Einingin - 01.06.1902, Side 2

Einingin - 01.06.1902, Side 2
2 Einingin. i. blað. þess er vænst, að bindindisfélögin styðji blaðið með því að útbreiða það eftir föngum. Verkið, sem vér bindindismennirnir erum að vinna, er mjög þýðingarmikið og háleitt verk, óefað eitt hið þýðingarmesta, sem unnið hefir verið á þessu landi, síðan kristni var lögtekin, og vér hljótum að finna til þess, hve mjög það er áríðandi fyrir oss, að vinna að því með hyggindum, óþreytandi áhuga og, umfram alt, samtökum og sameiginlegum bróðurhug hver til annars. Það er enn þá mikið ógert, og óvíst að nokkurum af oss, sem nú lifum, auðnist að standa á orustuvellinum, þegar sigurinn vinst að fullu; en vér getum átt eins mikinn þátt í honum fyrir því, ef vér vinnum það, sem þarf að vinna og hægt er að vinna, meðan vorir dagar endast, — vinnum saman eins og bræður, og tileinkum oss sig- urinn eins og bræður. Til þess að »Einingin« geti stutt að þessu, þarf hún að njóta aðstoðar góðra manna. Sérstaklega vil ég biðja öll bindindisfélög eða formenn þeirra, að senda henni hið allra fyrsta stutt yfirlit yfir ástandið, hvern í sínu félagi, félagatölu, eignir, hve há séu inntökugjöld og ársgjöld, hve oft séu haldnir fundir, hvenær félagið var stofnað, hver er formaður þess og varaformaður, hvernig framtíðarhorfur þess séu o. s. frv. Eg vonast fastlega eftir því, að í flokki bindindismanna hér norðanlands rísi upp eftirmaður síra Magnúss sál. Jónssonar frá Laufási, sem beri merkið jafn-hátt og hann, svo að hjá oss öllutn vakni lifandi löngun til að vinna gagn voru göfuga, góða málefni. Með kærri kveðju til allra, sem unna oss þeirrar gæfu, er ég yðar einl. Bjarni Lyngholt. 5. ársþing Umdæmisstúkunnar nr. 3 var sett á Akureyri föstud. 23. maí 1902, kl. 63lt síðdegis, af U. Æ. T. Eftir að rannsökuð höfðu verið kjörbréf fulltrúa þeirra, er þegar voru mættir, veitt Umdæmisstúkustigið, og skipað í nefndir til bráðabirgða, var fundinum frestað til kl. 10V2 árdegis næsta dag, og þá aftur tekið til starfa á Umdæmisst. stiginu. Það helzta, sem gerðist, var þetta:

x

Einingin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Einingin
https://timarit.is/publication/462

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.