Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.01.1993, Blaðsíða 1

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.01.1993, Blaðsíða 1
KRAFTUR í FRAMKVÆMDUM - hjá Hafnarfjarðarbæ á síðasta ári Þrátt fyrir ýmsa utanaðkomandi erfið- leika, samdrátt og kreppu í Þjóðfélaginu, voru framkvæmdir á vegum Hafnarfjarðar- bæjar miklar á nýliðnu ári. Enda var það yf- irlýst stefna bæjaryfirvalda að mæta krepp- unni með sókn, taka á atvinnuleysinu sem hefur verið sívaxandi í samfélaginu öllu með því að flýta ýmsum framkvæmdum. Hér skulu aðeins nefndar nokkrar fram- kvæmdir sem eru í gangi af bæjarins hálfu sem og í samstarfi Hafnarfjarðarbæjar við ýmsa aðila á árinu 1992 og munu koma bæj- arbúum til góða um ókomna tíð. 1. Framkvæmdir við nýjan tónlistarskóla og safnaðarheimili við Hafnarfjarðarkirkju hófust og verður fyrsta áfanga verksins lok- ið um næstu áramót. Verður þá mannvirkið fullbúið að utan ásamt lóð. Verður þá þegar hafist handa við frágang innanhúss og þeim verkþáttum lokið á árunum 1994/95. 2. Tekin var fyrsta skóflustungan að nýj- um leikskóla í Setbergshverfi í sumar, sem ber nafnið Hlíðarberg. Starfsemi hefst þar í mars næstkomandi og verður þar rými fyrir rúmlega 130 börn.þá var s.l. sumar opnað- ur nýr og glæsilegur gæsluvöllur við Hlíðar- berg. Ennfremur fékk leikskólinn við Arnar- berg góða "andlitslyftingu" og lokið við umfangsmiklar endurbætur á húsinu og það stækkað verulega. 3. Frarnkvæmdir hafa verið í fullum gangi við 2.áfanga Setbergsskóla, sem tekinn verður í notkun næsta haust og mun stór- bæta aðstöðu grunnskólanemenda í Set- bergsshverfi. 4. Nýr golfskáli Keilis var tekinn í notkun s.l. haust, sem og endurbætur á vellinum. Fyrir dyrum stendur gerð nýs níu holu golf- vallar í samstarfi bæjarins og Keilis suð- vestur af Hvaleyrinni ; á hrauninu upp af Sædýrasafninu. Þann 16. júní sl. sumar var fyrsta skóflustungan tekin að nýja leikskóla- nurn í Setbergi.Ungir Hafnfirðingar þau Ágúst, Hrefna, Linda Sif og Friðrik Þór unnu verkið undir stjórn Guðmundar Árna bœjarstjóra 6. Gangur mála á Ásvöllum hjá Haukunum hefur verið í góðu lagi. Síðastliðið sumar var lokið við gerð grasvallar á svæðinu, sem verður aðalleikvangur, en áður var lok- ið við framkvæmdir við gervigrasvöll. Þá var komið upp flóðlýsingu við gervigrasvöll og búningshúsi einnig komið í nothæft á- stand. í undirbúningi eru framkvæmdir við bætta aðkomu að svæðinu fyrir akandi sem gangandi vegfarendur, en erfiðlega hefur gengið að ná um þau mál samkomulagi við Vegagerð ríkisins, sem hefur yfir Reykjanes- brautinni að segja. þess má þó vænta að í þau mál verði hægt að ganga með krafti með hækkandi sól, þannig að öryggi barna og unglinga verði tryggt á leið til og frá hinu glæsilega svæði Haukanna. 7. Lokið var við gerð nýs 220 metra við- legukants sunnan megin í Hafnarfjarðar- höfn, framhald af Suðurgarði. Bætir það stórum annars ágæta aðstöðu fyrir allar tegundir skipa og báta í höfninni. 8. í samstarfi bæjar og félagasamtakanna Hafnar hefur risið 40 íbúða hús fyrir aldr- aða á Sólvangssvæðinu. íbúðirnar verða af- hentar sumardaginn fyrsta, sem er ekki langt undan. 9. Nýtt hverfi, Mosahlíð , hefur verið brotið undir byggð og eru fyrstu íbúar þegar flutt- ir inn (sjá annars staðar í blaðinu). Eftir- spurn eftir lóðum í hinu nýja hverfi hefur verið ágæt og verður gatnagerða- og hol- ræsaframkvæmdum við síðari áfanga Mosa- hlíðar haldið áfram á næstu mánuðum, þannig að enn fleiri lóðir verða á boðstól- um á næstunni. 10. Verkdeild Iðnskólans við Flatahraun fékk umtalsvert viðbótarrými til umráða ný- verið þegar áður ónothæft húsrými var lag- fært og gert sem nýtt 5. Bygging reiðskála fyrir hestamenn í Sörla upp við skeiðvöll félagsins við Kaldárselsveg hefur gengið vel fyrir sig síðustu misseri og er skammt í að mannvirkið verði tekið í notkun. 11. Þessu til viðbótar var ráðist í margháttaðar framkvæmdir í bæjarland- inu, svo sem gatnagerð, malbikun, gangstéttagerð, fegrunarframkvæmdir og fleira og fleira.Auk jiess var þjónusta á fjölmörgum sviðum bætt og löguð. Má þar nefna nýtt strætisvagnakerfi fyrir Hafnfirðinga, sem er í raun bylting á samgöngukerfi almenningsvagna hér í bæ. OG ENN MEIRI KRAFTUR FRAMUNDAN En þrátt fyrir gott síðasta ár í framkvæmdum á vegum bæjarins er enn- þá meira á döfinni á hinu nyýbyrjaða ári. Lokið verður við þá verkáfanga sem eru í gangi og hafist verður handa við ný verkefni. Meðal þeirra eru: 1. Nýr Ieikskóli á Hvaleyrarholti sem byrjað verður á á næstu vikum og lokið við um næstu áramót og þá tekinn í notkun. 130 börn munu fá þar skjól og fræðslu. 2. Undirbúningur og upphaf framkvæmda við 2.áfanga Hvaleyrarskóla. 3. Átak í holræsamálum bæjarins, sem að vísu eru í betra lagi en í flest- um sveitarfélögum öðrum. En þar er stefnt að frekari umhverfisvernd með hreinsun skolps og dælingu, auk þess sem útrásir eru lengdar langt í sjó fram. 4. Stórátak í uppbyggingu nýs miðbæjar með færslu Fjarðargötu, gerð bif- reiðastæða og fegrunarframkvæmdum í miðbæ neðan Strandgötu. Strand- gatan fékk andlitslyftingu 1988 og nú þegar lokið er landvinningum í sjó fram neðan núverandi Fjarðargötu skapast möguleikar til að láta hendur standa fram úr ermum og byggja nýjan og glæsilegan miðbæ með aðdráttar- afl - með víðtæka þjónustu sem bæjarbúar og gestir og gangandi munu sækja. Hótel- og þjónustukjarni mun rísa, sem og aðrar nýbyggingar sem ráð er fyrir gert í miðbæ. Miðbærinn , sem er stolt hvers bæjarfélags, mun verða iðandi af lífi og fjöri að afloknum þessum stóru og miklu framkvæmd- um. Þetta og svo margt margt annað er framundan í bænum okkar. Hafnar- tjörður er bær í sókn - bær sem iðar af lífi og tjöri. Bær þar sem fólkið vill búa. (

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.