Jólasveinar - 24.12.1914, Síða 26

Jólasveinar - 24.12.1914, Síða 26
26 þungabrimi eða þyti halastjörnu, þegar hún flýgur um geiminn. „Samúð, bræðralag — flytjið þér saman—- á einn blett — Paradís. — Flytjið í Flóann og slái þið stör!“ Mennirnir skulfu, því hljóðið var vættar- þungt, en þeir voru altaf að rífast um járn- brautarlagningu og peningaleysi. — þeir skildu ekki meistarann, og gegndu honum engu orði. þá sendi hann þeim pólitískt reiðarslag, til þess að safna þeim saman undir sitt merki gegn Dönum. En þrumufleygurinn samansafnar ekki, hann sundurdreifir. þeir tvístruðust æ því meir, og hinir skriftlærðu pólitíkusar settust í sekk og jusu ösku yfir höfuð sér, ef vera mætti, að þeir fengi skilið meistarann. En þeir skildu hann ekki samt sem áður. Meistarinn hrygðist, en hrygð hans var eins og glampi af spjótsblaði, hvarf um leið og hún kom. Sólkerfin hnigu og stigu, eftir órjúfandi lögmáli og halastjarna var á flækingi upp undan Skaganum. „Ekki þroskaðri en þetta enn þá!“ sagði Katfas Tobías og tók sér fari tneð henni beint út úr sólkerfi voru.

x

Jólasveinar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólasveinar
https://timarit.is/publication/457

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.