Menntskælingur - 01.10.1948, Page 12

Menntskælingur - 01.10.1948, Page 12
12 MENNTSKÆLINGUR ég allt í einu eftir því, að ég hefi ei;ga tösku. Eg hljóp upp stigann aftur og fann töskuna. En hún var tóm. Helzt þyrfti ég að hafa einhverj- ar bækur með méi, ekki satt? Hafandi tautað nokkur blótsyrði, \ alin af handahófi, hóf ég leit í bókastaflanum á borðinu. Eg.málti svo sem vita það! Nú hefir kvenfólkið einu sinni enn verið á ferðinni „að laga til!“ Þær bækur, sem voru efstar í stafl- anum í gær, eru nú neðstar. Eg sný rlaflanum við og finn þær, sem ég þarf að nota. En það væri ekki aiveg sannleikanum samkvæmt, ef ég segði, að það hefði gengið háv- aðalaust. Loksins var ég reiðubúinn. Einu sinni enn leit ég á klukkuna. Eg er að sjálfsögðu orðinn alltof seinn, en það var gaman að vita hversu iniklu það næmi. Nú ríður þó á að flýta sér! Fyrri lduta leiðarinnar hljóp ég, en það hafði aftur í för með sér, að ég \arð að hvílast hjá andapollinum. Fkki hafði ég langa viðstöðu þar, því að svanirnir gerðu virðingar- verða, velheppnaða tilraun til þess að sannfærá mig um það, að himna- faðirinn hefir gefið þeim allra kykvenda ljótasta rödd. Yfir menntasetrinu hvíldi ægi- leg ró, sem mér fannst myndi boða allt hið versta. Eins og flóttamaður, sem snýr MISLITT FÉ IV. Árni Einarsson IV. bekk. M. aftur heim .í fangelsið, laumaðist ég inn í íorstofuna, fór úr frakkan- -um .og hengdi hann upp. Síðan tiplaði ég inn göngin, eins hljóðlega og mér var framast unnt, læddist niður stigann og eftir sára- fá andartök gægðist ég inn um rifu, sem er á hurðinni á stofunni okkar. Inni kyrrt er allt og hljótt, ekki kvik — Eg opnaði hurðina, og afsökun- arbeiðnin á seinlæti mínu var alveg að skreppa út úr mér, er hark í stólum og borðum vakti mig til lífs- ins aftur. Frammi fyrir mér stóð allur bekkurinn! Kennarinn var nefnilega ókom- inn! Glanni.

x

Menntskælingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntskælingur
https://timarit.is/publication/453

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.