Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.01.1993, Blaðsíða 2

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.01.1993, Blaðsíða 2
2 Alþýðublað Hafnarfjarðar Spjallað við Jónas Reynisson að loknu 90. afmælisári SPH Hinn 22. desember 1992 varð Sparisjóður Hafnarfjarðar 90 ára. Þessa afmælis minnist Sparisjóð- urinn með ýmsum hætti á afmæl- isárinu. Alþýðublaði Hafnarfjarð- ar fannst það vel við hæfi að afmælisári loknu, að fá lítið eitt að heyra frá Sparisjóðnum, hvað þar væri helst að gerast og hvernig til hefði tekist með af- mælisárið. Blaðið hitti Jónas Reynisson, annan af tveimur sparisjóðsstjórum sjóðsins, í Sparisjóði Hafnarfjarðar klukkan 7.45 að morgni og átti við hann eftirfarandi viðtal. Ég er nokkuð snemma á ferðinni Jónas. Þú ert sennilega ekki vanur því að vera kominn svona snemma hingað í Sparisjóðinn ? Jú, ég er oft mættur fyrr en þetta. Mér þykir gott að vinna á morgn- ana. Þá ríkir hér ró og vinnufrið- ur. Erill dagsins er ekki farinn að segja til sín og þess vegna gott tækifæri til að sinna ýmsum verk- efnum sem krefjast næðis og ein- beitingar. Það er ekki ósjaldan, sem ég er kominn hingað fyrir klukkan sjö á morgnana. Aður en lengra er haldið vil ég gjarnan vita eitthvað um œtt þína og uppruna. Ég veit að þú ert ekki borinn og barnfæddur Hafnfirðing- ur. Hvað ertu gamall og hvar Ijggja rœtur þtnar ? Ég er 31 árs og ólst upp hjá for- eldrum mínum í Kópavogi. Móðir mín er Elín Þórhallsdóttir, en fað- ir Reynir Jónasson. Reynir er son- ur Jónasar Sveinssonar læknis og Sylvíu Siggeirsdóttur, en hún er systir Kristjáns Siggeirssonar kaupmanns í Reykjavík, sem margir kannast við. Kristján heit- inn Sveinsson læknir, sem mörg- um er kunnur, er afabróðir minn. Hvaða skólagöngu áttu að baki ? Ég lauk skyldunámi mínu í Kópa- vogi og fór síðan í Verslunarskól- ann. Þaðan lauk ég stúdentsprófi vorið 1980. Þá um haustið fór ég í Háskóla íslands og hóf þar nám í viðskiptafræði. Þaðan lauk ég svo prófi vorið 1985. Hver er starfsferill þinn hjá Spari- sjóði Hafnarfjarðar ? Ég hóf störf hjá Sparisjóðnum 1986, þá sem forstöðumaður hag- deildar. Ég var gerður að aðstoð- arsparisjóðsstjóra í maí 1987 og í apríl 1988 tók eg við störfum sparisjóðsstjóra. Við erum tveir sparisjóðsstjórarnir hjá Spari- sjóði Hafnarfjarðar, Þór Gunnars- son og ég. Hvernig líkar þér starfið ? Mér finnst starfið bæði áhuga- vert og skemmtilegt. Það er fróð- legt og ánægjulegt að hafa fing- urna á slagæð atvinnu- og menningarlífsins sem dafnar hér í bænum, en Sparisjóðurinn hef- Jónas Reynisson ur um áratugi verið hinn öflugi bakhjarl atvinnulífs, viðskipta og menningar í Hafnarfirði. Það er gleðiefni að fylgjast með vexti og velgengi einstaklinga og fyrir- tækja í Hafnarfirði, að stuðla að framþróun og uppbyggingu með fjármálaráðgjöf og lánaveitingum. Dökka hliðin er hins vegar sú, þegar maður verður vitni að fjár- hagslegu skipbroti fyrirtækja og einstaklinga. Það er alltaf sárt að horfa á það, þegar menn missa eigur sínar. Nú á Sparisjóðurinn 90 ár að baki ? Já. Sparisjóður Hafnarfjarðar var stofnaður 22. desember 1902 í húsi gamla barnaskólans við Suð- urgötu. Undanfari hans var Spari- sjóður Álftaneshrepjjs, en Alfta- neshreppur skiptist í Bessa- staðahrepp og Garðahrepp árið 1878. Sex árum síðar 1884 breytt- ist nafn Sparisjóðs Álftanes- hrepps í Sparisjóðinn í Hafnar- firði. Og þegar Sparisjóður Hafnarfjarðar var stofnaður 1902 tók hann við eignum og skuldum Sparisjóðsins í Hafnarfirði. Inni- stæður þessa sparisjóðs 1. des- ember 1902 voru 15.178,22 kr. og varasjóðurinn 4.000 kr. Það liafa orðið miklar breytingar á starfsemi Sparisjóðsins á þess- um 90 árum ? Já, að sjálfsögðu. Sparisjóðurinn hefur ávallt gætt þess að laga sig að breyttum tíma hverju sinni með það að leiðarljósi að verða viðskiptavinum sínum sem best að gagni. Með nýrri löggjöf um sparisjóði 1985 varð mikil breyting á starf- semi sparisjóðanna. Þá hófust al- hliða fjármála- og gjaldeyrisvið- skipti þeirra, þar á meðal í Sparisjóði Hafnarfjarðar. Það varð til mikils hagræðis fyrir Hafnfirðinga. Hvernig er það með lánafyrir- greiðslu Sparisjóðsins, hverjir annast hana ? Það er eitt af því sem breyst hef- ur í rás tímans. Áður fyrr tóku sparistjóðsstjóri eða sparisjóðs- stjórar við lánabeiðnum, sem síðan voru lagðar fyrir spari- sjóðsstjórn til afgreiðslu, stórar sem smáar. Nýir tímar hafa kall- að á ný vinnubrögð. Nú bera sparisjóðsstjórar ábyrgð á útlán- um gagnvart sparisjóðsstjórn og annast afgreiðslu þeirra ásamt útibússtjórum Sparisjóðsins og þjónustufulltrúum eftir því sem starfsreglur segja til um. Hvað viltu segja um lilutverk Sparisjóðs Hafnarfjarðar ? Hlutverk Sparisjóðsins er góð og traust þjónusta við viðskiptavini sína. Þjónustan verður að taka mið af þörfum einstaklinganna hverju sinni. Þær eru mjög mis- munandi og taka mið af aldri og aðstæðum. Fyrstu árin leggjum við áherslu á gildi þesss að spara með ákveð- inn tilgang í huga. Kannski eru kaup á nýju reiðhjóli eða nýjum skíðum takmarkið, svo að eitt- hvað sé nefnt. Ég nefni það líka, að öll börn sem skírð eru í Hafnarfirði, Garðabæ og Bessastaðahreppi fá bundna sparisjóðsbók með á- kveðinni fjárhæð í skírnargjöf frá Sparisjóði Hafnarfjarðar. Ég bendi líka á, að Sparisjóður Hafnarfjarðar býður nemendum 10. bekkjar grunnskóla upp á námskeið um fjármál einstak- linga. Þessi námskeið hafa tekist mjög vel, verið fjölsótt og vin- sæl, - og væntanlega gagnleg. Sparisjóðurinn á öflugt samstarf við íþróttafélögin og aðstoðar þau í uppbyggingarstarfi þeirra. Sama á við um mörg önnur fé- lög í bænum. Liðveisla er sérstök námsmanna- þjónusta sem Sparisjóðurinn býður upp á og þannig mætti lengi telja. Hér er ég nú fyrst og fremst að tala um æskuna og unga fólkið. En hvað svo, þegar aldursárunum fer að fjölga meira og fólk fer að stofna heimili? Fyrstu búskaparárin einkennast gjarnan af stórum draumum, litl- um börnum og glímunni við að koma þaki yfir höfuðið. Þá hefur unga fólkið í mörg horn að líta og að mörgu að hyggja hvað fjár- málin snertir. Sparisjóðurinn stendur opinn fyrir þessu fólki og er reiðubúinn til að veita því fjármálalega ráðgjöf og skynsam- lega fyrirgreiðslu. Sparisjóðurinn veitir t. d. ráðgjöf varðandi húsnæðiskerfið og að- stoðar við gerð nákvæmrar greiðsluáætlunar þar sem tekjur og útgjöld heimilisins er sett skipulega fram. Einnig býður hann upp á greiðsluþjónustu, sem er fólgin í því, að útgjöld viðkomandi eru áætluð fyrir heilt ár og þeim síðan jafnað nið- ur á 12 mánuði. Þá veitir Sparisjóðurinn alhliða ráðgjöf varðandi ávöxtun spari- fjár og býður upp á sparnaðar- leiðir í formi innlánsreikninga og verðbréfa. Hann annast örugga vörslu fjármuna og veitir ráðgjöf hvernig heppilegt sé að ávaxta sparifé með tilliti til skattlagning- ar. Hann er líka fús til ráðgjafar um ýmis atriði um lífeyrismál og margt fleira mætti nefna. Og svo fœrist aldurinn yfir fólk, hvað þá ? Áhyggjulaust ævikvökl er eitt- hvað sem allir óska sér. Sé heils- an góð og fjármálin traust geta eftirlaunaárin verið ljúfustu ævi- árin. Sumir hafa byggt upp vara- sjóð, sem í áranna rás hefur vax- ið og dafnað. Varasjóðurinn veitir eigendum sínum fjárhags- legt öryggi og sjálfstæði. Það er gott til þess að vita, að einn góð- an veðurdag þarf ekki lengur að vinna fyrir vöxtunum, en þess í stað fara vextirnir af varasjóðn- um að vinna fyrir eiganda sinn. Og Sparisjóðurinn er viðskipta- vinum sínum innan handar, ef minnka þarf við sig húsnæðið. Þá veitir hann skammtímalán til þess að brúa bilið milli kaupa á nýju húsnæði og sölu á því gamla. Þá nefni ég samstarf Sparisjóðs- ins við öldrunarsamtökin Höfn, sem er að byggja upp húsnæði fyrir aldraða á Sólvangssvæðinu. Það er verið að vinna skemmti- legt og áhugavert verkefni, sem vonandi verður til að veita öldruðum Hafnfirðingum öryggi og gleði. En hver er grundvallarstefna Sparisjóðs Hafnarfjarðar ? Hún er sú að veita viðskipta vin- um sínum góða og örugga ávöxt- un sparifjár og alhliða þjónustu á sviði fjármála, þar sem gæði þjónustunnar eru höfð að leiðar- Ijósi. Sparisjóðurinn vill standa vörð um fjárhagslegt öryggi heimil- anna í Hafnarfirði og hlúa að öfl- ugu atvinnulífi og heilbrigðu framtaki einstaklinga, fyrirtækja og Hafnarfjarðarbæjar. Þá vill Sparisjóðurinn stuðla að valddreifingu í hafnfirsku fjár- málalífi, blómlegu félagslífi og frjóu menningarstarfi hér í Hafn- arfirði. En nú skulum við víkja frá Spari- sjóðnum og örlítið að þér per- sónulega. Hvað um fjölskylduna? Eiginkona mín er Hanna Lára Helgadóttir héraðsdómslögmað- ur. Við eigum tvö börn, Ingi- björgu fimm ára og Reyni, sem verður tveggja ára í mars. Við keyptum okkur fyrstu íbúð- ina árið 1987, en til Hafnarfjarðar fluttum við ári síðar 1988. Nú búum við á Glitvangi. Þar er fag- urt umhverfi og gott að eiga heima. Áhugamál, önnur en Sparisjóður- inn, hver eru þau ? Skíðaiðkunin hefur alltaf átt rík ítök í mér. Ég byrjaði 12 ára að renna mér á skíðum og keppti töluvert á skíðum þegar ég var 14 til 17 ára. Síðan varð tíminn til skíðaiðkunar af skornum skammti, en það hefur ekkert breyst með það að enn hef ég geysilega gaman af að skreppa á skíði. Annað áhugamál vil ég nefna. Það eru ferðalög. Ég veit fátt skemmtilegra en að ferðast inn- an lands og utan, kynnast og fræðast um landshætti, fólk og lifnaðarhætti. Við eigum gott land og fagurt Islendingar, og fátt þekki ég betra en að ferðast með fjölskyldunni innan lands og njóta þeirrar fjölbreytni sem landið okkar býður upp á. Og fjölskyldan er vœntanlega orð- in hafnfirsk í húð og hár ? Það stefnir allt í þá áttina. Við kunnum vel við okkur í Hafnar- firði, umhverfið er fagurt og að- laðandi, fólkið gott, framsækið og frjálslegt. Sjálfur hef ég eign- ast metnað fyrir Hafnarfjörð og vil sjá framgang og reisn hans sem mestan. Állt sýnist mér þetta benda til þess, að Hafnfirð- ingurinn hafi hreiðrað um sig í hugskoti mínu. P- 1« P l< ri rii HER GETUR ÞU FENCIÐ VINNINGINN UPPHÆKKAÐAN REYKJAVIK OG NAGRENNI: AÐALUMBOÐ* Suöurgötu 10, sími 23130 ÚLFARSFELL Hagamel 67, sími 24960 VERSLUNIN GRETTISGÖTU 26 sími 13665 BÓKABÚÐIN HVERAFOLD 1-3, Grafarvogi, sími 677757 HAPPAHÚSIÐ Kringlunni, sími 689780 VERSLUNIN EITT OG ANNAÐ Hrísateigi 47, sími 30331 VERSLUNIN SNOTRA Álfheimum 4, sími 35920 BENSÍNSALA HREYFILS Fellsmúla 24, sími 685632 BÓKABÚÐIN HUGBORG Grímsbæ, sími 686145 BÓKABÚÐ ÁRB/EJAR Hraunbæ 102, sími 813355 VERSLUNIN STRAUMNES Vesturbergi 76, sími 72800 'Umboöið sem var í Sjóbúöinni er tlutt í Suöurgötu 10 MOSFELLSBÆR: SÍBS-DEILDIN, REYKJALUNDI simi 666200 BÓKABÚÐIN ÁSFELL Háholti 14, sími 666620 KÓPAVOGUR: BORGARBÚÐIN Hófgeröi 30, sími 42630 VÍDEÓMARKAÐURINN* Hamraborg 20A, sími 46777 ‘Umboöiö í Sparisjóöi Kópavogs er tlutt i Vídeómarkaðinn, Hamraborg 20A. GARDABÆR: SÍBS-DEILDIN, VÍFILSSTÖÐUM sími 602800 BÓKABÚÐIN GRÍMA Garðatorgi 3, sími 656020 HAFNARFJÖRDUR: BÓKABÚÐ OLIVERS STEINS Vilborg Sigurjónsdóttir, sími 50045 Tnjggðii þér möguleika V'SA Lægsta tniðaverð ístórliappdrætti (óbmjttfrá ífyrra) aðeins kr. 500- ... fyrir lífið sjálft i ri

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.