Fríkirkjan - 01.07.1900, Side 3

Fríkirkjan - 01.07.1900, Side 3
99 Karl keisari hafði klaustur öll og höfuðkirkjur á sínu valdi, og hagnýtti hann sér það svo, að fá svo vel menntaða presta frá skólunum, að þeir gætu verið kennarar aiis landsfólksins. Lét hann stofna fjölda skóla við klaustur og dómkirkjur bæði á Frakklandi og Þýzkalandi. — I’ar komu menn á fót bókasöfnum og iðkuðu vísindin af kappi, bæði í ræðum og ritum. En lítið lásu menn, uema latnesku þýðinguna af biblíunni, og rit lat- nesku kirkjufeðranna. Alkuin sjálfur þorði ekki meira en svo að fá klerkum eða unglingum i hendur rit heiðinna höfunda, því hann hélt þeir mundu spillast af eitri heiðninnar, og svip- ar að því til Jóns hins helga Hólabiskups, sem ekki vildi láta Kiæng biskupsefni lesa ástabréf Ovidiusar skálds, né láta dag- anaívikunni heita eptir hinum fornu guðum (Oðinsdagur, Týs- dagur, Þórsdagur). En rit hinna fornu höfunda áttu aldrei meiru láni að fagna en þá, þvi munkarnir afrituðu þau hand- rit öll, er til varð náð, og flest hin beztu handrit eru frá þeim tímum (9.—11. öld). Karl keisari mat móðurmálið og skáldaíþróttina framar öðru, og gjörði sér allt far um að efia það. Á skólunum aptur á móti lögðu menn mesta stund á að útrýma ýmislegum mál- leysum, sem spillt, höfðu hinni fornu latínu. Frá kirkjunni átti uppeldi þjóðanna að koma. Það átti að ala þjóðirnar upp kristilega, og því varð að fela klerkunum uppeldið. En kirkjan mátti ekki ala menn upp svo, að þeir yrðu þrælar hennar í andlegum skilningi, tjóðraðir við þann blettinn, sem þeir voru fæddir á. Mark og mið uppeldisins átti að vera frelsi einstaklingsins undir handleiðslu kirkjunnar og innan þeirra vebanda, sem sjálfur guð liafði sett, þegar liann skipaði valdstjórnina. Hlýðni við öll boðorð guðs og manna átti að vera frjáls og fús skattur upplýstrar þjóðar. Því var það, að Karl keisari skipar, að prédika guðspjöllin á móður- málinu, og láta alla alþýðufræðslu fara fram á því máli. Hugmyndin um alþýðufræðsluna er ekki sprottin upp hjá Karli keisara. Hún felst i kristindóminum sjálfum, sem heimtar að Ijós sannleikans skuli skína öllum mönnum undan- tekningarlaust. En það er heiður Karls mikla, að hann tekur

x

Fríkirkjan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.