Muninn

Árgangur

Muninn - 01.11.1982, Blaðsíða 12

Muninn - 01.11.1982, Blaðsíða 12
Af lAmsWUHDI. Einhverjir og ef til vill flestir vita fyrir hvað skammstöfunin L.M.F. stendur. Hinum má segja að nafnið er Landsamband Mennta- og Fjölbrautarskólanema. Þetta eru hagsmunasamtök nemenda á þessu stigi náms og vettvangur sam- einaðrar baráttu þeirra gegn menntamálayfirvöld- um þegar þörf krefur. Þessi samtök eru fram- hald af LÍM, Landsambandi íslenskra Menntaskóla- nema en í þau samtök gékk Huginn árið 1977, þá í annað sinn. LÍM sinnti að vísu nokkuð meira menningartengslum og var enn þyngra í vöfum en LMF. Nýlega fóru þrír fulltrúar héða á lands- þing LMF: Lilja gjaldkeri, Begga, hérlendur fulltrúi LMF og ég. Svo sem kannski einhverjir vita hefur starfsemi sambandsins ekki verið björguleg upp á siðkastið. Helst má kenna því um að menn sem áttu sæti í framkvæmdastjórn samtakana reyndust annaðhvort latir eða liðhlaupar, þó ekki allir. Einnig má kenna um hve lítið aðildarfélögin hafa gert til kynningar á LMF innan skólanna og aukinnar umræðu um samtökin og stefnu þeirra. Satt að segja er óvíst hvað verður úr LMF. Að mínu mati ræðst það í vetur, Ef áfram verður haldið að hjakka í sama farinu er sambandið dautt. En á annan veg kann að fara ef ris þeirra hækkar og þau sanna tilverurétt sinn fyrir hinum almenna félagsmanni. LMF er talið vera málsvari skólafólks gagnvart menntamálayfirvöldum. Vissulega er mikið öryggi því samfara að slík samtök séu til ef á þarf að halda. En það er ekki nógu gott þegar gömul baráttumál eru því sem næst lögð til hliðar án þess að nokkuð hafi í raun áunnist. Og þótt sum málin snerti ekki nema hluta félagsmanna hljóta og verða svona samtök

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.