Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.01.1993, Qupperneq 4
Hafnfirðingum fjölgar langmest
stærstu sveitarfélaganna.
Samkvæmt nýjustu upplýs-
ingum frá Hagstofu íslands
hefur íbúum Hafnarfjarðar
fjölgað á sl. ári um 482 sem er
3.1% fjölgun og er það langt
umfram landsmeðaltal sem er
1,01%. íbúar í Hafnarfirði
voru 1. des 1991 15.628 en
voru 1. des. 1992 orðnir
16.110.
Eins og öllum er kunnugt er
Hafnarfjörður nú þriðja
stærsta sveitarfélag landsins
og sækir nú stöðugt að Kópa-
vogi sem er annað stærsta
sveitarfélagið með 16.840
íbúa og er það í fyrsta skipti í
áratugi sem þessi tvö sveitar-
félög telja íbúa á sama þús-
undinu og munurinn ekki ver-
ið minni síðan 1964.
Þessar staðreyndir koma
kannski ekki svo mjög á ó-
vart, þar sem fyrir hefur legið
að undanfarin 5 - 6 ár hefur
straumur fólksins legið til
Hafnarfjarðar. Þetta er sér-
staklega áberandi með ungt
fólk, sem haft hefur á orði að
hér í bæ sé lífvænlegt að búa.
I Hafnarfirði hugsi forráða-
menn bæjarfélagsins vel um
ungviðið allt frá vöggu og hér
sé alltaf mikið að gerast. í
Hafnarfirði hugsi menn til
framtíðar og hér finnist eng-
inn barlómur, þvert á móti
mæti bæjaryfirvöld krepp-
utalinu með auknum fram-
kvæmdum á öllum sviðum.
Þetta unga fólk sem viö sjáum á myndinni getur horft björtum augum
til framtíðarinnar í Hafnarfiröi
í Hafnarfirði sé ekki hægt ann-
að en að hrífast með og líta
björtum augum til framtíðar.
Hér á eftir fylgir tafla um í-
búafjölgun nokkurra sam-
bærilegra sveitarfélaga og
sést þar greinilega hversu
hlutur Hafnarfjarðar er þar
mestur.
Sveitarfélög
Hafnarljöröur
Reykjavík
Kópavogur
Akureyri
1991
15,628
99 653
16.635
11 137
1992
16,110
100.865
16.840
14.671
mism
482
1212
2051
234
mm
3,09
1,22
1.21
1 61
Þessar tölur eru Hafnfirðing-
um öllum ákaflega upp-
örvandi og sýna svart á hvítu
að öll uppbygging hér í bæj-
arfélaginu er og hefur undan-
farin ár verið á réttri leið og
fallið fólki vel í geð. Með
sama hugarfari og sömu
bjartsýni og trú á manninn og
unnið hefur verið eftir undir
stjórn jafnaðarmanna hér í
bæ síðan árið 1986 mun Hafn-
firðingum halda áfram að
fjölga langt umfram allt
landsmeðaltal á komandi
árum. Og víst er að Hafnfirð-
ingar munu fagna hverjum
nýjum íbúa þessa bæjar.
Evrópuleikir
FH og Wallau Massenheim
FH-ingar leika á næstunni tvo
stórleiki við þýsku meistar-
ana Wallau Massenheim í 8-
liða úrslitum Evrópukeppni
meistaraliða í handknattleik.
Fyrri leikurinn fer fram ytra á
sunnudaginn kemur eða 10.
janúar en síðari viðureignin
verður í Kaplakrika viku síð-
ar, 17. janúar.
Ekki þarf að efast um styrk-
leika mótherjanna að þessu
sinni. Wallau Massenheim er
geysilega sterkt lið og er nú-
verandi Þýskalandsmeistari
auk þess sem liðið sigraði í
Evrópukeppni bikarhafa á
síðustu leiktíð. Liðið trónir
nú á toppi „Bundesligunnar"
og sigraði á dögunum Tusem
Essen, mótherja Vals í Evr-
ópukeppni bikarhafa, nokkuð
örugglega.
Innan raða Wallau Massen-
heim eru margir sterkir ein-
staklingar sem verða vonandi
illa fyrirkallaðir gegn FH-
ingum. Nægir þar að nefna
Mikael Kállman, finnska leik-
manninn sem talinn er
sterkasti leikmaðurinn í
þýsku deildinni í dag. Vinstri
handar leikmanninn Martin
Schwalb sem leikið hefur á
annað hundrað landsleiki fyr-
ir Þýskaland. Stefan Schöne
sem einnig á fjölda lands-
leikja að baki og markvörðinn
Peter Hoffmann sem lék með
A-Þjóðverjum þegar þeir voru
og hétu.
Alþýðublaðið króaði Kristján
Arason Jojálfara og leikmann
FH-liðsins af og spurði hann
út í leikina gegn Wallau
Massenheim.
"Það er náttúrulega ljóst að
þetta verða geysilega erfiðir
leikir. Wallau Massenheim er
geysilega sterkt lið og er nú í
efsta sæti þýsku Bundeslig-
unnar. Þeir unnu Evrópubik-
arkeppnina í fyrra og stefna
nú á stóra bikarinn eða Evr-
óputitil meistaraliða. Það er
því ljóst að við FH-ingar þurf-
um að ná tveimur toppleikj-
um ef möguleikarnir á að
komast áfram eiga að vera
fyrir hendi".
„En hvernig undirbúa FH-
ingar sig fyrir svona stóran
bita?“
„Undirbúningur okkar er
nokkuð hefðbundinn þó svo
að leikmenn séu farnir að
hugsa um þessa leiki fyrir
löngu. Við höfum fengið
send myndbönd frá Þýska-
landi með leikjum Wallau
Massenheim og hefur Héðinn
Gilsson verið okkar "njósn-
ari" þar ef svo má að orði
komast. Jólin fóru svo í jjað
að liggja yfir myndböndunum
og greina leik liðsins.
Þýsk félagslið eru virkilega
sterk á heimavelli en hafa yf-
irleitt verið lakari á útivöllum
þannig að það er geysilega
mikilvægt fyrir okkur að ná
hagstæðum úrslitum í Þýska-
landi. Takist það eru mögu-
leikarnir vissulega fyrir hendi
og með góðum stuðningi á-
horfenda er allt hægt".
Nokkur meiðsli hafa verið að
hrjá FH-liðið að undanförnu
og hafa Alexei Trufan og
Kristján Arason báðir verið
meiddir. Vonandi ganga þeir
heilir til leiks á sunnudaginn
þegar liðin leika fyrri leik
sinn ytra.
„En fara FH-ingar áfram,
Kristján Arason?“
„Við verðum bara að vona
það besta. Við erum að fara
að leika gegn einu besta fé-
lagsliði heims í dag svo að
maður er hæfilega bjartsýnn
en ef Kaplakrikinn fyllist og
við náum góðum úrslitum úti
er vissulega hægt að sigla í 4-
liða úrslitin".
afnar
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn í Hafnarfirði
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ingvar Viktorsson
Símar: 50499 og 52609
Prentun: Steinmark
Fyrstu íbúarnir í Mosahlíó
Myndin ertekin í stofunni lijá frumbyggjunum í Mosaldíöinni. Þarna
eru þau Fjóla, Linda, Lilja, Jón Þórir og Þórunn.
Sumarið 1992 hófst bygging nokkurra húsa á nýja byggingar-
svæðinu í Mosahlíð og nú þegar eru fyrstu íbúarnir fluttir
jjangað. Hjónin Lilja Matthíasdóttir og Jón Þórir Jónsson
fluttu inn í hús sitt 17. október ásamt þremur börnum sínum.
Þau sögðu að byggingarframkvæmdir hefðu gengið mjög vel
og hefðu j)au flutt inn 3 mánuðum og 3 dögum eftir fyrstu
skóflustunguna. Allan sinn búskap hafa þau búið í Hafnarfirði
og sögðust kunna mjög vel við sig í nýja hverfinu, þó svo
sannarlega væri langt í alla þjónustu. Aðspurð kváðust þau
hvorki hafa orðið vör við álfa né huldufólk þarna í fámenninu
yfir jól og áramót. Búast má við að fljótlega á þessu ári verði
flutt í nokkur hús í nágrenni við þau Lilju og Jón Þóri en þau
sögðu að það myndi strax breyta geysilega miklu þegar stræt-
isvagn færi að ganga inn Lækjarbergið og yfir i Mosahlíðina
en það mun gerast þegar hringtenging er komin í hverfið.
Aljrýðublað Hafnarfjarðar óskar þeim Lilju og Jóni Þóri og fjöl-
skyldu þeirra til hamingju með nýja húsið að Úthlíð 4 og von-
ar að frumbyggjunum muni alltaf iíða vel í Mosahlíðinni.
Bæjarmálaráöiö
Bæjarmálaráð Alþýðuflokks-
ins hér í Hafnarfirði starfar af
miklum krafti. Fundir eru að
jafnaði haldnir hálfsmánaðar-
lega í Alþýðuhúsinu við
Strandgötu. Þar eru málin
rædd og krufin til mergjar og
fundir oft mjög líflegir og fjöl-
mennir.
I bæjarmálaráðinu eru allir
þeir sem sitja í nefndum, ráð-
um og stjórnum á vegum AI-
þýðuflokksins í Hafnarfirði.
Óllum flokksmönnum er vel-
komið að sækja fundi ráðsins
og taka þátt í umræðum og
bæjarmálastarfi flokksins.
Fundir eru yfirleitt á mánu-
dagskvöldum og hefjast kl.
20.30 og stefnt er að því að
þeim ljúki kl. 22.00, þess
vegna er mjög áríðandi að
menn mæti stundvíslega.
Fundir fram til vors verða
sem hér segir:
18. janúar Barnavernd, upp-
eldis-, og skólamál.
1. febrúar Fjárhagsáætlun
1993 og þriggja ára áætlun.
15. febrúar Brunavarnir,
veitumál og áhaldahús.
1. mars Menningarmál:
byggðasafn, bókasafn, Hafn-
arborg, Straumur og Listahá-
tíð.
15. mars Húsnæðismál.
27. mars - laugardagur kl.
10.00 Ferðamál. Á þennan
fund mætir Alþýðuflokks-
fólk úr Grindavík og farið
verður í skoðunarferð um
bæinn.
26. apríl Umhverfismál: Nátt-
úruvernd, gróðurvernd,
fegrun og fólkvangur.
10. maí Almennur fundur -
framkvæmdir og verkefni
sumarsins.
Skrifstofan og blaðið
Nú í vetur mun skrifstofa Alþýðuflokksins í AljDýðuhúsinu
verða opin fyrst um sinn á laugardagsmorgnum kl. 10.00 -
12.00.
Þá verður heitt kaffi á könnunni og eru allir bæjarbúar vel-
komnir að líta við og ræða bæjarmálin.
Ingvar Viktorsson, bæjarfulltrúi mun verða til viðtals og auk
hans munu aðrir bæjarfulltrúar og forráðamenn flokksins í
bænum verða þar til skrafs og ráðagerða.
Við hvetjum fólk til að líta við og ræða málin í góðu tómi yfir
rjúkandi kaffibolla.
Næsia lohiblað Alþýðnblaðs 1 Ialnariiaiðar mmi koma íil hnlgina
29 - 31. jan. og er þeíni sem auglý$a Vflja bent á að hafa sambnnd
við ulstjóra blaðsius tímanlega.
Þá viljnm viö hi-nda á aö fresiur tíl aÖ senda lausnir á krossgát-
unni LÍi jolabiaðinu er til 15. jan . en þrenn verölaun verða veitt og
verða vinningshafar kynntir í n.esta hlaði.