Menntskælingur - 01.10.1948, Page 14

Menntskælingur - 01.10.1948, Page 14
14 MENNTSKÆLINGUR ins til þess að hleypa þeim út. Heili minn var næstum því hættur að starfa, svo að mér láðist að leysa halaböndin. Kýrnar fögnuðu frels- inu og hlupu fram á stéttina, en scóðu allar fastar í dyrunum. Vár nú svo þéttskipað við útgönguna, að ég komst sjálfur engan veginn út. Greip mig þá ógurleg hræðsla, svo að ég tók að öskra með kún- iim. Til allrar hamingju kom pahbi þarna að, og var okkur þar með borgið. Eg gekk fram á hlaðið, staðráðinn í því að hætta öllum b'örgunartilraunuin. Frammi á hlaðinu hafði fólkið safnazt sam- an. Bína gamla hafði vafið sig sjali og klæðzt stígvclum af Birni bónda sínum, sem reyndar voru Læði ætluð á hægra fótinn. Hún mælti ekki orð, en tár blikuðu í augum hennar. Björn gamli var í dökka jakkanum og vaðmálsnær- Luxunum einum fata. Hann studd- ist fram á hækjuna, liorfði inn í glóðina og sagði, að all'af hlytist það sama af óvarkárninni. Tnn vinnumaður aekk meíi skyrtuermarnar brettar upp fyrir olnboga. Þótti honuni bersýnilega eigi alllítið til afreka sinna koma. Kýrnar höfðu einnig þyrpzt saman og störðu glottandi á þetta allt. Morguninn rann upp, grár og kaldur. Það var ömurlegt um að litast. Þar sem gamli hærinn hafði stað- ið, var nú aðeins öskubingur. Hug- ur minn var gagntekinn söknuði. Eg minntist stundanria, þegar stór- liríðarnar geystust áfram, hversu gott var þá að dveljast innan veggja lians. Einnig mundi ég stundirnar, ei ég hafði verið að leikum í bæjar- simdinu, þá er veður var gott. Stór- hríðar og stonnar höfðu ekki megn- að að fella hann. Meira en hálfa öld hafði hann stnðið stoltur hér á hólnum og boð- ið öllu byrginn. En í nótt hafði hann ekki uggað að sér, þegar eld- urinn læddist að honum í myrkr- inu og með sinni alkunnu flærð bar að lokum sigur úr býtum. STJ ÓRNARKOSNINGAR í MÁLFUNDAFÉL. „HUGINN“. fóru fram dagana 5. og 9. okt. s.l. Formatíur var kjörinn Gunnar Schram með 118 atkv. Halidór Þ. Jónsson hlaut 116. í stjórn voru kjörnir: Þórarinn Björnsson, skólameistari, Þorvaldur Arason, Ólafur Haukur Árnason og Gústaf Kuhn. í blaðstjórn MUNINS voru Njörnir: Hjörtur Eidjárn, kennari, Ólafi'r Haukur Árnason og Haukur Ragnarsson. SKÁKFÉLAG M.A. Nýlega var stofnað Skákfélag M.A. Ber að fagna stofnun þess, og eiga þeir nem- endur þakk'r skildar, er þar höfðu forgöngu. Formaður félagsins var kjörinn Gunnar Þorbergsson, og meðstjórnendur Þorsteinn Jónsson og V.lhjálmur Þórhallsson. Viljum vér beina þeim tilmæium til þessar- ar nýkjörnu stjórnar, að hún athugi mögu- leika á að komið verði á skákmóti innan skólans, þar sem keppt verði um titilinn „Skákmeistari M.A. 1948“.

x

Menntskælingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntskælingur
https://timarit.is/publication/453

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.