Fríkirkjan - 01.07.1900, Síða 11
107
15 prestar og prófastar. Á imdan samkomunni var að vanda
haldin guðsþjónusta í dómkirkjunni; prédikaði síra Jens Páls-
son í Görðum, og hafði fyrir texta Matth. 5, 13.—16.: „Þér
eruð salt jarðar o. s. frv. Þér eruð ljós heimsins o. s. frv.“
Eptir að hami hafði lýst því, hvernig kristindómurinn hefði
fyr og síðar reynzt hinni íslenzku þjóð bæði „salt“ og „ljós“,
sneri hann að endingu orðum textans sérstaklega uppá kenni-
mannastéttina á landi voru og beindi nokkrum hugleiðingum
út af því að hinurn viðstöddu prestum.
Að aflokinni guðsþjónustu var gengið úr kirkju, amt-
maður og biskup í broddi fylkingar og svo prestamir þar á
eptir, og gengu þeir allir í þingsal efri deildar alþingis. Biskup
setti fundinn með stuttri ræðu. Minnti hann fundarmenn á,
að þeir væru nú komnir frá guðsþjónustunni í kirkjunni á þann
stað, þar sem löggjafarþing þjóðarinnar kæmi saman, auðvitað
til að gofa þeim hugvekju um að þeir væru erindrekar þjóð-
kirkjunnar. En þó var svo að heyra, að hann væri ekki sem
ánægðastur með fyrirkomulagið, sérstaklega að því leyti sem
vald og verksvið sýnódusar væri allt of takmarkað. Endaði
hann mál sitt með að telja upp málefni þau, sem sýnódus
ætti að þessu sinni að fjalla um, og voru þau — skrifa og
segi — þessi:
1. Að skipta styrktarfé milli uppgjafapresta og prestaekkna.
2. Að hlýða á skýrslu um hag prestaekkna-sjóðsins, og kveða
á um, hve miklu fé skuli útbýta næsta ár.
3. Að ræða lagafrumvarp um kirkjugarða.
4. Að hlýða á fyrirlestur, er dócent Jón Helgason ætlaði að flytja.
5. Að hlýða á fyrirlestur um skriptir.
6. Að ræða urn húslestra og húslestrarbækur.
IDá var talið upp allt viðfangsefni prestastefnunnar; en
þó gat hann þess, að eittlivað kynni að bætast við.
Knð gegnir furðu að sýnódus skuli aldrei hætta því að
vera að burðast með þessa fjárskipting. Tillögur stiptsyfir-
valdanna munu nálega undantekningarlaust ávallt vera stað-
festar, og virðast þær eiginlega ekkert erindi oiga inn á presta-
stefnuna, nema það sé af því að prestamir lit.i á þessa þýð-
ingarmiklu athöfn, að hlýða á tillögurnar og samþykkja þær,
Sem ofurlítið krækiber af líknarstarfsemi kirkjunnar!