Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.04.1993, Side 2

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.04.1993, Side 2
2 Alþýðublað Hafnarfjarðar Stálið stefnir í réttra átt. Sameiginlegar tilraunir bæjaryfirvalda og aðila vinnu- markaðarins, verkalýðshreyfingarinnar og fulltrúa vinnuveitenda, til að fá hjól atvinnulífsins í fullan gang hér í Hafnarfirði hafa haldið áfram á umliðnum vikum. Nú liggur fyrir að annar aðaleigandi Stálfélags- ins, Iðnþróunarsjóður, hefur samþykkt sölu á þriðja parti verksmiðjunnar til eignarhaldsfélags bæjarins, verkalýðshreyfingar og fyrirtækisins, Furu. Kaup- verðið er 40 milljónir króna, sem er 50 milljónum lægra en Iðnþróunarsjóður hafði borgað fyrir eignar- hlutann, en það samsvaraði 90 milljónum króna. Vonir standa til þess að samningar milli Furu og Bún- aðarbankans um kaup á 2/3 hluta eignanna takist á næstu vikum, þannig að undirbúningur að gangsetn- ingu verksmiðjunnar geti farið af stað með krafti. Er ekki fjarri lagi að verksmiðjan geti þannig farið af stað og í framleiðslu stáls síðar í sumar. Yrði það stórt skref til eflingar atvinnu í bænum, auk þess sem um gjaldeyrisskapandi og þjóðhagslega hagkvæma starfsemi er um að ræða. Nýr leikskóli opnaður og annar samþykktur Sama dag og nýi leikskólinn við Hlíðarberg var form- lega opnaður var samþykktur í bæjarráði verksamn- ingur við Hagvirki /Klett og Hornsteininn h.f. ( sem er nýstofnað hlutafélag almennra starfsmanna Hagvirk- is/Kletts) um byggingu fjögurra deilda leikskóla á horni Miklaholts og Háholts á Suður-Hvaleyrarholti. Þessi nýi leikskóli mun hýsa um 130 börn og sam- kvæmt áætlun mun hann opna að ári liðnu, eða l.mars 1994. Með tilkomu hins nýja leikskóla mun enn frekar batna hagur barnafólks hér í Hafnarfirði hvað varðar leikskólarými. Vegna hinnar miklu aukningar barna- fólks í Firðinum á síðustu misserum hefur nokkur biðlisti myndast eftir leikskólaplássum, en með hin- um nýja leikskóla í Hlíðarbergi og síðan öðrum á Hvaleyrarholti verða til um 260 ný leikskólapláss og munu þau koma að góðum notum í barnabænum Hafnarfirði. Verslunarmannafélag Hafnarfjaröar Sumarhús Umsóknareyöubloö um sumarhús munu liggja frammi á skrifstofu félags- ins Lækjargötu 34 D í aprílmánuöi t/cítingohú/íd GAFi-mn DALSHRAUNI 13 - 220 HAFNARFIRÐI • SIMI 54424 VIÐ HÖFUM SALIFYRIR HVERS KYNS VEISLUR OG MANNFA GNAÐI t.d. t'ermingarveislur. skírnarveislur, afmælisveislur, útskriftarveisiur, árgangaveislur, erfisdrykkjur, árshátíðir, ráðstefnur, ættarmót, brúðkaup, þorrablót og fundir. Senilum öllumfevmingarbörnum okkar innileí>ustu hamingjuóskir á fermingarclai’inn Veiðibúð Lalla Þær eru orðnar nokkrar sérverslanirnar hér í Hafn- arfirði. Eina þeirra er að finna á Miðvangi 41, en þar er um að ræða Veiðibúð Lalla, sem er sérverslun með stangaveiðivörur. Við brugðum okkur í heimsókn í verslunina og þar hittum við fyrir hjónin, Guðrúnu Magnúsdóttur og Lárus Guðjónsson. Þau segjast hafa opnað verslunina í febrúar 1992 og hafi strax fundið fyrir því, að Hafnfirðingar hafi kunn- að að meta þessa þjónustu. Lárus segir að ýmsir komi til sín og biðji um aðstoð við að setja línu á hjól og þess háttar og hann geri jafnvel við stangir, ef ekki sé um mjög vandasamar við- gerðir að ræða. Annars segja þau hjónin að þau bjóði upp á nánast allt til fluguhnýtinga og allar Hjónin Guðrún ogLárus í verslun sinni Veiðibúð Lalla tegundir af hjólum og stöng- Opnunartími er nú kl. 14- um og meira að segja selji 18, en eftir páska verður þau maðk í versluninni yfir opið frá 10-18. Síminn í sumartímann. Veiðibúð Lalla er 653597. Ráðgjafi fyrir for- eldra, maka og full- orðin börn alkóhol- ista og óvirka Alkó- holista Helgina 3. - 4. apríl verður haldið nám- skeiðið Fjölskyldan Allar upplýsingar gef- nar í síma 650913 og að Strandgötu 11, Hf. Ragnheiður Óla- dóttir Strandgötu 11 Hf. Sími 650913 Opið mánudaga - fimmtudaga kl. 14:00- 18:00 Hafnfirðingar Hjá okkur í Andorru fáið þið mikið af fallegum fermingargjöfum fyrir bæði drengi og stúlkur Komið og lítið við Andorra Strandgötu 32 Sími 52615 EÐALSTEINNINN skartgripaverslun FAGUR GRIPUR v FÖGUR GJÖF \ \ / /y/ HANDSMÍDADID GULL- OC &lLfUC<5KADTGDlPlt2 í ÚPVALI EðalSteinninn, Reykjavíkurvegi 62, Hafnarfirði, sími 651313 og 653759, fax 651318

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.