Fríkirkjan - 01.07.1900, Page 13
109
skíifað. Hann gat þess og síðar sjálfur, að lesturinn hefði ver-
ið of langur, og hefði hann eigi verið ætlaður til afnota á synódus.
Að afloknum Jónsfbókaijlestrinum fóru fundarmenn að
fá sér hressing heima hjá biskupi (synódus-veizluna). En síðar
um kveldið var haldið áfram, og flutti þá síra Friðrik Hallgríms-
son fyrirlestur um skriptir, allt i þá átt að koma á þeirri reglu,
að þeir, er til altaris ætla að ganga, tali áður einslega við
prestinn. Þeim fáu fundarmftnnum, sem tóku til máls út af
fyrirlestri þessum, gaf dócent Jón Helgason þann vitnisburð,
að þeir hefðu ,.troðið marvaðann" fram og aþtur, án þess nokkr-
um manni væri unnt að skilja, hvað þeir áttu við. Sjálfur
lagði hann ekkert til málanna, og lauk svo þeim umræðum,
að enginn vissi, hvernig prestunum leizt á stefnu fyrirlestr-
arins.
Þá var eptir eitt mái á dagskrá, um húslestrarbækur; og
mundi það hafa verið klárað um kvöldið, ef eigi hefði komið
fram eitt málefni til viðbótar, en það var um að birta fyrir-
fram dagskrá stjnódvsar. Þessum tveimur málum var því frestað
til næsta dags, og er skjótt frá að segja, að sýnódus sam-
þykkti ákvörðun um að birta dagskrána og að haldnir séu
tveir fyiárlestrar á hverri sýnódus; og seinasta afreksverkið
var að ákveða að gefa út nýjar prestahugvekjur.
Svo lauk þessari sýnódus; þunn var hún; og lítið gætti
„ljóssins-1 og „saltsins", sem sira Jens fór svo mörgum fögrum
orðum um á stólnum.
Fríkirkjumálið var ekki nefnt á nafn; mundi að vanda hafa
verið fjörugri prestastefnan, ef það mál hefði kornið fram. Þær
munu þekkjast úr í árbókum kirkjunnar þær prestastefnur, sem
leyft hafa því máli, eða leyfa því hér eptir, að lypta burtu því
þjóðkirkjulega fargi, sem liggur á andlegum herðum og hugs-
unum prestanna.
;fjvar cr 6írœfnin?
Út af grein vorri í síðasta tölublaði, þar sem vitnað var
t.il nokkurra orða úr bók prófessors Franz Delitzsch „Messíasar
spádómar 1 sögulegri röð“, hefur dócent Jón Iíelgason tekið til
máls í „Verði ljós!“