Fríkirkjan - 01.07.1900, Side 7

Fríkirkjan - 01.07.1900, Side 7
103 að því að hafa í heiðri og vernda af öllnm mætti forréttindi hinna lærðu bræðra. Á Englandi voru þessi réttindi nefnd hlunnindi hinnar andlegu stéttar, og voru þau um langan ald- ur hinn versti þröskuldur fyrir allri löggæzlu, því þau voru svo löguð, að hver sá, sem var bænabókarfær, gat framið einn stórglæp að ósekju. Það var enginn hægðarleikur að hafa stjórn og reglu á öllum þessum mikla námsmannasæg, sem skipti tugum þús- unda, þó að betur hefði verið í garðinn búið. Háskólarnir voru um langan aldur lítið annað en iðnaðarfélög, að mestu gjörð, til að bægja öðrum út i frá frá arðsömum embættum, og lærdómsnafnbæturnar voru nokkurs konar vottorð um, að þeir, sem þær höfðu, hefðu rétt til að reka þess konar atvinnu. Sjaldan var samkomulagið gott milli háskóladeildanna sín á miih, og utan kennslusalanna hagaði hver sér hér um bil eins og honum sýndist, bæði kennarar og lærisveinar. Húsa- kynni voru litil, og leigðu kennarar sér þau, og opt á verstu stöð- um í bæjunum,- og dró það með öðru úr valdi kennaranna yfir lærisveinum sínum. Líferni stúdenta var engin sérleg fyrirmynd. Það var almennur siður, að margir lögðu saman og tóku yfir sig for- mann, sem optast var stúdent, sem lengra var kominn í nám- inu, en hinir. Þoir skiptust á urn, einn í senn, að útvega vistir og matreiða. Á meðan voru hinir að lesa, undir handleiðslu formannsins. Pegar þeir nú höfðu stórkostleg einkaréttindi á þetta ofan, þá má nærri geta, hvornig lif þeirra hefur orðið. Margir voru ekki námsmenn, nema að nafni, heldur reglulegir flakkarar, sem höfðu stúdentabúninginn fyrir skálkaskjól, og smeygðu sér með því undan hegningu fyrir misgjörðir. Ef þeir voru dregnir fyrir veraldlegan dóm, þá skutu þeir sér undir dóm andlegrar stéttar, af því að þeir væru stúdentar; en þegar þar kom, þá synjuðu þeir fyrir það. ' Stundum var allur þriðjungur háskólasveina svona lagaðir þorparar. Kennifeðurnir voru opt og einatt litlu betri, margir hneigðir til ofdrykkju; og þar sem nú er sagt, að maður sé svínfuhur, þá var í þá daga sagt: „Hann er fullur eins og guðfræð- ingur. “

x

Fríkirkjan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.