Frón - 10.12.1919, Blaðsíða 3
FRÓN
367
af þjóðarinnar hendi. Vonandi líður
þó ekki á löngu, þangað til einhverjar
ábyggilegri fregnir berast þaðan, en
hingað til hefir verið.
Ritfregn.
Dr. Helgi Péturss.: Nýall. — Nokkur-
íslenzk drög til heimsfræði og líffræði.
Fyrsta hefti.
Allir íslendingar, sem komnir eru
til vits og ára, kannast við Dr. Helga
Páturss. Hann er fyrir löngu þjóð-
kunnur fyrir rit sín, t. d. Grænlands-
förina og tjölda greina er birst hafa í
blöðum og tímaritum. í öðrum lönd
um er dr. Helgi einnig mjög kunn-
ur meðal lærðra manna. Hefir hann
sem kunnugt er, ritað mikið um jarð-
fræði íslands og jarðmyndun og not-
ið nokkurs fjárstyrks úr opinberum
sjóðum annara ríkja, þeim, er ætl-
aðir eru til eflingar vísindum og
listum.
Hin síðari árin hefir, að því er
virðist, hugur Dr. Helga hneigst
meira og meira að heimspekilegum
fræðuin, og hefir hann skrifað nokkr-
ar blaðagreinar um ýms efni þar að
lútandi. Hefir það að vísu verið
nokkuð sundurlaust, eins og við er
að búast í slíkum greinum, en þó
hefir af þeim mátt ráða, að eitthvert
heildarverk um þau efni, mundi koma
lyr eða síðar frá höfundarins hálfu,
ef honum entist lít og heilsa til.
Og . að svo sé, sýnir ofangreind
bók. Efni hennar er það, að reyna
að ráða þá gátuna, er flestum hefir
reynst nokkuð flókin, en sem mörg
vísindi þó stefna að að ráða, og allir
vilja fá ráðningu á — gátuna miklu
um tilgang lífsins og samband jarð-
lífs vors við alheimstilveruna. Ymsar
kenningar, er höfundur heldur fram
í bók þessari, munu að vísu þykja
nýstárlegar, og sumuin finnast þær
ef til vill fjarstæður einar. En svo er
venjulega um allar nýjungar <5g það
þótt einfaldari séu en þær, er ofan-
greind bók fjallar um. Vér sltulum
svo ekki fjölyrða frekár hér um, en
ráðleggja öllum, er áhuga hafa á
heimspekilegum málefnum, að kaupa
bókina og lesa með athýgli, og geta
þeir þá sjálfir dæmt.
Dr. Helgi dvelur nú erlendis sér
til heilsubótar. Vonandi er, að hann
fái hcnnar bót, En eigi má sá smá-
sálarskapur síðasta Alþingis vera
óátahnn, að það ekki tímdi að
veita honum nokkur þúsund krónur
í þessu skyni, sem hann fór fram á.
Kvaðst hann hafa góðar vonir um
að fá fullan bata, ef hann hefði þau
fjárráð er með þyrfti, en smásálirnar
álitu betra, að landið ætti þessi tvö
eða þrjú þúsund krónur, heldur en
stuðla að því, að einhver hinn allra
hæfasti vísindamaður vor, öðlaðist
aftur fult starfsþol, svo hann gæti
með fullum starfskröftum starfað hér
eftir sem hingað til, lanai sfnu og
þjóð til gagns og sóma. — Bóka-
verzlun Guðm. Gamalíelssonar hefir
kostað útgáfu bókarinnar og er allur
frágangur sæmilegur.
Samkepnin á höfunum.
Óttinn við það, að skipakostur
yrði ekki nægur að stríðinu loknu,
til þess að flytja hráefni og aðrar
vörubirgðir, er safnast höfðu saman,
hefir verið ástæðulaus. Samkvæmt
skýrslu »Lloyds Register of Shipp-
ing« hefir skipastóllinn aukist þó
undarlegt megi virðast, úr 49 V2 upp
í 51 milj. bruttotonn frá í júlí 1914
þangað til í júlí 1919.
Að vísu mundi þessi vöxtur hafa
verið meiri, ef alt hefði farið á eðli-
legan hátt, eins og var fyrir stríðið,
mundi þá hafa verið 55V2 milj. tonna.
En sé gætt að því, að f júlílok 1919
voru á öilum skipasmíðastöðvum
heimsins, skip í smfðum, sem bera
8 milj. tonna, þá má gera ráð fyrir,
að ekki líði á löngu, áður flutnings-
magnið er orðið jafnmikið eins og
stríðsfargið hefði aldrei lagst á, og
sem óneitanlega er fagur vottur um
mannlegt þol og mannlega snilli.
En þennan lofsverða árangur má
fyrst og fremst þakka amerískum
dugnaði og hagsýni. Verzlunarfloti
Bandaríkjanna bar í júlí 19x4 rúmar
4 milj. tonna, en nú ca. 12 milj.
(seglskip ekki talin); með öðrum
orðum hefir þrefaldast og er á góð-
um vegi með að verða jafnvígur
brezka verzlunarflotanum, sem ber
að meðtöídum nýleuduskipunum, 18
milj. tonna; hefir sú tala minkað um
rúmar tvær milj. síðan stríðið hófst.
Veiziunarfloti Japans hefir vaxið um
3/4 milj. tonna. Verzlunarfloti Frakk-
lands stendur í stað og er nálægt 2
milj. tonna. Noregs aftur á móti
minkað um frá 1,95 niður í 1,59
milj. tonna. Sé ríkjum raðað eftir
flutningsmagni því, er þau hafa,
verður röð hinna 5 fyrstu þannig:
England, Ameríka, Japan, Frakkland,
Noregur. Fyrir stríðið var röðin
þannig: England, Þýzkaland, Amer-
íka, Noregur, Frakkland; Japan var
þá 6. í röðinni. í þessu sambandi
má geta þess, að verzlunarfloti Sví-
þjóðar og Danroörku hefir minkað,
Svlþjóðar um 98000 og Danmerkur
um 139,000 tonn.
Þessi mikli skipavöxtur Bandaríkj-
anna er f samræmi við vöxtinn á út-
flutningsiðnaðinum. Mikið hefir þar
verið að unnið til þess að koma
amerískum afurðum út um allan heim-
inn og þá einkutn til Evrópu, sem
inest hefir liðið af vöruskorti. Og þá
er eðlilegt að hinir hagsýnu ameríku-
menn sjái hag sinn í því að flytja
vörur sínar á eigin skipum.
Það er ekki í hug Ameríkumanna
að láta farmgjaldságóðann renna í
vasa útlendra skipaútgerðarmanna,
heldur láta Ameríku verða smám
saman drottnara hafsins. Nú þegar
má sjá að gufuskipalínur Bandaríkj-
anna eru eins og net, sem lagt er
yfir allan jarðhnöttinn. A öllum höf-
um á stjörnuflaggið að blakta. Einn-
ig á norðiægum leiðúm eru amerísku
verzlunarskipin tfðari og tíðari gestir.
Hlaðin vörum korna þau á heiztu
skandinavisku hafnirnar, og sá tími
er ef til vill ekki svo fjarri, að am-
erísk snmkepni verður ekki neitt
þægileg fyrir skandinavíska flutninga
hinu uiegin Atlantshafsins.
Mörg af skipum þeim er Banda-
ríkjamenn hafa bygt nú, hafa feiki
mikið burðarmagn, og þar við bæt-
ist einnig, að flest af stóru þýsku
skipunum, svo sem »Vaterland«,
»Kaiser Vilheim II.«, Ameríka og
»Kronprinzessin Cecilie«, féllu í hlut
Bandarfkjanna.
Á Kyrrahafinu og Suður-Amerfku-
höfunum er alvarleg samkepni kom-
in á milli Bandaríkjanna og Japan.
Að vísu er verzlunarfloti Japans ekki
nema ^/4 af flota Bandaríkjanna, en
reynslan hefir sýnt, að þar sem Jap-
anar leggja hönd að, þar er ekki
um neina hálfvelgju að tala, og bú
ast má við að sú samkepni verði
ekki til þess að bæta úr öðrum mál-
um, sem þeirra fer á milli.
Englendingum er vel kunnugt um
samkepnina hjá Ameríkumönnum.
Þess vegna leggja þeir Ifka mikið
kapp á að auka skipastól sinn, en
vafasamt hvort þeim tekst þar að
standa Amnríkumönnum á sporði,
því til þess er fjárhagur Englands of
þröngur og verkamálin í óreiðu. En
það sem vakir heizt fyrir mönnum f
Englandi er að bægja amerisku sam-
kepninni frá þeim svæðum, er Bret-
ar eiga sjáifir yfir að ráða, og þess
vegna eru Iíka ráðagerðir um það í
Englandi, að veita ýms hlunnindi
sín á milli, hvað þetta snertir, hin-
um margvfslegu hlutum rfkisins.
Bæði Noregur og Danmörk hafa
mist síðan 1914, einn fimta og einn
sjötta af verzlunarflota sfnum. Að
sjálfsögðu stafar af þessu mikil ó-
þægindi og tjón, þar til því verður
kipt aftur í lag. Svfþjóð stendur aft-
ur á móti talsvert betur að vígi, þar
sem sporið aftur á bak er að eins
einn tíundi frá því, sem var 1914
En þess er einnig vert að geta,
að norræn útgerðarfélög hafa sýnt
lofsverðan dugnað, bæði með því að
taka upp gamlar skipaferðir og með
því að mynda nýjar. Þannig má
nefna norska Amerfkngufuskipafélag-
ið, sem nú er að setja á fót nýja
skipaleið til Kanada í félagi við
»Canadian Pacific Railway Company«,
sem á járnbrautanet yfir Kanada
vestur að Kyrrahafsströnd. Verður
farið á mánuði hverjum til Montreal
og komið við í Kristjaniu, Stavang-
er og Bergen.
Þýðingarmikið atriði, hvað skipa-
ferðirnar snertir, er það, að Þýzka-
land getur ekki nú sem stendur tekið
þált í samkepninni. Verzlunarfloti
Þýzkalands var í júlí 1914, að segl-
skipum undanteknum, rúmlega 5 milj.
tonna; þar af mistu þeir 2 milj.
tonna f stríðinu, og svo eru öll skip
sem eru yfir 1600 tonn og helming-
ur smærri skipa, orðin alger eign
Bandamanna, að því er virðist.
Þýzkaland hefir því eingöngu yfir
fáum smáskipum að ráða, sem að
eins er hægt að nota til strandferða
eða til næstu útlendu hafna.
En hver bylting þetta er, er hverj-
um ljóst er minnist, að einkunnar-
orð Þýzkalands var fyrir stríðið:
»Framtíðarvegur vor er á hafinu*.
Þá hafði Þýzkaland ekki að eins
næst stærsta verzlunarflotann, heldur
voru útgerðarfélögin þar risavaxnari
en nokkurstaðar annarstaðar. Stærsta
enska útgerðarfélagið hafði t. d. 70
skipum færra og 70,000 tonnum
minna yfir að ráða en Hamburg-
Amerfkulínan.
Til þess að sjá veldi þýzka verzl-
unarflotans í þá daga, þurfti ekki
annað en að koma til Hamborgar.
Þar lágu jafnan endalausar raðir af
skipum í hafnkvíum og daglega fóru
út Elbuósinn nálægt 200 skip.
En af öllum þessum flota á Ham-
borg eftir 120 gufuskip, 90,000 tonn
og ónotuleg kyrð rfkir á höfninni.
Áformum Þýzkalands, að verða Eng-
landi ofjarl í verzlunarsamkepninni
er nú lokið um langt skeið. En þeg-
ar einn keppinauturinn er úr sögunni,
rís annar upp í staðinn. Og þess
gættu Englendingar ekki, þegar þeir
voru sem áfjáðastir í að bæla niður
þýzka keppinautinn, að annar mundi
ryðja sér til rúms, sem þeim gæti
staðið ekki minni ógn af, og alt út-
lit er fyrir, að sá keppinautur ætli
Ameríka að verða.
En þar sem England og Frakk-
land í slrammsýni sinni gera alt hvað
þau geta til þess að svifta Þýzka-
land mögulegleikunum tii þess að
geta skipað sjalfstætt sæti á við-
skiftasviði heimsins, þá fer Ameríka
að á annau veg. Hún er nógu hag-
sýn til þess að sjá það, að þýzkur
vinnukraftur og þýzk framtakssemi
er ómetanlegt verðmæti fyrir fjár-
hagsþroska heimsins, og til þess að
geta fært sér það verðmæti í nyt,
þarf að rétta Þýzkalandi hjálparhönd
á erfiðum tímum og þá einkutn að
veita því tækifæri til þess að koma
úthafssiglingum sínum aftur í lag.
Samvinna á þessu sviði milli Am-
eríku og Þýzkalands, álíta Auieríku-
menn að sé báðum löndum f hag,
og enginn vafi er á þvf, að JBanda-
ríkin vilja hjálpa Þjóðverjum um
peninga. Margir Amerískir stórkaup-
menn, fulltrúar iðnaðarfélaga og
kunnir bankamenn hafa mánuðum
saman kynt sér horfurnar í Þýzka-
landi.
Ameríka vill ekki vera meðsek í
þeirri eymd, sem þýzkt ríkisgjald-
þrot mundi leiða yfir heimien, og
sem nú þegar mundi vera orðinn
raunveruleiki, ef ekki nyti við hjálp-
ar frá Ameríku. En komi ekkert ó-
fyrirséð fyrir, þarf varla að óttast
þetta gjaldþrot, vegna þess að Am-
eríka veitir þýzkum stjórnmálamönn-
um góðan stuðning í viðreisnarstarf-
semi þeirra fyrir þýzku þjóðina.
Að líkindum má búast við þvf,
þegar friðurinn hefir verið staðfestur,
að Ameríkumenn láni Þjóðverjum
mikið fé; hefir verið talað um 500
milj. dollara, til þess að byrja með,
og með því móti mundi Þýzkaland
geta fengið nægilegt hráefni til þess
að hefja iðnaðarrekstur sinn aítur.
Ennfremur má búast við, að Banda-
ríkin reyni að koma reglulegum
skipaferðum aftur á, einkum til Ham-
borgar og Bremcn, og nú þegar er
farið að færast fjör f þær ferðir. En
komist þannig laguð verzlunarsam-
band á milli Ameríku og Þýzkaiands,
má telja sjálfsagt, að Amerfkumenn
hyggi þar á forystuna, og sem hinir
verða einnig að sætta sig við, þar
sem fjárhagsmunurinn er svo mikill.