Fríkirkjan - 01.07.1900, Blaðsíða 6
102
í háskólanum í Bononia (Bologna) á Ítalíu námu menn
helzt rómverska lögfræði og í Salerno-háskóla á Ítalíu námu
þeir íæknisfræði, lásu þar af ritum hinna frægustu lækna forn-
aldarinnar, Hippokratesar hins gríska og Galenusar liins róm-
verska og Avicenna hins arabiska. Allt það, sem lesið var,
voru lélegar þýðingár. Enginn hirti þá um frumritin, og fara
þau þá mörg forgörðum.
Á öllum þjóðbrautum var kvikt af-ungum mönnum um
þessar mundir. Þeir voru að hópast þangað úr öllum löndum,
sem kenslustofnanirnar voru: háskólar og hinir óæðri skólar,
höfuðkirknaskólar, klaustraskóiar; og svo var alltitt, að prestar
í sveitum héldi skóla, til að auka hinar rýru tekjur af brauð-
um sínum. Þessir ungu menn söfnuðust einkum að þeim
borgum, þar sem lærdómurinn átti heinm; var það í borgum
þeim, sem áður eru nefndar, og svo í öxnafurðu á Englandi
og Salamanca á Spáni (þar voru náttúruvisindi stunduð) og
Prag í Austurriki. Stundum voru þessir aðvífandi sveinar fleiri
en bæjarbúar. í Orleans, Monpellier (þar var læknisfræði
stunduð), Padua og Leipzig voru lika skólar, nærri því eins frægir
og hinir; og á 15. öldinni voru stofnaðir 24 nýir og þar á
meðal háskólinn í Kaupmannahöfn. Aliir þessir skólar voru
fjölsóttir, svo það er auðsætt, að þeir voru allt annað en fáir,
sem leituðu sér fræðslu á miðöldunum, ef til vill fleiri en
nokkurn tíma síðar. En hins vegar fór öll skólaskipun for-
görðum við þetta, sem áður var á komin.
fess eru mörg dæmi, að kennarar fara úr einni borginni
i aðra, til að leita sór fæðis og húsnæðis og forðast drepsóttir
og hallæri.
Landsstjórnarmenn og borgarar sáu sér annars vegar hag
yið þessa skóla og gjörðu sér á margan hátt far um, að þeir
tækju sér stöðuga bólfestu. í því skyni veittu þeir skól-
unum mörg og nrikil forréttindi og hiunnindi. Þau voru nií í
fyrstu ætluð kennurunum einum, en seinna námsmönnum
líka, og sumstaðar náðu þau enda til þjóna námsmanna. Á
13. öld jukust þessi forréttindi og margfölduðust, svo í þeim
var fólgin uridanþága frá alls konar sköttum, varðaldi og fjár-
námi; mátti ekki taka námsmonn fasta fyrir skuldir eða glæpi
á leið þeirra úr skcla eða i; borgarstjórar urðu að vinna eið