Framtíðin - 01.03.1908, Page 7

Framtíðin - 01.03.1908, Page 7
F R A M T 1 Ð 1 N. 3. Nú er ekkert lífs-afl til, sem tryggir góða framtíð, nema sannur og lifandi kristindómui. Framtíð æskulýðsins verður þá því að eins borgið, að liann sé vel kristinn. Sá, sem varðveitir lífið heilbrigt og ver það fyrir skemdum, er hann, sem kallaði sig lífið, drottinn J e s ú s Kristur. Við hann þarf æskulýður- inn að halda sér. Og að fylgja hon- um. Og láta sér þykja heiður að því, að þjóna honum. Þá sér hann um framtíðina. Hann ábyrgist hana —að hún verði björt og góð, að von- irnar verði ekki tál og hugsjónirn- ar verði ekki að reyk. Blaðið vill ])á lilúa að Tcristindóm- inum í hjörtum æskulýðsins. Og af því kristindóminum er ekkert mann legt óviðkomandi, sem göfgað getur mannssálirnar og styrkt manninn andlega og' líkamlega, þá vill það eftir föngum flytja alt bað, sem orðið getur æskulýðnum að liði og til góðs, og hjálpar honum til þess að þroskast og verða andlega og sid'ferðislega og líkamlega að hei'- brigðum konum og mönnuin. Blaðið vill þá líka, að æskulýð- urinn lialdi áfram að vera íslenzk- ur æskulýður, og telji sér það sóma að vera af íslenzku bergi brotinn. Það vill ]iá stuðla til þess, að bann læri að þekkja sína þjóð og „eld- gömlu ísafold“ sem bezt — þá þjóð og það land, sem við eigum að vera tengd við óslítandi böndum. Mynd- ir langar það til að flytja bæði af landinu sjálfu og.af bestu og helstu sonum landsins, auk annara mynda, sem gróði og gaman getur orðið að. Þjóðerni og þjóðrækni verða stórmál blaðsins — þættir í kristin- dóms-prógrammi þess. TJnglinga félags-míútÓ verður þá líka einn stórþáttur þess. Sérstak- lega bandalags-félagsskapurinn hjá okkur. Blaðið á að verða og vill verða málgagn þess félagsskapar. Það langar til að styðja hann, og verða milli-liður á milli félaganna. Fara á milli með orðsendingar. Félögin eiga ekki að ].ukra út af fvrir sig. TTugsa bara um sig hvert í sínu lagi. Það er ekki vegur til þess að þroskast fallega. A.nda einræningsháttar og einangurs þarf að útrýma. En leiða samvinnu- anda að öndvegi. Félögin geta hjálpað hvert öðru. Enda hjálpa þau sér sjálf mest með þ\í að gera það. Keinur meö ásUorun. Á einu ríður nú. Það ríður á því, að blaðið verði æskulýðnum vestan hafs til sóma, bæði að ytra frágangi og að efni. Og á því ríður, að það komist ekki að eins á stað. Það þarf líka að komast áfram fciða sinna. Ekki má það dragast unp, lieldur á það að dafna, safna kröftum og verða sællegt og sjálegt. En á því ríður þá, að unga fólkið alt taki höndum saman og hjálpi blaðinu á- fram. Ekki síst bandalögin. Blaðið stendur ekki á eigm merg. Það byggir á hjálp frá góðum drengjum og stúlkum. Og það bygg- ir á stuðning frá öllum beim, sem æskulýðnum unna og ant er um framtíð íslendinga í þessu landi. Ef blaðið verður til sóma, þá yerður það þeim að þakka, sem

x

Framtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Framtíðin
https://timarit.is/publication/460

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.