Fríkirkjan - 01.06.1900, Blaðsíða 6

Fríkirkjan - 01.06.1900, Blaðsíða 6
86 o Hin veraldlegu fræði, sem þar voru kennd, voru hirmr „sjö frjálsu listir", sem svo voiu kallaðar. Þeim var skiptlí tvo flokka: þrívísindi eða málfræði, heimsspeki og málsnilldai:- list og fervísindi eða sönglist og tölvísi (talnafræði), mælingar- fræði og stjörnufraéði. Það var aðal tilgangur hvorratveggja skólanna, áð búa menn undir klerklega stöðu. En hitt var heldnr ekki svo' fár títt, að menn fengju þar undirbúning undir hveija sem. helzt veraldiega stöðu, og svo var það í fornöld hér álandi. Brunnur allra veraldlegra fi-æða var spekingurinn mikii Aristóteíes hinn gríski. Pað var heimsspeki háns, máisnilldarfræði Baris og skáldskaparfræði og eðlisfræði, sem allir þá námu, eða byggðu á bækur sínar og fyrirlestra um þau efni. Og það var hið vísindalega afreksverk miðaidaspekinganna, að reyna að samrýma kenningar kirkjunnar við kenningar heiðinna spekinga (skóia- spekin), en þar var Arisót.eles eins og sól meðal stjarna. Bn ekki lásu menn þá- frumritin, heldur lélegar þýðihgar'á latínu og arabísku, og allar þessar sameiningartilraunir voru fánýtt verk og fordiid ein, urðu seinast tómar hártoganir og málkrókar á milli lærðu mannanna. , •>.; Frægustu klausturskólarnir voru í st. Gallen, þar sem munkar fundu þá list að mála. letur, Reiehenau í Rínarhólun- um, sem Walafrid stofnaði (f 849), sem var auðugast allra kiaustra á sínum tíma og einri viðkomustáður islenzkrá Rórii- ferla til forna; Fulda, sem Bonifacius, kristniboði Þýzkalands, stofnaði, þar sem Rhabanus Maurus var ábóti.(f 856), mestur herdómsmaður þjóðverjalands á sinni tið, og íþróttamaður mikill, og glæddi skyn munkanna á fögrum listum og hóf vísindin tií vegs og gildis og ritaði margt nytsamlegt um uppoidi; og Corvey, sem Ásgoir kom frá, hinn frægi postuli Norðuriárida.'' Jón Gerson er maður nofndur, frakkneskur að ætt (á 12. öld), einn hinn merkilegasti uppeidismaður, sem íinnst í sögu miðaldanna, lærður, guðhræddur, og alvöriunaður mikill (munkur í klaustrinu Yorceil?) Hann hefur ritað sálarfræði einkar merkilega í uppeldislegu tilliti. Hann leggur áherzluna á, að lil sálarinnar væri eitt og óskiptilegt, og því væri einsætt að láta samkvæmnina ráða í uppeldinu, segir, að lærdómur af bókum sé ekki takmarkið, heldur sé það ráðið tii að vekjá siðferðislegt þrek og stöðuglyndi hjá mönnum, vill hafa strangt eptirlit með nemendum, og þó hann sé ekki sá eini, sem heldur því fram, þá ber meira á því hjá honum, því hárin vill að börn qanqi til skripta alvarlega og rækilega, og tolur það öflugt nreðal til lifernisbótar og heigunar; það veit.i þoim sönri hyggindi, þá komi lýti sálarinnar í ljós, sem hulin eru bæði

x

Fríkirkjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.