Fríkirkjan - 01.06.1900, Blaðsíða 9

Fríkirkjan - 01.06.1900, Blaðsíða 9
89 A himnuin uppi engla her um eilífð drottinn lofar. Þar fögnuður og friður er guðs festing hárri ofar. Til himins upp vor hjörtu þrá Frá heimsins synd og þrautum; um friðinn stjörnur friðar spá á fögrum Ijóssins brautum. Því af oss létt.um allri synd og áfram glaðir leitum; oss svalar Jesú líknarlind. á lífsins dögum heitum. Og þótt vér liggjum lágt í mold er lífsins dvínar kraftur, á degi efsta dauðlegt hold vor drottinn vekur aftur. Til himins upp þá hefjumst vér Um háar ljóssins brautir; þar synd og dauði enginn er og engin sorg né þrautir. Par raunum vér um eilíf ár með andans gleði skærri þig lofa drottinn dýrðarhár, þinn dagur oss er nærri.

x

Fríkirkjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.