Fríkirkjan - 01.04.1899, Blaðsíða 6

Fríkirkjan - 01.04.1899, Blaðsíða 6
54 neyðinni, kasta sór í faðm þess brúðgumans, er hét henni að sjá fyrir henni og bera hana á örmum sér gegnum mæðu- storma iífsins, sem og ósk brúðgumans er? Eigi eru ailir brúðgumar tryggir eða færír um að varðveita brúði sína í öll- um hretviðrum mannlífs þessa. En til er þó sá brúðgumi, er eigi brigðar heil sitt; til er sá brúðgumi, er eigi skortir mátt til að bera brúði sína á örmum sér, og eigi að eins gegnum alla mótgangsstorma mannlífs þessa, heldur og gegnum hið dimma hlið dauðans upp til betra heims, þar sem ekki er „harmur né vein né mæða“. Það er brúðguminn Jesús Kristur! Kirkjan er betur sett i „eyðimörku" en í „aldingörðum" heimsins. Hún er betur farin með „tómar hendur", enn með „fullar höndur fjár“. Þetta mun þykja djúpt i ár tekið, en það er mælt af trú og hjartans sannfæringu af manni, sem lielzt vildi geta lirópað það upp fyrir öllum h'eiminum. Jesús sagði við hinn auðuga mann: „Far þú og sel allar eigurþín- ar, og gef þær fátækum, og munt þú fjársjóð hafa áhimni; kom síðan, fylg mér og tak á þig krossinn.“ (Mark. 10, 21). Með þessum sömu orðum ávarpar hann brúði sína. Hann krefst þess af henni, að hún taki á sig krossinn, þ. e. gangi með hugrekki út í dauðans liœitu, ef þörf krefur. Hann getur ei látið sér nægja liálfa ást, liáilft traust. Hann krefur full- komna ást, fullkomið traust, mælt á hans gull-legu náðar- metaskálum! Kristna kirkja, brúður Jesú Krists, leggðu eyrun við að- löðunarröddu brúðguma þíns. Leggðu hjartað við henni; hún kemur eigi í stormrödd, hún kemur til þín í hinum biíða and- vara hans náðarköllunar. Og hjarta þitt mun heyra hann tala til þin þessum sömu náðarorðum, er hann fyr á tímum talaði til sinnar útvöldu þjóðar: ,.Eg vil festa þig mér til eiginorðs; eg vil festa þíg mér i réttlæti og réttvísi, i likn og miskunnsemi, eg vil festa þig mér til trúfesti, og ])Ú skalt Jielilija drott- in.“ (Hós. 2, 21. og 22.). Iíver' er það, er eigi vilji læra að þekkja drottin? Hér býðst tækifærið: Pað er að segja skilið við holdið og ganga eftir andanum; ganga á rödd brúð- gumans og hlýða á hans fortölur. Leggjum oss því undir guðs voldugu hönd, svo að hann

x

Fríkirkjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.