Fríkirkjan - 01.07.1900, Page 5

Fríkirkjan - 01.07.1900, Page 5
101 húsinu og var lengi launað af fé skólans. Aðstoðarmonn þeirra, heyrararnir („lókátar"), bjuggu í lélegum klefum í skóla- húsinu, og það opt saman við marga lærisveina og íifðu á gjöfurn líknsamra borgara, fóru húsa og bæja á milli með bein- ingapokana á bakinu og frá einum skólameistaranum til ann- ars, og leystu kennslustarfið af hondi, eins og „engin lifandi sál væri heima.“ Stundum var heill hópur skólasveina í för með þeim, sem þá reikuð^ fram og aptur um byggðirnar og lifðu á því að betla og stela. Latinukunnáttan var í því fólgin optast nær, að kunna fyrirskrifaðar greinar utan að, en varla gátu þeir komið saman einni latneskri máisgrein óbjagaðri, og hefði eitthvað verið farið út í þá sálrna við þá, mundu þeir hafa svarað líkt og Eilífur prestur í Gufudal vestra, þegar haim var spurður út úr kirkjubænunum, sem átti að syngja í hverri messu: „Þér spyrjið mig um það, sem vandast fáið þér.“ Háskólarnir eru komnir af höfuðkirknaskólunum. Á 12. öldinni var fjöldi duglegra kennara í sumum þeim skólum, og að þeim dreif óvanalegur fjöldi af námssveinum. Þessar frjálsu samkomur öðluðust smátt og smátt sérstök réttindi og urðu að lögbundnum félögum. Þeir fengu sérstök lögsagnarumdæmi til forráða, og rótt til að veita lærdómsnafnbætur háskólanna (Baccalaureus-, Magister-, Licentiat- og Doktors-nafnbótina). Nemendum var fyrst skipt niður eptir þjóðerni, on sú skipting lagðist fljótt niður og var þá farið eptir vísindagreinunum, sem skólarnir kenndu. Því þessir háskólar voru ekki stofnaðir fyrir öll vísindi, eins og síðar. Háskóiinn í Pai'ís varð guðfræðisháskóli ailrar Norðurálfunnar og því nákomnastur kirkjunni. Guðfræðisdeild þess skóla var nofnd Sorbonne (Svartiskóli). Þar var Sœmundur hinn fróði (f 1133) að námi um hríð og vissi enginn, hvar hann var niður kominn, og þar hitti Jón Ögmundsson hann, er seinna varð fyrsti biskup á Ilólum (f 1121), og varð hann frægur af að færa ættjörðinni týnda soninn. í þeim skóla lásu menn rit Aristoteless og litið eitt annað í griskri heim- speki.

x

Fríkirkjan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.