Framtíðin - 01.03.1908, Qupperneq 6

Framtíðin - 01.03.1908, Qupperneq 6
2. FRAMTÍÐl N. því þegar einhver ber sig skringi- lega, án þess að vita af því sjálfur, þá sér bann í brosinu sjálfan sig eins og í spegli. Brosið getur veriö ágætur spegill. Má vera, að Framtíðin líti ekki að eins í þann spegil sjáif, heldur brúki hann Hka svona með hægð öðrum til gagns; því þ3 hún sé feimin, þá er ekki laust við, að hún sé ofurlítið íbyggin, kinki kolli og segi: „Gefið mér tækifæri i Ef til vill læri jeg þá betur að hneigja mig.‘ ‘ Og enn fremur mælir Framtíðin: „Og svo verður að muna, að jeg er eins og ungi, sem í fyrsta sinni flögrar úr hreiðri sínu. Ekki full- fiðraður. Og flugfjaðrirnar svo veikar, óþroskaðar, og án þess þols og þreks, sem áreynsla og æfing veitir. „Ef vel viðrar, og ekki koma frost og ef enginn lemur mig grjóti, þá á jeg von á að fiðrast og verða fleygur. Ekki að jeg fljúgi hátt. ónei! Fljúgi bara í fangið á börnum og unglingum. Setjist á lófa þeirra, og lofi þeim að láta vel að mér, og finna til þess, að mér þykir gaman að vera hjá þeim, og gaman að geta glatt þau. Og kann- ske jeg fljúgi upp á einhverja greinina—ekki hátt upp á háu trén, —nei! heldur á lága grein rétt fyrir ofan höfuðið á þeim, svo þau geti náð til mín, og syngi þeim eitthvert lítið lag, og komi þeim til þess að líta upp í Ijósið og syngja með. Gaman væri að geta það!“ Segir betur til sfn. Blaðið segir, að nafnið sitt, Framtiðin, eigi vel við. Það eigi að vera blað fyrir börn og unglinga, og að framtíðin sé þeirra, en ekki hinna gömlu. Fortíðin og nútíðin sé þeirra. Þá tíð eigi þeir að brúka svo, að framtíðin verði blessunar- arfur til handa börnum og ungling- um. Það só skuld þeirra og allra hinna fullorðnu við börnin og ung- lingana. Skuld þá verði þeir að greiða, Á sínum tím-i verði þeir að gera reiknings-skil á því, hvern- ig þeir hafi lokið þeirri skuld. Nafnið minnir svo líka á hlutverk blaðsins. Dýrðlegt hlutverk. Það að leggja skerf til þess, að framtíð hinna ungu verði góð og björt — ekki að eins björt í draumum þeirra, lieldur í raun og’ veru. Gott er að eiga bjarta drauma. Það eru bjartar vonir og hugsjón- ir, sem lýsir af. En vonirnar mega ekki verða að tál-vonum. Og hug- sjónirnar mega ekki sökkva í myrk- ur; því þá sekkur maðurinn sjálfur í myrkur. Framtíðin verður vond, og maðurinn hinn ógæfusamasti allra skepna. Nú er framtíðin undir því komin, hvernig æskulýðurinn þroskast. Hún dettur ekki björt og fögur of- an í fangið á neinurn. Blíð og bros- andi kemur liún ekki til neins manns fyrir tilviljun. Björt og góð framtíð er laun. Eða hún er ávöxt- ur. Hiín er laun þess, sem hefur unnið fyrir laununum. Hún er á- vöxtur af því, sem sáð liefur verið til; en engin slympi-lukka.

x

Framtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framtíðin
https://timarit.is/publication/460

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.