Frón - 10.12.1919, Blaðsíða 2

Frón - 10.12.1919, Blaðsíða 2
366 FRON þó í samvinnu hver við aðra, þurfa mikið fé, svo mikið, að vel gætum við trúað, að ýmsum bændum yxi það í augum. Þó er nokkurn veginn víst, að hefði sá vísir til slíkra til- rauna og gróðrarstöðvar, sem starf- að hefir hér í nokkur ár undanfarið, haft viðunandi fé til forráða, þá myndi landbúnaður vor nú eigi vera i slíku öngþveiti, sem hann virðist nú vera f. >Vísindin efia alla dáðc, segir skáldið, og það er hverju orði sannara, og landbúnað vorn verðum við, eins vg oft hefir verið sýnt fram á hér í blaðinu, að byggja á inn- lendri reynslu, innlendum vísindum. Og þetta mál þolir enga bið, er búið að bíða alt of lengi, og nánas- arskapurinn á þessu sviði, búinn að baka þjóðinni meira en nóg tjón. Og slíkar stofnanir verða auðvitað að vera alveg óháðar dutlunum hálf- gerðra klíkufélaga. Þeim má ekki líðast, að taka fram í starfsemina, ef til vill þegar verst gegnir. Nei, forstöðumenn þeirra stofnana, verða að vera alveg óháðir embættismenn, sem einungis vinna að því, að fá vísindalegar sannanir fyrir því er þeir fást við, búnaðinum til gagns og þrifa. Og af þeim eiga svo bún- aðarskóiarnir að taka við og þaðan allur landslýður. IX. Það er að vfsu svo, eins og áður hefir verið sagt, að nokkur ár munu líða, frá því er slíkar stöðvar taka til starfa og þangað til árangur er orðinn ábyggilegur, svo taeysta megi. Þennan tíma verður að reyna að bjargast eins og bezt gengur, eins og verið hefir hingað til. Þó mun mega fullyrða, að vatnsveitur, séu þær gerðar með þekkingu, muni vfða geta orðið til stórgagns. Að vfsu vantar enn að heita má alla reynslu á því sviði, aðra en þá, að venjulega munu þeir blettir loðnari sem veitt hefir verið vatni á, en hinir, og er það að vísu mikil bót. Og óneitanlega finst oss þeir menn hafa mikið til sfns máls, sem fara vilja gætilega í stórfeld vatnsveitufyrir- tæki. En slík stórvirki, eins og,t. d. Flóaáveitan, þurfa sannarlega meira en lítinn undiibúning, því þess verð- ur vel að gæta, að mistakist nokk- uð verulega, getur svo farið að það ríði fyrittækinu, svo stórþarft sem það er, að fullu í ófyrirsjáanlegan tfma. Vér efumst heldur ekki um, að forráðamenn þess fyrirtækis, láti undirbúa þnð eins vel og kostur er. Vonandi hefir og valið á manni þeim, er Búnaðarfélag íslands hefir ráðið til vatnsveitustarfanna, tekist heppi- lega. Þó getum vér ekki orða bund ist um það, að laun þau, er honum eru ætluð, eru svo nánasarlega lág, korin saman við þá miklu ábyrgð og erfiði, sem maðurinn, sé hann starfi sfnu vaxinn, hlýtur að hafa, að það lítur út fyrir, að það sé frekar þóknun fyrir málamyndaeftir- lit, heldur en fulb laun fyrir forstöðu ábyrgðarmestu fyrirtækjanna er enn hafa verið gerð á landi hér, eins og hinar fyrrrhuguðu stóráveitur austan- ijalls munu vera. Eins og þessum málum er nú á veg komið, mætti þó búast við, ef alt gengur sæmilega, nokkrum ár- angri að tveim þrem árum liðnum og kannske fyr á sumum stöðum. Ætti þá aukin hey að verða þess valdandi, að kvikféð færi fjölgandi, en það ætti aftur að ýta undir aðra jarðrækt, bæði grasrækt og garð- rækt. Mundi þá heldur ekki líða á löngu, þangað til gróðrarstöðvarnar færu að gefa alþjóð leiðbeiningar, er aftur mundu verða til þess, að auka dug og djörfung landbænda, er þeim væri Ijóst, að nú myndu þeir ekki vinna fyrir gýg, heldur myndi hver uppskera eftir því sem hann hefði sáð, þ. e. fari hann eftir þeim vís- indum sem við eiga, þá mun, hann venjulega fá sæmilegan ágóða, en hirði hann eigi um þau vísindin, þá muni hann einnig renna beint í sjó- inn með uppskeruna. XJtlöix<l. Nú er þá Jiðið rúmlega árið síðan vopnahlé var samið í fyrra og mann- víg hættu að nafninu til. Þótti mörg- um þá, sem þungri torfu væri af létt og betri tímar mundu í vænd- um. Að minsta kosti munu allfiestir í þessu landi hafa litið svo á, að er svo langt væri komið, að vígaferl- unum slotaði og samkomulag kæm- ist á milli höfuðaðilja ófriðararins, þá mundi brátt rakna fram úr örð- ugleikunum hér. Eitthvað svipað hefir sennilega vakað fyrir þeim mönnum meðal ófriðarþjóðanna, er ákafast kröfðust þess, að hætt yrði að berjast þegar í stað, og að friður yrði saminn hið bráðasta. Má nærri geta, að auðvelt hafi verið þá, að telja allri alþýðu, t. d. í Miðríkjunum, svo þjakaðar og Iangþreyttar af hinni hamslausu styrjöld, er geysað hafði f full fjög ur ár, trú um, að allar þær hörm- ungar og þrengingar, sem hún hafði átt við að búa, mundi bráðlega batna, ef samkomulag næðist við óvinina um, að blóðsúthellingunum yrði hætt. Þó virðist, eftir því sem nú er kom- ið á dagiqn, ýmsir meðal hinna beztu manna þessara þjóða, hafa efast mik- ið um, að nokkuð mundi úr rakna, þó vopnahlé yrði samið og ekki borið jafn takmarkalaust traust til ummæla þeirra um væntanlegan grundvöll friðarskilmálanna, er Wilson forseti framflutti í ræðu þá nokkru áður, og oft hefir verið á minst og hinir fyrnefndu. Tortrygni þessara manna virðistekki hafa verið ástæðulaus, því nú eftirrúm- lega ár frá vopnahléi og nærri sex mánuðum eftir að friðarsamningarnir milli höfuðaðilja ófriðarins voru und- irritaðir, hafa þeir þó ekki enn kom ið til framkvæmda. Hafa samningar þeir sem kunnugt er, og áður hefir verið að vikið hér í blaðinu, hvar: vetna mælst illa fyrir. Þó virðist út yfir taka nú, er bandamenn hafa enn á ný sett Þjóðverjum svo harða kosti, vegna þess, að þeir söktu þýzka flotanum, eftir að hann var kominn í hendur bandamanna, að raddir heyrast um, að þeir menn, sem skipa stjórn í Þýzkalandi og ólmast vildu hætta að berjast í fyrra haust, vilji nú láta skeika að sköpuðu, heldur en ganga að slíkum afarkostum. Sýn- ist þó aðstaðan að ýmsu leyti verri nú en þá. Eitt af því, sem sagt var að bandamenn höfðu Iofað, er vopnahlé var samið, var það, að byrgja Mið- veldin svo að matvælum, að hungri og þjáningum þeim, er af leiddi, létti af hið bráðasta. Hafði floti Bandamanna svelt Miðveldin inni eítir megni, alt frá ófriðarbyrjun, og breiddu út um öll lönd, hinn giæsi- lega árangur af þessu hernaðarþrek- virki sínu, sem sé þann, að allir lifðu nú við sult og seyru, og brátt mundi að því reka, að þeir sökum hungurs og þjáninga, mundu verða neyddir til þess að gefast upp, og birtu jafnvel sum blöð bandamanna, myndir af herteknum Þjóðverjum, þessu sínu máli til staðfestu. Ætla mætti því, að mikil áhersla hefði verið lögð á, að það skilyrði, að sjá Miðveldunum fyrir bráðustu nauðþurft- um, hefði verið vel haldið. En svo er að sjá, sem þar hafi nokkuð á brostið, því nú hafa borist, meðal annars hingað til vor, áskorun um, að bjarga, þó ekki væri nema svo sem hundrað börnum úr löndum Miðveldanna (Austurríki), frá yfir- vofandi hungursdauða. Má nærri geta hvernig ástandið muni vera meðal hinna fullorðnu sem eftir sitja. Það er sennilega ekkert sældarbrauð. í Englandi virðist nú, sem lítils- háttar hlé sé á verkföllum, síðan hinu mikla verkfalli létti af og end- aði á þann einkennilega hátt, að báðir aðiljar fóru sigri hrósandi af hólmi. Þó munu horfurnar í enska ríkiuu, ef til vill aldrei, sfðan það varð .heirosveldi, hafa verið jafn ískyggilegar og nú. Virðist ástandið heima fyrir vera nokkuð tortryggi- legt. Megnar deilur við nágranna- landið, írland, svo jafnvel hefir mátt heita fullkomin borgarastyrjöld þar í landi. Þá virðist samkomulagið heima á Englandi ekki vera sem tryggileg- ast. Lftur út fyrir, að deilan um það, hvott kolanámurnar ensku skuli gerð- ar að ríkiseign og námugröfturinn rekinn á ríkisins kostnað, eða hvort það skuii vera sem nú er, muni ætla að valda eigi alllitlum deilum. í ný- lendunum, sumum hverjum, eins og t. d. Canada og sumstaðer á Ind- landi, virðist og vera talsverður upp reisnarandi. Hefir, að því er sagt er, mikil uppþot orðið víða um Indland, en tekist að bæla þau niður. Þá er og sagt frá mjög alvarlegum rústum í Egyftalandi. Virðist svo sem Eng- lendingar ætli að láta þar undan síga og gefa þeim nokkuð frekara sjálfstæði, en þeir áður hafa ijaft. Þá sýnast þeir og eiga í vök að verjast á viðskiftasviðinu. Er það á- lit ýmsra hlutlausra viðskiftafræðinga, að Bandaríkin muni þar verða þeim skæður keppinautur. Sýnist og fær- ast óðum í þá áttina, t dv um sigl- ingar, sem nú færast meira og meira I hendur Bandarfkjamanna. Ofan á alt þetta bætist feikna erfiður fjár- hagur og megn óánægja ýmsra stétta, svo sem sjómanna, iðnaðarmanna og verkamanna, með þá rfkisskipun sem nú er. í Bandarfkjunum vestan hafs, hefir og verið ærið róstusamt. Allsherjar- verkfall hefir þar vofað yfir í marga mánuði. Og alt af eru einhverjir að gera verkföll. Nú nýlega t. d. mjög stórkostlegt verkfall meðal hafnar- verkamanna í New-York. Fer og sá siður j5ðum í vöxt, bæði þar í landi og annarsstaðar, að er ein stétt gerir verkfall, þá leggja ýmsar aðrar stéttir niður vinnu sína, í samúðarskyni, enda þótt þær sjálfar ekki beinlínis krefjist ákveðinna breytinga á sfnum högum. Er auðvaldið hvergi á jörðu hér eir.s magnað og í Vesturheimi, og þá ekki sízt í Bandaríkjunum. Þykir þeim er lítið hafa, ærið fýsi- legt að ná í auð og allsnægtir, enda hafa ýmsir af þeim, er nú hafa þar mest fjárráðin, verið bláfátækir verka- menn til að byrja með. Getur og verið að þeim hafi virst allur jöfnuður góð- ur, meðan þeir höfðu lítið umleikis. En hætt við, meðan sá hugsun- arháttur ríkir, að auðurinn einn sam- an skapi manngildi, og að hann því sé það eftirsóknarverðasta í heimi hér, að ýmsir þeir, er nú tala hæst um jöfnun þessa manngildismeðals, að þeim finnist seint sitt gildi of mikið, og er þá ekki ólfklegt, að jafnaðarbaráttan á þeim grundvelli, geti orðið nokkuð langvinn. í Frakklandi og Ítalíu eru nýaf- staðnar kosningar. Hefir flokkur sá er Ciemensau fylgir, gengið með sig- urinn af þeim hólmi, en jafnaðar- menn borið skarðan hlut. Hverjar stefnur þar verða upp teknar er ný stjórn er mynduð, er enn ókunnugt, en sjálfsagt fær sú stjórn yfrið nóg verkefni. Lítur svo út sem harðar deilur muni þar í vændum. Því þótt jafnaðarmenn yrðu undir nú við þessar nýafstöðnu kosningar, þá er sagt að flokkur þeirra sé mjög harð- snúinn, og svo hafa Frakkar oft verið skjótir til skiftanna. En á Italíu sigruðu jafnaðarmenn og virðist alt vera í uppnámi og liggja við stjórn- arbyltingu. Má af þessu, er nú hefir sagt ver- ið og ýmsu fleiru er hér hefir eigi verið á minst ráða, að þrátt fyrir það, þótt Bandamenn bæru sigur af hólmi í viðskiftum sínum við Mið- veldin, þá lítur svo út, sem þeim ætli að verða sigur sá ærið dýr- keyptur. Er og ekki ósennilegt, að ýmsir mikils ráðandi menn meðal Bandamanna, hafi ekki búist við slíkum undirtektum heima fyrir, að unnum sigri og raun hefir á orðið. Frá Rússlandi fréttist ekkert á- byggilegt, annað en það, að.sagt er að herir Bolsvíkinga hafi brotið mót- stöðuherina á bak aftur á flestum stöðuro. Hafa og flogið fyrir fregnir um það, að Bandamenn hafi i hyggju að komast að friðarsamningum við þá, en fyr hefir slíkt heyrst og ekki verið á rökum bygt og er því ekki of mikill trúnaður á það leggjandi. Hitt segir sig sjálft, að ástandið þar heima fyrir, getur ekki verið eins ilt og blöð Bandamanna láta af, því þá væri fyrir löngu alls engin mótstaða

x

Frón

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frón
https://timarit.is/publication/451

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.