Alþýðublað Hafnarfjarðar - 12.01.1930, Blaðsíða 2

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 12.01.1930, Blaðsíða 2
Alþýðublað Hafnarfjarðar. Alpýðan verzlar h]á peim, sem anglýsa í hennar blaði. Kosningaskrifstofa AKþýðttflokksinis fi Hafnarfirði er á í . ■ " . J; ' *•„( ' \ \ Linnetstíg 1 (gömlu kjötbúðinni), opin alla virka daga frá kl. 10—12 árd. og 1—10 síðd., sími 236. Reikningar á bæjarsjóð, sem tilheyra áiinu 1929, skulu aihentir gjaldkera fyrir 15. þ. m. Þeir, sem eiga ógoldin gjöld til bæjarsjóðs, eru á- mintir um að greiða þau sem allra fyrst, svo að bæj- arsjóður geti staðið við sínar skuldbindingar. Undir skilvísi gjaldendanna er afkorna bæjarins komin. Bæ]arg|aldkerinn. Valdimar Long selur svo fjö’.breyttar vörur, að ógerningur er að telja þær upp i stuttri ai glýsingu. Vanhagi yður um eittnvað, þá geiið svo vel að síma, senda eða fara í •• : * Verzlun Valdimars Long. Símar 13 og 138 Gunnlangur Stefánssou selur fjölbreyttastar, ödýrastar og beztar vörur allra kaupmanna bæjarins. Þar eiga allir að verzia, sem vilja fá gott og mikið fyrir Íítið fé. Símar 19 og 189. krónur, og þó verður ei annað sagt, en að góðæri hafi verið alla þeirra stjórnartið, að undan- skildum 2 árum eftir striðslokin. Hér söfnuðu menn, sem fengust við útgerð og verzlun, miklum auði, og mátti pvi segja, að þrá- faldlega hafi niðurjöfnunarupp- hæðir verið alt of lágar, alt að helmingi lægri en eðlilegt var, borið saman við gjaldþoi og við önnur kauptún. En það sorglega var, að að einp fítiil hluti skuldanna varð til fyrir framkvæmdir, heldur varð það að mestu eyðslufé til átu og annara ,íí>arðsamra athafna. Pað var víst ekki hægt að segja (annað, en að hér væru menn, sem kunnu að búa fyrir sjálfa sig. Segjum, að fyrir vanrækslu og eigin vemd, séu skuldir bæjar- ins 300 000,00 krónum hærri en þær þyrftu að vera, og ef keypt- ar væru allar hafnarlóðirnar, sem þeir afhentu sjálfum sér, fyrir það verð, sem eigendur nú .munu krefjast, þá mun sanni nær, að þær upphæðir til samans inyndu úema alt að 1 milljón króna. Að þessu athuguðu sést, að hin gamla íhaldsstjóm hefir orðiö ærið þungur ómagi á bænum i fortíð, og er sú mynd ærið lík öðrum íhaldsmyndum hér á landi pg hjá öðrum þjóðum é ýms-' um tímum. Það er höfð eftir forföður hinn- ar svo kölluðu Reykjahlíðarættar þessi setning: — „Gæfi guð oss hallæri, þá væri gott að lifa.“ Hann var stórbóndi sinnar tíðar. Sagan segir frá mörgum mönn- um, er seldu málsverði fyrir heil- ar jarðir.. Á stríðsárunum er haft eftir ýmsum kaupsýslumönnum, þegar þeir græddu sem mest og 'þúsundir og milljónir dóu úr hungri og alls konar eymd: — „Guð gæfi að stríðið héldist sem iengst.“ Nokkru eftir aldamót var það algengt, að atvinnurekendur færu til bláfátækra verkamanna ium áramótin, þegar fátæktin var sem sárust, og biðu þeim ýmist ,lán eða vinnu, ef þeir að eins vi!du vinna hjá þeim fyrir lægr? kaup en mögulegt var fyrir hús- föðurinn að komast af með til að ha’.da lífi í fjölskyldunni, og voru boð þessi venjulega álitin vinaboð. Þegar átti að hefja hér samúðarverkfall út af verkfalli kvenn^ í Reykjavík, sagði einn vel metinn borgari: — „ÞakkiÖ þið fyrir að skipin koma hingað hieð afla og vinnu frá Reykjavík, þess meira hafið þið til að bíta og brenr.a.“ Einn af stærstu „fram- kiJendum" Vesturlands neitaði að selja fátækum verkamönnum kol skömmu fyrir jólin i vetur, nema þeir hættu við það áform, er félag þeirra haföi sett urp kaup komándi árs, og sem þó var lægra en alinent gerist. Þessar myndir, sem hér eru teknar og sýndar, og sem mjög eru á víð og dreif, eru settar hér til þess aö sýna hvemig eig- inhagsmunastefnan verkar út frá sér og fram í tfrnann, en ekkj til að ófrægja neina sérstaka 'menn. Taki maður svo hina hliðina, mennina ., sem aldrei kunna að búa fyrir sjálfa sig, verða mynd- jrnar harla ólíkar. Þeir lifa fyrir líðandi stund, og eru sem fuglar himins,, síuppteknir af að hugsa um velferðarmál fjöldans og þeirra updirokuðu. Þeir eru sero gendiboðar meistarans mikla, til að týna það upp af vígvelli til- verunnar, sem örmagnast hefir, særst eða svívirzt, og koma því i hið mikla sjúkrahús mannúðar og réttlætis, sem nú er óðum að stækka og fullkomnast og sem er teiknað og bygt af vinum og mannbótamönnum mannkynsins. Mér virðist það ærið kaldræn hugsun að álykta, að það séu tilviljanir einar, er valda, að mannvinir og imkihnenni fæðist með ýmsum þjóðum og á ýmsum tímamótum og umskapi andlegt og fjárhagslegt ástand á fáum tugum ára. Hvað á maður að segja um Jón Sigurðsson forseta og nokkra samtíðarmenn hans, Skúla fógeta o. f 1. ? Menn, sem létu sig ékkert varða um sijro eigin hag. (Frh.) Dauíd Kristjánsson. F«*éttir. Kosningaskrifstofa Alþýðu- flokksins í Hafnarfirði er á Linn- etstíg nr. 1 (gömlu kjöthúðinni), opin alla virka daga frá kl. 10 —12 árd. og kl. 1—10 síðd. St. „Röskva nr. 222“ heldur fund annað kvöld (mánud. 13. þ. m.) á venjulegum stað og tima. — Félagar eru beðnir að fjölmenna, því að séu nógir á- hlustendur, er ávalt nóg af góðu og skemtilegu fundarefni, og nautn er að sitja i nýju húsi. Undanfamar vikur hefir Bjarni læknir Snæbjömsson varið mikl- um tíma og erfiði í að reyna að endumeisa og lífga íhaldið í Hafnarfirði, og hefir hann sér ti.l aðstoðar valið Þórð lækni Edi- lonsson til að styðja þá, sem Bjami hefir komið á afturfæt- uma. Er það erfitt verk og ilt, því að skjögur er að sögn. far- andkvilli innan flokksins og hann á töluvert háu stigi. Annars koma þessar tafir sér mjög illa hjá læknunum, því ; að i bænuro ganga margs konar sjúkdómar, og væri því gott ef einhver ung- ur og efnilegur læknir, sem þó ekki væri í hinu „byltingasihn- aða" Læknafélagi Islands, vildi setjast hér að, þó ekki væri nema fram yfir kosningarnar. l Fyrirspurn: Var Gísla Sigurgeirssynj boðið þriðja sætið á B-listan.um, eða i átti hann kost á nokkm líklegu I sæti á listanum? Suar: Blaðið hefir sannfrétt, að svt> muni ekki hafa verið, en „Moggi* frá 29. dez. s. 1. vjrðist vita betur. Ritstjóri og ábyrgðarmaður _______Þorv. Árnason. Alþýðupra»tsmiðjaa.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.