Frón


Frón - 06.07.1918, Qupperneq 1

Frón - 06.07.1918, Qupperneq 1
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Grimúlfur H. Ólafsson, Laugabrekku, Reykjavik. Sími 622. Box 151. FRÓN BLAÐ SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Til atlmgunar íyrir kaupendur. — Gjalddagi blaðsins var 1. júlí. Peir sem eigi hafa greitt andvirði árgangsins geri svo vel og greiði það sem fyrst. Afgreiðsla blaðs- ins er opin kl. 7—8 e. h. alla virka daga. Eimskipafélag Islands og eiturormurinn Fáfnir. Hlutabréfakanpin í Yesturlieimi. Á aðalfundi Eimskipafélags ís- lands, sem haldinn var 22. f. m. hér i Rejkjavík, urðú allmiklar umræður út af kaupum á hluta- bréfum félagsins meðal Yestur- íslendinga í vetur. Mál þetta er all-eftirtektarvert og viljum vér því skýra frá því, sem fram fór um það efni á fundinum og bæta þar við nokkrum skýringum. Frásögnina um það sem gerð- ist á fundinum tökum vér eftir »Fréttum« og »Þjóðólfi« og er hún á þessa leið: »Stjórnendur Eimskipafélagsins, sem búsettir eru í Vesturheimi, urðu þess varir í vetur, að þang- að voru komnir tveir leyni-erind- rekar, sem voru mjög áfjáðir í að kaupa hlutabréf félagsins af mönnum þar vestra. Töldu stjórn- endurnir skyldu sína að vara menn við að selja bréfin. Engu að síður varð leyni-erindrekum þessum allvel ágengt um kaupin, enda lá sterkur grunur á, að menn úr stjórn félagsins hér heima mundu hafa átt þátt I ráðagerðinni og fjárframlögum. Aðferð þessi vakti all-mikla gremju vestra eins og hér heima, þegar um hana kvisaðist. — Þar sem þeir Árni Eggertsson og Bíldfell komust ekki sjálfir á aðalfundinn, þá sendu þeir fyrir- spurnir til formanns i símskeyti þess efni» hvers vegna mönnum þeim hefði verið veittur aðgangur að bókum félagsins, er væri að kaupa hlutaþréfin vestra, og ' hvort meiri hluti íslenzkra lilut- hafa æskti þess, að Yestur-íslend- ingar hætti hlutdeild sinni í fé- laginu. Út af þessu spunnust all-mildar umræður á fundinum. Eggert Claessen lýsti yfir því, að stjórnin sem slík ætti engan þátt að leyni- kaupunum vestra og hefði eng- um veitt aðgang að bókum fé- lagsins, enda væri öllum auðvelt að fá vitneskju um það, hverjir eignast hefði bréf þar i upphafi, því að það hefði verið auglýst jafnóðum í vestanhlöðunum. Enn fremur tóku til máls Pét- ur kaupm. Ólafsson, Sigurður Jónsson kennari, Benedikt Sveins- son, Magnús Sigurðsson, Sigurður Eggerz ráðherra, Jón Þorláksson, Gísli Sveinsson og Brynjólfur Bjarnason kaupm. MálstaðVestur-íslendinga studdu þeir Sigurðarnir og Benedikt og Magnús. Bentu þeir á, liversu forgöngumenn málsins vestra hefðu lagt sig i líma að safna hlutafé og hversu landar vorir hefðu þegar orðið drengilega við, meðan alt var í óvissu um hag og framkvæmdir félagsins. Öðr- um þjóðum þætti mikið í húfi að hafa sem traustust bönd við landa sína i öðrum ríkjum og álfum. T. d. hefði verið stofnað eimskipafélag i Svíþjóð skömmu fyrir styrjöldina, með lágum hlutabréfum, svo að sem flestir mættu eignast, og safnað til með- al Svía heima og í Vesturheimi, einmitt i því skyni að halda uppi ferðum milli Svíþjóðar og Norð- ur-Ameriku og tryggja þar með vináttubönd og samheldni þjóð- arinnar heggja megin hafsins. — Þótti það miður drengileg að- ferð að gera héðan menn út í pukri til þess að sanka saman bréfum meðal einsfakra landa vestra nú, þegar sýnt væri, að félagið gæti borið sig, enda auð- sjáanlega gert i þeim einum til- gangi að bola V.-ísl. út úr fé- laginu, því að í sama mund var nóg af hlutabréfum falt hér heima. Það gægðist upp hjá Eggert Claessen við umræðurnar, að sumir úr stjórn félagsins vær< sjálfir sem einstaklingar viðriðnir leyni-erindisreksturinn um hluta- kaupin i Vestúrheimi, þótt stjórnin »sem slík« væri það ekki. Að lokum var borin upp til- laga frá Sigurði Eggerz þess efnis, að fundurinn teldi áframhaldandi samvinnu við Vestur-íslendinga œskilega. — Var tillagan samþ. með 9733 atkv. gegn 7761. Þá var og borin upp tillaga frá Pétri A. Ólafssyni á þá leið, að fundurinn teldi æskilegt, að allir hlutir i félaginu vrði eign búsettra manna hér á landi og skoraði fundurinn því á stjórn- ina að greiða fyrir sölu hluta, sem Vestur-lsl. kynnu að vilja selja og bjóða þá hér út. — Sam- þykt með 11666 atkv. gegn 6076. Þess er að gæta, að mikill hluti atkvæðanna var í fárra manna höndum, einmitt þeirra, sem við undirróðurinn eru riðnir. En ef miðað væri við tölu fundarmanna eða lúulaeigenda í landinu mundu að eins sárfá atkvæði hafa stutt svo lélegan málstað«. Það var auðheyrt á umræðun- um, að menn vissu ekki full deili á þvi, hverjir stæði að hlutabréfa- smöluninni i Yesturheimi og málsvarar stjórnarinnar, þeir Cla- essen og Jón Þorláksson þóttust litlar sem engar skýringar geta gefið — af skiljanlegum ástæðum. Blað vort vill nú upplýsa mál- ið dálítið betur. Síðastliðið haust var stofnað leynifélag hér í bænum til þess að kaupa i kyrrþei hlutabréf Eimskipafélagsins meðal Islend- inga i Vesturheimi (og viðar). Félagið var látið heita eftir eitur- orminum Fáfni, sem drap föður sinn sofanda vegna gullsins, lagð- ist á djmgjuna og lét vaxa undir sér, en unni engum öðrum eyr- is af. í stjórn félagsins voru þeir helztir: Eggert C.laessen, stjórn- andi Eimskipafélags íslands, for- maður, og Jón Þorláksson, stjórn- andi Eimskipafélags íslands, gjald- keri. Fyrsta afrek »Fáfnis« var að ráða herra Ögmund Sigurðsson skólastjóra i Flensborg til hluta- ljréfakaupa velrarlangt meðal Vestur-íslendinga. För hans var ger út skörulega í mjög »visinda- legum tilgangi« til þess að »kynna sér skólamál í Bandaríkjunum® — I stað hans var ráðinn til Flensborgar herra Steinþór Guð mundsson guðfræðiskandidat og kaupið greitt af »Fohnis-bóli«. Vestra náði herra Ögmundur i herra Stefán Stefánsson leiðsögu mann, er sendur hafði verið vest ur með nokkra hesta í haust frá Sláturfél. Suðurlands. Réð hann Stefán til liðs við sig og var hann síðan mest í frammi um bréfa- kaupin. Farið var með ráðabrugg þetta sem mannsmorð bæði hér og vestanhafs, en í það mund, sem kaupin vóru sem fastast sótt vestra varaði »stjórn Eimskipa- félagsins« menn hér heima við því að selja bréf sín nema eftir leiðbeiningum stjórnarinnar. Eitthundrað þúsund krónur vóru þegar handbærar til hluta- kaupa vestra og tvöhundruð þús- undir tiltækilegar í viðbót þegar með þyrfti. Árangurinn hefir orðið sá, að »Fáfnir« heíir náð undir sig hlutabréfum að vestan fyrir sem næst 27 þúsundir króna að nafn- verði. Hvað hann hefir klófest hér á landi er ókunnugt ennþá. JSJávarútgerd. iii. Um síðastliðinn aldamót hefst enn nýtt tímabil í seglfiskiskipa- útgerðinni. Síðuslu árin fyrir alda- mótin og nokkur ár eftir þau, gengust noklcrir dugnaðarmenn hér á Suðurlandi íyrir því að nokkrir af hinum svonefndu trawl-kútterum, er Englendingar þá höfðu að meslu hætt við til slíkra veiða, (en tekið í staðinn eimskip, botnvörpunga), og gerðu þá út á fiskiveiðar með hand- færum, eins og áður hafði tíðk- ast hér á hinum smáu skipum. Mörg af skipum þessum munu hafa verið farin að eldast, og sum ef til vill orðin léleg, en hinsvegar lítið sem ekkert eftirlit með skipaútgerð, i þann tið, og frá landsins hálfu nálega ekkert. Flestir skipaeigendurnir munu og hafa verið óvanir allri skipa- útgerð, og margir ef til vill hugs- að meira um það, að hafa eitt- hvað upp úr útgerðinni i svipinn og láta það drasla í lengstu lög, þótt eitthvað færi aflaga. Þar við bættist, að ýmsir er skipstjórn ^höfðu, munu varla hafa verið þeim starfa vaxnir’og skipshafn- irnar óvanar slikum skipum og útbúnaði þeirra. Það varð þvi svo að segja mjög eðlilegt, þrátt fyrir það þótt skip þessi væru stór og í sjálfu sér góð skip, að svo fór sem fór, að slysfarir yrðu afarmiklar á útveg þessum, en áður höl'ðu skiptapar varla verið teljandi á seglskútu- flotanum. Er ekki ósennilegt, að þeir hinir mörgu skiptapar, er urðu á þeim árum, hafi slegið óhug á ýmsa, svo það meðal annars hafi stuðlað að því að út- veg þessum hrakaði svo skyndi- lega sem raun varð á. Fyrst framan af munu flestir af fiskimönnunum á þessum stóru kútterum, hafa verið ráðnir upp á fast mánaðarkaup og premiu, eins og áður tiðkaðist, auk fæðis eins og títt var.

x

Frón

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frón
https://timarit.is/publication/451

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.