Menntskælingur - 01.10.1948, Síða 2

Menntskælingur - 01.10.1948, Síða 2
2 MENNTSKÆLINGUK Œjartsýni - Það er sól yjir sundum og vogum, og sumar í huga ég finn. A gleðinnar leiftrandi logum hrennur leiðindahugurinn minn. Eg er frjáls eins og fuglinn í geimi, og ég ferðast um óskanna lönd. Lífið er líkt sem mig dreymi og ég leysi’ alla fjötra og bönd. Allt ég lít nú án sora og sorga, og í sveitunum erfiðið dvín. Ui skuggunum skrautlegra borga berast skynsemisrœður lil mín. Því það er sem veröldin vaki í vissu um batnandi tíð. Um að ánauð og böl sé að baki, um blessun og frelsi hjá lýð. Sæm. Helgason. Stofnun hindindisfelatfs M. A í allflestum æðri skólum lands- ins eru starfandi vínbindindisfélög. Félög þessi hafa með sér lands- samband, er nefnist Samband bind- indisfélaga í skólum. Hefir sam- band þetta valið sér einn dag ár- lega, 1. febrúar, sem útbreiðslu- og baráttu-dag, og hefir sá dagur að undanförnu verið notaður til bind- indisfræðslu í skólum landsins. Hér í M.A. hefir slíkt bindindis- félag verið starfandi og verið í Sambandi bindindisfélaga í skól- um. Nú um allmörg ár hefir félag þetta legið í dái, og hefir enginn sýnt áhuga á að endurreisa það. Ilins vegar hefir vínnautn nemenda farið sívaxandi hin síðari ár og þörfin fyrir slíkan félagsskap því sízt farið minnkandi. Stofnun bindindisfélags í skólan- um gæti, ef áhugi væri fyrir hendi, bæði í senn aukið félagslíf nem- enda og verið sterkt vopn í barátt- unni gegn áfenginu. Það er fyrst og fremst skylda 6. bekkinga að hrinda máli þessu í framkvæmd. AÐALFUNDUR Í.M.A. var haldinn 6. okt. s.l. í stjórn fyrir þennan vetur voru kosin: Bragi Friðriksson, formað- ur, Árnína Guðlaugsdóttir, Axel Kvaran (öll endurkosin), Vilhjálmur Skúlason og Gunnar Þorbergsson. Formaður bauð stjórnarmeðlimi velkomna til starfsins og rakti helztu viðfangsefni fé- lagsins á komandi skólaári. Félagið mun að sjálfsögðu gera sitt bezta til þess, að íþrótta- líf skólans verði mikið og ánægjulegt. Félag- ið mun gangast fyrir keppni í hinum ýmsu íþróttagre'num, svo sem verið hefir. Iþróttaæfingar eru þegar hafnar innanhúss og dómaranámskeið í knattspyrnu stendur fyrir dyrum. Félagið hefir í hyggju að gangast fyrir lag- færingu á íþróttavelli skólans, en hann er nú í mjög slæmu ásigkomulagi. Svo getur farið, að knattspyrnumól skólans dragist nokkuð vegna þess. Blakmótið mun hefjast í nóvem- ber, en handknattleiksmótið í byrjun febrúar. í vetur munu verða æfingar í frjálsum íþróttum í samráði við Þór og K.A. Ollum fé- lögum Í.M.A. er he'mil þátttaka. Af öllu starfi Í.M.A. má sjá, að félagið er vinsælt hjá nemendum og fyllsta ástæða að vona, að félagsstarfið gangi að óskum í vetur.

x

Menntskælingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntskælingur
https://timarit.is/publication/453

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.