Einingin - 01.06.1902, Blaðsíða 3

Einingin - 01.06.1902, Blaðsíða 3
i. blað. Einingin. 3 1. Skrásettir 4 meðlimir. 2. U. R. og U. S. sektaðir fyrir fjarveru. 3. Upplesin skýrsla U. Æ. T. og framlögð fylgiskjöl við hana. 4. Samþ. reikningur U. Regluboða síra Árna Björnssonar, að upphæð kr. 6.80. 5. Upplesinn reikn. U. G. og afhentur fjármálanefndinni. 6. Lesið upp ávarp frá F. U. Æ. T. 7. Lögð fram tillaga Frkv.n. um breyting á skattgreiðslu í umdæminu, og henni vísað til aukalaganefndar. Að svo komnu var fundi frestað til kl. 4V2 og þá tekið fyrir: 8. Undirbúningur hins sameiginlega bindindisfundar 25. maí. Kosin nefnd til að íhuga það mál og semja frumvarp til dagskrár. 9. Upplesið nýtt form fyrir skýrslum til umdæmisstúkunnar, og samþykt að stúkur í umdæmunum skuli útfylla það framvegis. 10. Umdæmisstúkuþingið skorar á Framkv.n. Stórstúkunnar, að halda næsta Stórstúkuþing á Akureyri. Samþ. í e. hl. 11. Rætt um stofnun blaðs fyrir umdæmið — úrslitum frestað þar til álit bindindisfulltrúanna væri fengið. 12. Framkvæmdarnefndinni falið að annast um útbreiðslu í umdæminu, og tekið fram að útbreiðsla innan Reglunnar skyldi sitja í fyrirrúmi, heim- sókn stúkna o. fl. þ. h. 13. Framkvæmdarnefndinni falið að skora á Alþingi að samþykkja lög, er banni alla vínsölu á skipum, er ganga eftir fastri áætlun hér við land, og eru styrkt til þeirra ferða af landsjóði eða öðrum opinberum sjóðum hér á landi. 14. Rætt um minningarsjóð síra Magnúss Jónssonar, og samþ. að leita samskota til hans á hinum sameiginlega bindindisfundi þ. 25. maí. 15. Rætt um gistihús, og ráð til að halda þeim uppi, án áfengissölu. Engin ákvörðun tekin. Þá var fundi frestað til kl. 9 árdegis, næsta dag, og þá aftur tekið til starfa. 16. Samþykt dagskrá fyrir hinn sameiginlega bindindisfund. 17. Aukalaganefndin lagði fram tillögur til breytingar og viðauka á aukalögum Umdæmisstúkunnar er allar voru samþyktar*. Að því loknu var fundi frestað til kl. 5 síðdegis, með því tími var kominn til að setja sameiginlega fulltrúafundinn. Að honum afloknum var aftur settur fundur kl. 5 síðd. 18. Fjármálanefndin lagði fram endurskoðaða reikninga U. R. og U. G. Við reikning U. G. ekkert athugavert. Við reikning U. R. voru þessar úr- skurðartillögur bornar upp og samþyktar: * Aukalögin veröa send í allar stúkur í Umdæminu, þegar þau lmfa hiotið staðfesting St. T.

x

Einingin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einingin
https://timarit.is/publication/462

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.