Fríkirkjan - 01.07.1900, Side 15
111
ari athugún hlaut honum að skiljast það, að vér mundum tafai laust
hi'ekja það, sem er eins gagnstættsannleikanum eins og það, er hann
segir, að vér notum prófessor Delitzsch sem „vopn gegn hinum
vísindalegu biblíurannsóknum. “ Fljótfærni er afsakanlegri heid-
ur enn bíræfni; en þó getur hún verið svo mikil og margendur-
tekin, að hún verði með öllu óafsakanleg hjá hverjum sem er, og
þá ekki sízt hjá meimtuðum og kristnum mönnum,eins og dóc-
entinum.
Vér höfum kippt grundvellinum undan grein dócentsins, og
þurfum því eigi að fjölyrða um hana. En eitt viljum vér minn-
ast á að endingu. Hann ber oss á brýn að vér séum að reyna
að smeygja þeirri skoðun inn hjá mönnum, að hann sé „van-
trúaður" guðfræðingur. — Vér höfum alls einu sinni brúkað
orðið „ vantrúar-guðfræðingai'" út af hinni freku (radiköln)
kenósis (tæmingar) kenningu, sem hikar ekki við að dæma dauð
og ómerk orð fi elsarans sjálfs. Og þótt vér séum fyllilega sann-
færðir um að dócent Jón Helgason er yfir höfuð að tala trúaðílr,
og meira að segja rétttrúaður (orþodox), lútherskur guðfræðingur,
þá getum vér ekki aðþví gjört að orð frelsarans eru oss fyrir öllu,
og oss virðist það ávallt kenna vantrúar nokkurrar að hafna
þeim eða afneita. Vér leitumst þó ekki við að smeygja neinni
vantrúarhugmynd um dócentinn inn hjá mönnum; en oss er
nær að halda að hann hafi því miður gjört það sjálfur með
ýmsum orðum sínunr og ummælum um heilaga ritningu og
frelsarann sjálfan, t. a. m. þar sem hann segir, að þó Kristur
hefði meint bókstaflega orðin: „ritningin getu.r ekki raskas't", þá
sannaði það ekkert, af þvi hann hafl ekki verið vísindalega
menntaður guðfræðiugur. Svona langt viljum vér eigi láta
neinn trúaðan guðfræðing leiðast; og víst er um það, að dóc-
entinn hefur áður flutt í V. ]j.“ alveg gagnstæða kenningu.
„En hvað ])á? Við verðuvi að segja: Krisiur liefur í sann-
leiká ialað ftessi orð. Þurfum við þá framar vitna við . . . .
Hér komum við aptur að þessu „annaðhvort — eða .... Ann-
aðlwort liefur hann taiað sannleika, eða — —“ („V. lj.“ 1. árg.
bls. 24.) „I öllti er hann heima; aldrei verður maður þcss var, að
hann beri ekki skyn á þá liluti, sem hann er að tala um“ („V.lj.“
1. árg. bls. 55.)
„— — — hvernig œtti ég þá framar að geta efast um sann-