Frón - 10.12.1919, Blaðsíða 1

Frón - 10.12.1919, Blaðsíða 1
Rit8tjóri og ábyrgðarmaflur: Grimúlfur H. Ólafsson, Laugabrekku, Reykjavik. Sími 622. Box 151. FRÓN BLAÐ SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS 43. tölublað. Æðsta dómsYaldið flutt inn f landið. Hæstiréttur skipaður. i. desember er einn a( skamm- degisdögunum, en æði bjartur er nú sá dagur að verða í þjóðlífi voru. í fyrra var fullveldissamningurinn staðíestur þann dag. í ár er íslenzki hæstirétturinn skipaður þann dag. í réttinum eiga sæti: Justitiarius: Kristján Jónsson. Meðdómarar: Halldór Daníelsson, Eggert Briem, Lárus H. Bjarnason, Páll Einarsson. Sagt er að fyrsta réttarhaldið muni verða 2. febrúar næstkomandi. Til bráðabirgða mun rétturinn verða haldinn í hegningarhúsinu, sem er verið að gera við í því skyni. Þjóðin tekur nú æðsta dómsvaldið, sem áður var í höndum annarar þjóðar, í sínar eigin hendur. Vel væri þess vert að þessa stóra merka viðburðar í sögu landsins, væri minst með hátíðahaldi á sínum tíma. A thugasemd. Vér höfum beinlínis haft það á stefnuskrá blaðs vors, að leitast við að skýra altaf sem allra réttast frá því, sem er að gerast í stjórnmálun- um. Á þessu hefir óneitanlega verið allmikill brestur í íslenzkum blöðum, fyr og síðar. í yfirliti því, er vér gáfum yfir kosningarnar, hefir verið sú skekkja, að 2. þingm. Skagfirð- inga er talinn utan flokka, en eftir því sem vér höfum slðar frétt, mun hann ákveðinn f því að ganga í framsóknarflokkinn, og eru því þing- menn þess flokks 7, f stað 6 er vér skýrðum frá 1 síðasta blaði. í »Lög- réttuí og í »Tímanum« er talið, að sjálfstæðisflokkurinn hafi mist einn mann við kosningamar, Magnús Torfason bæjarfógeta; en þetta er með öllu rangt, því hann var alls ekki f sjálfstæðisflokknum, var búinn að segja sig úr honum. Broslegt er hjá »Lögréttu«, er hún segir að Pétur Ottesen muni ekki vera í sjálf- stæðisflokknum. Hyggjum vér að hann sé »Lögréttu« lítt þakklátur fyrir, að hún brígsli honum um flokkshringl, enda þótt enginn Ieggi trúnað á það, sem veit hvað einmitt þessi maður er fastur fyrir. »Lögrétta« telur heimastjórnarmenn Miðvikudaginn 12, en vér töldum þá 10. Sig. Hjör- leifsson bauð sig beinlínis fram utan flokka og um Proppé er sagt, að hann sé sjálfstæðismaður. Heima- stjórnarflokkurinn er því 5 mönnum færri en hann var, og það sem mestu skiftir, er að hann er höfði lægri en hann var, og teljum vér víst, að »Lögrétta« sé oss sammála um það. Um það hverjir muni mynda stjórnina, skulum við engu spá. Því svo virðist oss, að um það muni ekkert hægt að segja, fyr en þing- menn koma saman. — Ummæli »Lögréttu«, um. að sjálfstæðisflokk- urinn hafi ekki tilverurétt, er hreinn barnaskapur. Sá flokkur, sem berst fyrir svo sterkum málum, að and- stæðingar hans treystast ekki til að hreyfa opinberum mótmælum gegn þeim við kosningar, er, hvort sem hann er fámennur eða margmennur, jafnan sterkasti flokkurinn f landinu. Aonars munum vér ekki amast við sambandinu á milli »Tímans« og »Lögréttu«. Hjónvsvipur er þar. En um það erum vér vissir, að »Tím- anumc tekst aldrei að draga fram- sóknarflokkinn með í þá gyltu opin- gátt. Sú viðleitni mundi leiða til fulls skilnaðar á milli framsóknarflokksins og »Tímans«, Hve margir verða þeir annars sem ganga inn f gáttina þá ? Það er ekki neitt nýtt, þó Lögrétta sendi sjálfstæðisflokknum nokkrar hnútur, en hitt getur varla verið al- vara, að ónotast við langsummenn, því vitanlegt er það, að heimastjórn- arflokkurinn hefir lagt mikla áherslu á, að halda sambandi við þá ti skams tfma, enda hafa þeir haft kosningasamband við flokkinn, þang- að til i sumar. Og við nýafstaðnar kosningar, var samband á milli for- ingja heimastjórnarflokksins og Sveins Björnssonar, sem heyrir iangsum- mönnum til, mælti og »Lögrétta« með kosningu Sveins Björnssonar. Ástarbréfið í »Lögréttu« síðustu til »Tímans«, sýnir einnig, að eins og allir hafa vitað, að »Lögrétta« vill einnig hafa ástir »Tfmans«, En alt af verður að hafa gát á svona mikl- um kærleik, í svona litlu landi, svo að ekki fylgi honum óorð. Sumir halda, að opingátt »Lögréttu« muni fæla frá of miklum samböndum við hana. »Margt er skrítið f náttúrunn- ar ríki«. Fasteignamatsnefnd samkv. lögum 28. nóv. þ. á., uro breyting á Iögum nr. 22, 3. nóv. 1915, um fasteignamat, var skipuð af stjórnarráðinu í gær, en lögin voru staðfest 28. desembér. 10. des. 1919. í nefndinni eiga sæti: Pétur Jónsson, -alþingismaður frá Gautlöndum. Ágúst Helgason, óðalsbóndi, Birt- ingarholti. Guðjón Guðlaugsson, alþingismað- ur Reykjavík. Hjörtur Snorrason, alþingismaður Arnarholti. Magnús Gíslason, aðstoðarmaður. Nefndin mun vera tekin til starfa. Endnrskoðnn skattamálalöggjafarinnar er nú byrj- uð í stjórnarráðinu. Hefir stjórnin auk skrifstofustjóra Magnúsar Guð- mundssonar, kjörið sér til aðstoðar hagfræðingana Þorstein Þorsteinsson og Héðinn Valdimarsson. Seinna mun í ráði að bæta við einum manni fyrir Iandbúnaðinn og einum fyrir sjávarútveginn. Flokkarnir og stjói’nax'rriyntliinin. Tíminn telur lfklegt, að skattamál og fossar skipti flokkum. A næsta þingi er óhugsandi að skattamálin skifti, því nú er verið að byrja á að endurskoða þau. Og niðurstaðan af þeirri rannsókn getur ekki orðið lögð fyrir þetta þing, en óhugsandi að nokkur stjórn komi með fasta á- kveðna stefnuskrá um þessi mál á undan endurskoðuninni. Fossamálin er enn fremur óvíst að skifti, því líklega verða allir summála um, og það jafnvel þó þeir vildu síðar veita sérleyfi, að gera það ekki á þessu þingi, þegar allar upplýsingar vanta um það, hvernig fossaiðnaður yfir- leitt borgar sig. Það atriði þarf að rannsakast betur, áður en lagt er út f nokkurn fossaiðnað, hvort af rík- inu eða öðrum. óvíst er því að fossamálin skifti, þvf sérleyfislöggjöf verða menn líklega nokkuð sammála um, vilja allflestir hafa hana stranga. Vonandi er, þrátt fyrir þetta, að stjórnarmyndunin lendi ekki f of miklu stímabraki, væri það illa farið. Eftir nýjustu fréttum er talið að þing- mennirnir 4 austan fjalls muni verða saman 1 flokki. Eru þá flokkarnir orðnir 5. Heimastjórnarflokkur 10 Sjálfstæðis 8 Framsóknar 7 Langsum 5 Austanmenn 4 Utanflokka 6 Stærstu flokkarnir og sem mest ítök eiga í þinginu, eru gömlu flokk- arnir 2. Því verður ekki neitað, og er því Iíklegast, að stjórnarforustan verði úr öðrum hverjum þeim flokki, Afgreiðslu- og innheimtumaður: Forlákur Daviðsson, Framnesveg I. Afgreiðsla f Báruhúsinu. II. árgangur. en annars getum vér vísað til at- hugasemdarinnar hér í blaðinu og tekið það fram aftur að enginn get- ur sagt nokkurn hlut um þessi mál með vissu, fyr en þingið kemur saman. Astin. Hún er sterkasta aflið. Einn skamm- degissigurinn hefir hún unnið enn. Ný trúlofun birtist bráðum með meiri æfintýrablæ en venjulega. Hann var alinn upp f hatri til hennar. Átti að gera henni Iffið óbærilegt. Svo komst hann á gott og guðræki- legt hægrimanna heimili. Þar sá hann hana, sem hann átti að hata. Hatrið snerist í óstöðvandi ást. Þau þögðu. Það voru að eins augun sem töluðu. En bilið á milli þeirra var alt af styttra og styttra, þangað til blaðr- an sprakk. Það er Tfminn og Lög- rétta, sem ástin hefir gefið einn af heitu skammdegiskossunum sfnum. Ónefnda blaðið óskar til hamingju. Húrra hátt, húrra í nátt, húrra gullna opingátt. Landbúnaður. VIII. í síðasta kafla gerðum vér ráð fyrir, að náin samvinna yrði milli gróðrarstöðvanna og búnaðarskól- anna. En eins og nú standa sakir, eru gróðrastöðvarnar bæði fáar og smáar og hafa auk þess, eins og áður hefir verið tekið fram, verið vanræktar frá þjófélagsins hálfu. Að voru áliti horfir svo við ura það mál, að sjái stjórnarvöldin hér sér ekki fært, af einhverjum ástæð- um, fjárskorti eða öðru, að koma á fót hæfilega mörgum og hæfilega stórum tilrauna- og gróðrarstöðvum, þá þýðir heldur ekki að ætla sér að koma neinu verulegu í framkvæmd um jarðrækt eða yfir höfuð búnað- arframkvæmdir; því eins og flestir vita og öllum verður að vera ljóst, að því að eins er nokkur von til að nægilegt fé fáist til búnaðarfram- kvæmdanna, að sýna megi og sanna, að sá atvinnuvegur þurfi ekki, ef rétt er að farið, að borga sig ver en aðrir, og að þeir sem við fram- kvæmdirnar fást, sjái hvað hyggi- legast er að gera f þessum eða hin- um staðnum, svo að nokkurs hagn- aðar megi vænta. Gróðrarstöðvarnar sem vitanlega verður, eftir því sem þeim vex fiskur um hrygg að skifta niður í ýmsar deildir, er allar séu

x

Frón

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frón
https://timarit.is/publication/451

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.