Jólasveinar - 24.12.1914, Page 25

Jólasveinar - 24.12.1914, Page 25
25 Blóð, grimd og formælingar manndýrsins. þá sveigði hann norður undir heimskautið og lenti í dálitlu þorpi fyrir neðan Mosfells- sveit. Sál hans stóð í sambandi við alheimssál- ina. Hann vissi um hvert frumefni í Blá- stjörnunni og sicynjaði hreyfingar atomanna í ljósvakanum, án þess að þurfa að beita flóknum rannsóknum og útreiknuðum ágisk- unum. Hann einn vissi alt milli himins og jarðar. það er að segja: Guð veit alt, en hinn veit alt betur. Frumefnin skildu hann, en þessar sam- settu verur, sem lifðu á hnöttunum skildu hann ekki. Marsbúar héldu, að hann væri skáld, en þá var hann kaupmaður, sem verslaði með náttúrufyrirbrigði. Frostkúlurnar með radíumaugun á Nept- únusi héldu, að hann væri heimspekingur, en þá var hann pólitíkus, sem vildi koma á stjórnarbyltingu og ófriði milli frumefna alheimsins til þess að hreinsa úr þeim sor- ann og fá þau til að renna saman í eitt. Hann andaði frá sér nokkrum hreimmikl- um, hljóðþungum ódáinsorðum út yfir þorp- ið og landið í kring. Hljóðið bar keim af

x

Jólasveinar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólasveinar
https://timarit.is/publication/457

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.