Frón - 06.07.1918, Page 3

Frón - 06.07.1918, Page 3
FRÓN 107 litu svo á, að örðugt mundi vera að fá skipstjóra í þær ferðir er Borg átti að fara, og að maður- inn var sagður hafa verið atvinnu- laus. Það kom þvi flatt upp á marg- an, að nú er Gullfoss kom úr Vesturheimsferðinni, hafði fram- kvæmdarstjóri og stjórn Eim- skipafélagsins, að því er sagt er, ákveðið að láta 1. stýrimann á Gullfossi, Pétur Björnsson, taka við skipstjórn á Borg, sem ekk- ert er við að athuga, en sent Þórólfi Beck uppsögn á skip- stjórastöðu á Villemoes, og að þvi er fullyrt er ráðið fyrgreind- an Júlinus á það skip i hans stað. Alþjóð manna mun enn í of fersku minni Goðafoss-strandið, til þess að gela tekið þvi með jafnaðargeði, að vel hæfum manni, sem verið hefir á útveg þessum og ekki svo vitanlegt sé, gert neitt það fyrir sér, er réttlætt geti uppsögn félagsins, skuli vera bolað frá, án þess að skips- eigendur séu um spurðir, til þess að koma þessum manni að. Og þótt segja megi að alt af geti komið fyrir að skip strandi, þá var nú Goðafoss-strandið þann- ig vaxið, að ekki virðist vera á- stæða til að verðlauna eða for- lrama skipstjóra þann er með skipið fór, sérstaklega fyrir þá frammistöðu alla saman. Varla getur það heldur talist gott fordæmi, að láta þann mann- inn er svo slysalega tókst, að stórtjón hlaust af bola burtu þeim manninum er allir sem til þekkja, bæði skipshöfn og aðrir, bera hið bezta traust til í hvivetna. Bæ| arfréttir. Skipafregnir. Gullfoss, eimskip, skipstj. Sig- urður Pétursson, kom hingað frá New-York 1. þ. m. Með honum komu margir farþegar, þar á meðal Árni Eggertsson, verzlun- arerindreki, kaupm. Jón Björns- son, Jónatan Þorsteinsson o. ff. Skipið flulti hingað fullfermi af ýmsum varningi, þar á meðal 14 bila, mjög mikið af niðursoðn- um ávöxtum, skófatnaði, hljóð- færum, niðursoðinni mjólk, ýms- um vefnaðarvörum o. fl. til ýmsra kaupmanna og um 250 smál. af haframjöli til Landsverzlunarinn- ar. Skipið fer héðan aftur í kvöld kl. 10 til New-York að sækja vörur og tekur póst og farþega. Isblomsien, selveiðaskip frá Aalesund í Noregi, skipstj. Edv. Ronning, 45.70 smál. að stærð, kom hingað 2. þ. m. Heldur héð- an norður í höf til selveiða. General, enskl hotnvörpuskip, kom hingað sama dag, tafði hér litla stund og sigldi aftur út á leið milli eyjanna hér, en tók skakka stefnu er komið var fyrir Örferisey og ætlaði sundið milli hennar og Akureyar, en setti á grunn. Sat skipið þar þangað til á næsta flóði, að þvi flotaði ofan af grunninu og sigldi til hafs. Björgunarskipið Geir fór á vett- vang en þurfti ekki að hafast að. Snorri goði, skip hf. Kveldúlfs er nýlega komið frá Englandi. Sagt er að sumir af skipshöfn- inni hafi tekið þar sótt nokkra og einn orðið eftir af skipinu þar fyrir. Jón forseii, skipstj. Gunnl. III- ugason, er og nýlega kominn frá Fleedwood og Englandi. Hafði selt afla sinn fyrir um 5000 pd. sterl., og engan kafbát hitt í þetta skifti. Rán, botnv. sem lór til Vestur- heims, er nú fyrir nokkru farinn að stunda þar veiðar, og er sagt að vel gangi. Heíir skipstj. beðið um menn til viðbótar skipshöfn- inni, héðan að heiman og munu þeir fara með Gullfossi vestur. Borg fór héðan sem til stóð norður á Eyjatjörð með tunnur fyrir hf. Kveldúlf. Veðrátta hefir verið heldur kuldakend þessa vikuna. Úlsynningshroði og stundum hálfgerð krepjuhríð, klakkað loft eins og á haustdegi, þó hefir oflast gefið á sjó og afli eftir öllum vonum. ísl. Falk brá sér hér út í flóann núna i vikunni og veiddi tvo enska botn- vörpunga er létu reka i landhelgi með veiðarfæri ofan þilja. Tók hann þá griðalaust og færði til Hafnarfjarðar og sektaði lögreglu- stjóri þá um 2000 kr. hvern, fyrir þessa vanrælcslu. (Botnvörp- ungar eiga að hafa veiðarfæri í búlka og hlera innanborðs, er þeir koma i landhelgi. Guðni. Friðjónssou skáld frá Sandi, fór héðan á- leiðis heim til sin með Borg. Haraldur Níelsson prófessor dvelur á Akureyri um þessar mundir og mun verða á Norðurlandi í sumar. Nýlega hélt hann fyrirlestur um eilífðarmálin á Akureyri fyrir troðfullu húsi, sem vænta mátti, því að á hann vilja allir hlýða. Mjaltarél hefur Bogi A. J. þórðarson á Lágafelli fengið frá Vesturheimi. Er það fyrsta mjaltavélin, er fluzt hefur til þessa lands. Vélin sparar mjög vinnukraft, — er hún af full- komnustu gerð sem til er. Vélina útvegaði Stefán Stefánsson ferða- mannatúlkur. Ingólfur nýr mótorbátur Lofts Loftssonar í Sandgerði kom hingað 3. júlí eflir 24 daga útivist frá Kaupmanna- höfn. Hreppti hann þegar íllt veð- ur í upphafi og komst til Noregs, hafði hann þá eytt þeim 10 tunn- um af olíu, sem hann fékk með sér frá Danmörku. Nú varð að taka til segla, en þá gerði logn vikutíma. Þegar kom undir land hreppti báturinn harðan mótvind, svo að segl varð að tvírifa og vanst litið á. Á sunnudaginn náði báturinn til Vikur og komust menn við illan leik i land sökum brims, en þá var ekki eftir af vistum i bátnum annað en dálitill skamtur af kartöflum, svo að hér mátti ekki tæpara standa. Einn farþegi kom með bátnum Sigurður Jónasson cand. philol. Kolanám. Þingeyrar-, Mosvalla- og Suður- eyrar-hreppar í Vestur-ísafjarðars. hafa tekið á leigu mókolanámu i Botni i Súgandafirði um næstu 3 ár. Eru þar sögð góð kol. Hrepp- ar þessir sækja nú um 35 þúsund króna lán úr landssjóði til húsa- byggingar og vegagerðar fyrir námurekstur þennan. r I sárum. Saga eftir Henryk Stenkiewicz. Frh. »Jæja, herrar mínir«, sagði nú Wassilkiewicz, »eitt lag enn þá og svo skulum við bjóða hvor öðrum góða nótt!« Ungi maður- inn, sem sat við slaghörpuna, sló nokkra velþekta samhljóma og brátt glumdi við gamli stúdenta- söngurinn, »Gandeamus igitur«, um salinn. Schwai’z gekk að hljóðfærinu. Hann sneri hliðinni að ekkjunni og Ijósið frá lamp- anum á veggnum, skein beint á hann. Rétt á eftir kom ekkjan auga hann og alt í einu stóð hún á fætur, hvít eins og marmari, og með hitasóttareld í augunum teygði hún fram handleggina og hrópaði: »ó, Kazimir, loksins ertu kom- inn aftur!« í rödd hennar lýsti sér von, hræðsla, gleði, endurvöknun. Það varð hljótt í salnum. Allra augu störðu á Schwarz og það fór hrollur um þá, sem þekt höfðu Polkanski. Hinn hái, karlmann- legi Polkanski var eins og risinn upp á ný í Schwartz. »Eg sá það ekki fyr en um seinan«, drundi í Gustav, þegar hann i dögun hélt heimleiðis. . . Hm! Það er nú liðið hjá, en draumórarnir i henni. —------ Hann likist honum reyndar.--- Hver fjandinn! — — — Kvefið kvelur mig meira nú en áður«. II. Schwarz velti því l,engi íyrir sér, við hvaða deild hann ætti að innrita sig. Loksins valdi hann læknadeildina. Mánuður var liðinn. Það var hlýtt haustkvöld, — geislar sól- arinnar hurfu hægfara af turn- unum i Kiew. í þakherberginu, þar sem þeir Schwarz og Jósep ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦ ♦♦ ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦ ♦ * FltÓN ♦ kemur út einu sinni á viku. Kostar 4.00 kr. árg., ef borgaö er fyrir 1. júlí, 5.00 kr. ef siðar er greitt. Gjalddagi 1. júlí ár hvert. Uppsögn skriíleg bundin viö áramót — ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. okt., enda kaupandi pá skuldlaus. Útgefandi: Félag í Reykjavík. Ritstjóri og ábyrgöarmaður: Grfmúlfnr H. Ólafsson, Laugabrekku i Reykjavik. Sími 622. — Box 151. * Afgreiðslumaður: Þorláknr Davíðsson, Framnesveg 1. Afgr. Austurstræti 18. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ i ♦ : ♦ ♦ ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦ ♦ ♦♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ áttu heima, var enn þá bjart. Báðir sátu bognir yfir vinnu sína og notuðu kappsamlega síðustu kvöldgeislana. Gustav var nýkom- inn aftur til bæjarins. Hann var fölur og hóstaði meira en áður. Svipur hans bar vott um óró og óánægju og úr augum hans, sem glóðu eins og í hitasótt, mátti lesa leyndan sársauka. Báðir þögðu, en það var augljóst, að Gústav vildi gjarnan rjúfa þögn- ina, þvi hann leit hvað eftir ann- að á Schwarz. En honum virtist eríitt að byrja samræðuna, og hann grúfði sig aftur yfir bókina. Loksins varð hann óþolinmóður á svipinn, greip húfu sína af borðinu, stóð á fætur og spurði: »Hvað er klukkan?« »Sex«. »Hvers vegna ferðu ekki til ekkjunnar; þú ert vanur að fara til hennar á hverju kvöldi«. Schwrarz stóð á fætur og sneri sér að Gustav. »Gustav, þú liefir sjálfur sam- kvæml fyrirmælum hennar farið með mig þangið. En við skulum ekki tala um þetta, sem okkur báðum er ógeðfelt. Við skiljum auk þess hvor annan fullkomlega. Og svo get eg sagt þér að eg ætla ekki að heimsækja hana framar, hvorki í dag eða á morgun. Eg gef þér hér með hönd mina upp á það«. Þeir stóðu hljóðir hvor gegnt öðrum; Schwarz rétti fram höndina, Gustav hikaði fyrst við, en svo greip hann hönd vinar síns. Þeim var sýnilega báðum erfitt að taka til máls. Árangurs- laust leitaði annar að vingjarn- legum orðum og hinn gat ekki komið þakklætinu fram yfir var- irnar. Þeir skildust þegjandi. Schwarz hafði heitið Gustav þvi að heimsækja ekkjuna ekki oftai'. Hvort sem hann nú elsk- aði hana eða eða ekki, þá var þetta loforð fórn frá hans hlið, því hún var eini geislinn i hinu tilbreytingarlausa lífi hans, og hugsanir hans snerust um hana. Þegar Gustav var farinn út úr stofunni, varð Schwarz bæði sorg- bitinn og óánægjulegur á svipinn. Iðraði hann þess, sem hann var nýbúinn að lofa? Nei. En -hann sökti sér niður i djúpar og óþægi- legar hugsanir. Á meðan ráfaði

x

Frón

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frón
https://timarit.is/publication/451

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.