Benediktsson. — Fundurinn var hinn fjörugasti, þó tiltölulega fáir fulltrúar væru mættir. Glímufélagið Ármann hefir ald- rei starfað af meira kappi og ljöri en í vetur. Hafa æfingar verið svo vel sóttar, sérstaklega fyrri hluta vetrar, að slíkt hefir naum- ast komið fyrir áður. Er það vel farið, því að búast má við að glímumót hefjist hér aftur að nýju.------ Jóhannes Jósefsson, glímukapp- inn frægi, dvelur nú í New-York. Getur hann sér þar góðan orðs- tir fyrir sjálfsvörn sina og ísl. glimuna. Heimilisfang hans er: 104 East 14th street, New-York. Met. Þann 5. maí síðastl. hljóp ólafur prentai'i Sveinsson 400 stikur — á beinni braut — á 554/5 sek. Áður hefir bezti tíminn á þessari vegalengd verið 61 sek. (S. P.). Met Dana á þessu skeiði er nú 522/s sek. Samúel Thorsteinsson er fræg- asti knattspyrnumaður íslenzkui'. Hefir hann i sumar tekið þátt í mörgum kappleikuin i Danmöi'ku og jafnan getið sér góðan orðstir fyrir leikni sína. Nú ftr hann sagður vera bezti útframherji (hægri), sem Danir hafa á að skipa, og talið vist, að hann verði i þeirri knattspyrnusveit Dana, sem keppa á við Svia seinna í sumar. Einn knattspyrnubikar enn hafa þeir A. V. Tulinius, form. í. S. í., og E. Jacobsen knattspyrnudóm- ari gefið. Skal III. flokki (þ. e. drengir yngri en 15 ára) að eins heimill að keppa um hann. Þar sem eigi hefir áður verið kept hér í þessum aldui'sflokki, má búast við góðri þátttöku«. Verzlunartíðindi, maiblað. Þau flytja: Verzlunarstefnur (framh.), Samninga við bandamenn, út- drátt þann er önnur blöð hafa flutt, Aðfluttar og útfluttar vörur 1917, eftir Hagtiðindum. Bjarkamál hin nýjustu — 1918. Fimm sönglög fyi'ir blandaðar i'addir. Samið hefir B. Þorsteins- son, Sigluíirði. — Lögin heita: 1. Einhuga fram, kvæði eftir Guðm. skáld Guðmundsson. 2. íslands-fáni, kvæði eftir sama höf. 3. íslands-visur, kvæði eftir H. Hafstein. 4. Hvöt, kvæði eftir Pál Jónsson. 5. Ung er vor gleði, kvæði eftir Einar Benediktsson. — Lögin eru hin snotrustu og vel fallin til söngs og munu ef- laust ná mikilli hylli, eins og svo mörg lög eftir sama höfund hafa gert. Mikilsverðasta málið í heimi, tvær í'itgerðir, sérprentun úr Isa- fold og Tímanum. — Ritgei'ðir þessar báðar eru eftir enska menn, þar þjóðkunna. Þýddar undir umsjón Haraldar próf. Ní- elssonar og Einars Hjörleifssonar Kvaran. Þær fjalla um eilífðar- málin svonefndu. Hverrar skoð- unar sem menn annars kunna að vera um þau mál, þá teljum vér vist, að flestum þyki ritgerðir þessar svo merkar, að verðar séu þess að lesnar séu með athygli. 19. júní, aukablað, var gefið út 19. þ. m. Byrjar á lagi, íslands- 99 . dætui', eftir Sigfús Einarsson, við kvæði eftir Guðm. Guðmundsson skáld. Heimsstyrjöldin og lton- urnar. Stríð, kvæði eftir Hufdu. Bóndi sæll —, ágæt grein eftir Knut Hamsun (þýdd af J. S.). Minningargjafasjóðir o. fl. Háskóli íslands kjöri þann 17. júni di\ phil. Björn M. Ólsen prófessor, doktor í ís- lenzkum fi'æðum. Það er fyrsti maður er slikur heiður hlotnast og enginn hefir áður haft þann titil. Útnefningin fór fram í hátiða- sal háskólans, neðrideildai'sal al- þingis, að viðstöddu fjölmenni, er x'ektor háskólans hafði boðið að vei'a við. Prófessor Ágúst H. Bjarnaáon rektor magnificius og formaður heimspekisdeildar próf. Guðm. Finnbogason, héldu snjallar ræð- ur, en athöfnin sjálf fór þannig fram að rektor Háskólans mælti úr öndvegi þessi orð: Samkvæmt því valdi, sem mér er gefið, sem rektor Háskóla ís- lands og samkvæmt tilmælum forseta heimspekisdeildar, lýsi eg hér með yfir þvi í heyranda hljóði, að pi'ófessor di’. phil. Björn Magnússon Ólsen, R. af Dbr. og Dbrm. er rétt kjörinn doclor literarum islandicarum við heimspekisdeild Háskóla íslands. Þetta sé góðu heilli' gjört og vitað! Þvi næst gekk rektor úr sæti sinu fyrir stól heiðursdoktors og afhenti honum doktorsskjalið, sem er bundið í blátt silki með áletruðu nafni hans og titli og dró jafnfi’amt á hönd honum doktorshring úr gulli. Bæj aríréttir. Skipafregnir. A. Andersen, 3-m. sk. frá Ivaup- mannahöfn 434 smál. netto, skip- stjóri P. Stenberg, kom hingað 14. þ. m. með saltfarm frá Ibiza á Spáni. Hafði farið þaðan 30. april þ. á. og ferðin gengið greið- lega, þar til komið var fyrir Reykjanes, að skipið lenti á grunni nálægt Sandgei'ði og stóð þar, þangað til björgunarskipið Geir náði þvi á flot og di'óg það hingað til hafnar. Skipið hafði meðferðis 700 smál. af salti, en eitthvað af því mun hafa skemst við árekst- urinn. Njörður, botnv., skipstj. Guðm. Guðnason, kom hingað aftur úr 3ju Englandsferð sinni 15. þ. m. Hafði ferðin gengið ágætlega. Bifröst, mótorskip, 19.73 smál. eign Jóns Björnssonar & Co. í Borgarnesi, kom hingað 15. þ. m. frá Kaupmannahöfn. Hafði með- ferðis litið eitt af vörum til Boi'g-

x

Frón

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frón
https://timarit.is/publication/451

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.