Frjettablað ungmenna - 01.01.1909, Síða 2

Frjettablað ungmenna - 01.01.1909, Síða 2
2 FRJETTABLAÐ UNGMENNA rækta blettinn og girða með grjót- garði, en svo er ætlast til, að gróð- ursctt verði trje með allri brautinni. Nú þegar hefur verið unnið að skíðabrautinni fyrir upphæð er nem- ur um 1000 krónum. Sundflokk sjerstökum hefur fjelagið komið á stofn, og eru í honum 34 fjelagsmenn, voru þeir flestir ósyndir er byrjað var, en nú vel syndir, nutu þeir nokkurs styrks úr fjelagssjóði. Málfundaflokkur hefur einnig verið innan tjelagsins og rætt Qölda mörg málefni. Skákflokkur íjelagsins hefur haft laflæfingar í hverri viku, og hefur nú látið gjöra silfurskjöld handa bezta taflmanninum. Mun bráðlega verða keppt um hann. Leikfimisflokkur fjelagsins var stofn- aður i október síðastl., eru í honum 30 fjelagar og hafa æft sig 26 sinn- um i »sænskri leikfimi«; þátttakend- ur flokksins hafa ennfremur iðkað islenskar glímur. Söngflokk hefur fjelagið stofnað á- samt U. M. F. Iðunni og eru í honum 20 fjelagar, hefur sá flokkur æfingu eitt kvöld í viku hverri, 2 stundir í senn. Upptestrarflokkur er einnig til inn- an fjelags. Æfir hann sig á fögrum upplestri með aðstoð Einars Hjörleifs- sonai’. Blað innan fjelagsins hefur flutt mai-gar greinar ýmislegs efnis. Af því sem hjer er drepið á urn starfsemi fjelags þessa síðastliðið ár, má sjá að það er mjög framtakssamt og hlýtur að stafa af því mikil heill. Fjelagið hefur stutt alla sína»flokka« með fjárframlagi (helzt ókeypis hús- næði, Ijósi og hita) og á það þó nokk- urn sjóð. Söfnunarsjóð hefur það stofnað inn- anfjelags. Fundi heldur það í Báru- búð og hefur þar einnig fasta skrif- stofu. Nú hefur það ráðist i að koma upp sundskýli við Skerjafjörð og leggja braut þangað. Fjelagsmenn eru nú 114. Forseti: Guðbrandur Magnús- son prentari. Bólrafregn. Landafræði handa börnum og unglingum eptir Karl Finnbogason. Útgef. Guðm. Gamalíelsson [134 bls. Kostar í bandi 3,00]. Bókin er með ljölda mörgum myndum og góðu íslandskorti og í alla staði liin vandaðasta. Eflaust mjög kærkominn gestur. Æfintýri og sögur eptir II. C. Andersen. Stgr. Thorsteinsson pýddi. 2. bindi. Útg. G. Gamalielsson [324 bls. Kostar óbundin kr. 3,00]. Sögurnar eru 25 og í þeim 38 mynd- ir. Fyrra bindið kom út fyrir nokkruog mun vera kunnugt víða og petta er því áþekkt. Ættargrafreiturinn. Sigurjón Jónsson út- lagði úr norsku. Útg. Hlutafjelagið »Vísir« [160 bls. Kostar kr. 1,00 óbundin]. Retta er sága sem segir fra 13 ára gömlum dreng. Hann hafði gert mikið glappa- skot, er hann ætlaði að vinna gott vei’k. Rað er þungbært fyrir drenginn, en allt fer þó vel á endanum. — Góð barnasaga. Bóndinn á Hrauni. Leikrit i 4 þáttum ept- ir Jóhann Siguri'ónsson. Útg. Sig. Krist- jánsson [115 bls. Kostar í kápu kr. 1,35]. I.eikuxinn er upphaílega sarninn á dönsku, en gerist þó hjer á landi. Segir frá hvern- ig góð stúlka breytir i ástamálum. Er leikinn í vetur í Reykjavík, Kaupmanna- höfn og Krislianíu. Kappglíma. var háð í Reykjavík 9. þ. m. að til- hlutun U. M. F. R. og tóku 12 fje- lagsmenn þátt í henni. Fyrstu verð- laun (lieiðui'spening úr gulli) hlaul Guðmundur Stefánsson múrari í R.vík, önnur verðl. (heiðursp. úr silfri) hlaut

x

Frjettablað ungmenna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjettablað ungmenna
https://timarit.is/publication/461

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.