Fríkirkjan - 01.07.1900, Page 9
105
ekki gjört með því einu, að framsetja staðliœfingar eða gjöra
þeim kunnar „niðurstöður“ („Resultater"!. Til sannrar „upp-
lýsingar" útheimtist, að gefnar séu ástæður fyrir því, sem
staðliæft er, góðar ástæður og gildar, svo að sjá megi að stað-
hæfingarnar séu réttmætar. Til sannrar „upplýsingar" útheimt-
ist, að það verður að sýna fram á þann veg, sem farinn hefur
verið til að komast að niðurstöðunum.
En jafnaðarlega er vegur hinnar vísindalegu rannsóknar
bæði langur og þröngur, með mörgum vöntunum og vonbrigð-
um, áður enn niðurstöður náist. Þannig var vegur þeirra rann-
sóknara, sem fyrstir gengu og ruddu brautina, og nokkurs hins
sama hafa þeir menn ávallt orðið varir, er á eptir þoim fylgdu og
gengu í spor þeirra. Vísindaleg bifliurannsókn er ekki hvers manns
meðfæri, og getur ekki verið það. Það útheimtast nokkur skilyrði.
Séu engin af skilyrðum þeim, sem á hefir verið drepið, fyrir hendi,
þá er það ótímabært og ótilhlýðilegt að koma fram með þessa
„upplýsingu"; og komi hún fram eigi að síður, þá veldur það
tjóni og óskunda; það vekur hneixlanir og misskilning. En
eigi áður nefnd skiiyrði sér stað, eða hin helztu af þeim, þá
er tírni til að koma fram með „upplýsingu" þessa, og meira
að segja getur það orðið óumflýjanlega nauðsynlegt, sem sé
ef áður hefur verið valdið hneixli og vakinn misskilningur með
ótímabærum íráskýringum ..."
Grein sú, sem hér er prentuð í íslenzkri þýðingu, er upp-
haf og inngangsorð að fyrirlestri um þetta efni. Leturbreyt-
ingar eru gjörðar af þýðanda.
Fyrirlestur þessi er haldinn í því skyni að sýna fram á
nauðsyn og ágæti hinnar vísindalegu biflíurannsóknar. En
eitt heimtar höfundurinn mjög svo ákveðið, sem sé góðar
og gildar ástæður fyrir staðhæfingum þeim, er hin vísinda-
lega biflíurannsókn heldur fram, og niðurstöðum þeim, er hún
þykist liafa komizt að; að öðrum kosti séu þær ekki lagðar
fram fyrir almenning. Þotta er einmitt það, sem hingað til
hefur gleymzt í „Verði ljós!“; það heíur vantað hinar góðu
og gildu ástæður.
Mjög margt af því, sem hinir vísindalegu rannsóknarar
biílíunnar halda fram nú á dögum, er ekki annað en getgátur