Fríkirkjan - 01.07.1900, Blaðsíða 2

Fríkirkjan - 01.07.1900, Blaðsíða 2
98 Að endingu brosir hin inndæla von, um eilífð að líta guðs blessaða son, og lifa með honum við himneskan frið hans hásæti við. ------<XKX>------ C(ppcldið og kirlijan. Eptir Bjarna kennara Jónsson á Útskálum. I. íllAM AÐ SIÐABÓT. (Framh.) Karl keisari hinn mikli (t 814) er eini þjóðhöfðinginn og eini maðurinn á miðöldunum, sem ræðst i að koma upp skól- um lianda almenningi i löndum sínum. Stofnar hann fyrst skóla við hirð sina, sem átti að vera fyrirmyndarskóli. Til aðstoðar sér fékk keisari Alkuin ábóta frá hin'um fræga skóla í Jórvík á Englandi; var Alkuin húskennari Karls og ráðgjafl i uppeldismálum, og önnur hönd hans í öllum þjóðmenningar tilraunum hans. Sjálfur hafði Karl verið illa menntaður í æsku, lærði fyrst að lesa og skrifa á fullorðinsárum, til að bæta upp það að nokkru, er skorti á æskumenntun hans. Skömmu áður en keisari dó, gaf hann út stranga tílskip- un um skólahald (813), þar skiparhann svo fyrir, að alþýðunni séu kennd trúarbrögðin og boðuð guðspjöhin á móðnrmál- inu, en ekki á latínu, og gjörir foreldrum að skyldu að senda börn sín í skólana eða til prestanna. Poir leikmenn, er enga fræðslu vildu þyðast, heldur lifa ólæsir og óskrifandi, áttu að fasta og drekka blávatn og fá flengingu þar ofan á ■— bæði karl- ar og konur. Pi-estarnir eiga allt af að kunna trúarjátninguna og faðirvor; skulu sæta föstu og öðrum refsiugura, ef þeir gjöra það ekki, áttu þeir að kenna það börnum þeim, senr þeim væru send til kennslu svo þau gætu kennt það öðrum heima. Sá skyidi læra trúarjátninguna og faðirvorið á rnóður- málinu, er eigi gæti það öðruvísi. Hér er þá fyrsti vísir til þess að koma á kristilegum alþýðuskóli m og skóla-aðhaldi. En tilskipunin datt afllaus nið- ur þá, og ailar menningarráðstafanir keisara, af því að öll alþýða snerist í móti þeim að öllu.

x

Fríkirkjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.