Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 10.04.1993, Blaðsíða 2

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 10.04.1993, Blaðsíða 2
2 Alþýðublað Hafnarfjarðar Aukinn iðnaður er brýn nauðsyn I Alþýðublaði Hafnarfjarð- ar sem kom út í mars s.l. er greint frá almennum stuðn- ingi viðstefnumörkun Alþýðu- flokksins til nýsköpunar og eflingar atvinnulífsins. Miklar framkvæmdir fara nú fram hér í Hafnarfirði á tímum gíf- urlegs atvinnuleysis og horf- ur eru á stækkun bæjarins og fólksfjölgun. Virðist mér því æskilegt að könnuð sé ítar- lega aðstaða til aukins iðnað- ar meðal annarsmeð hliðsjón af því að nú virðast ekki horf- ur á að byggt verði nýtt álver á Keilisnesi á næstu árum.Mér dettur í hug að setja fram þá hugmynd hvort ekki sé tímabært að bæta að- stöðu tilskipaiðnaðar í bæn- um á ný sem geti fjölgað störfum í iðnaði frá því sem nú er. Þá hefi ég í huga að hlúa að þeirri iðngrein sem gæti verið sú stærsta í land- inu en hefur horfið úr landi. Viðhald og nýsmíði skipa hef- ur horfið burtu í stórum stíl á undanförnum mánuðum og árum. A sama tíma fer at- vinnuleysi vaxandi. Mér er tjáð af aðila sem kannað hef- ur stöðu íslensks skipaiðnað- ar að væri iðngreininendur- nýjuð og færi fram hér innanlands með bættri tækni- legri aðstöðu þá væri húnsamkeppnisfær við er- lendan skipaiðnað. Skipaiðn- aður gæti skapað fimm til sex þúsund manns atvinnu, en góða samkeppnisaðstöðu hef- ur mjög skort til þess að byggja upp og viðhalda hin- um stóra fiskiskipaflota og flota kaupskipa. Við getum nú aflað okkur allrar tækni- þekkingar til þess að byggja upp stærstu iðngreinina og hverfa þannig frá starfshátt- um vanþróaðra þjóða. Þegar ég vann við að byggja upp vel fyrir komið. Aðstaðan væri góð fyrir skipa- og vél- smiðjuiðnað.Ekki þarf að efa að þetta er rétt ályktun. Landrými er nægilegt og með hagkvæmriuppfyllingu má koma fyrir tveimur dráttar- Svæðið er skjólsælt og lónið er bárulaust eins og heiðar- tjörn.Bátalón h.f. byggði verk- stæðishús ásamt setningar- braut er getur tekið upp 200 tonna skipinn í hús og lét grafa rennu inn í lónið á sinn kostnað sem var nægilegt skipum af þessari stærð.A meðan undirritaður starfaði við Bátalón, var auk viðhalds og viðgerða, smíðaðir 470bátar úr tré og stáli, alls á fjórða þúsund brúttólestir og dugði aðstaðan vel og verðið varsamkeppnisfært við er- lenda keppinauta. Innflutn- ingur á sambærilegum bátum stöðvaðist nær allur. Minnis- stætt er að hringnótabátar hættu alveg að flytjast inn frá Norðurlöndunum og voru þess í stað smíðaðir í Báta- lóni h.f. Þá mætti nefna tog- ara sem voru byggðir fyrir Indland en þeir voru fyrstu skipin sem smíðuð voru hér á landi fyrir erlendan markað. Þessir togarar líkuðu vel og vildu Indverjar kaupa 50 til viðbótar, bæði minni og stærri, en leyfi íslenskra stjórnvalda fékkst ekki. Vinna í Bátalóni við skipasmíðar var fyrir 70 manns þegar flest var.Þegar könnun var gerð á Hvaleyrarlóninu á sínum tíma, var talið að dýpið niður á fastan botn væri 6 til 8 metrar fyrir neðan stór- straumsfjöruborð. Ef leir og möl væri fjarlægt værinægj- anlegt dýpi fyrir venjulegar togarastærðir í lóninu. Varð- andi þessa framkvæmd þegar hún var til umræðu fengust Þorbergur Ólaísson engar undirtektir hjá hafn- aryfirvöldum eða bænum. Mér finnst full ástæða til að kanna þessi mál nú þeg- ar atvinnuskortur herjar á þjóðfélagið. Skipasmíða- iðnaður ætti að vera stærsta átak í upp- byggingu iðnaðar á íslan- di.Framanritað kemur upp í hugann þegar verið er að stækka og bæta miðbæjar- svæðiðmeð uppfyllingu innan hafnarinnar. Betri miðbær og greiðari um- ferðaraðstaða fengist með því að gott skipaiðnaðar- svæði yrði byggt upp í Hvaleyrarlóni. Oflugur iðnaður og góð verslunar- þjónusta styrkja hvort annað. Sennilega mun eitt- hvað vera til af teikningum af umræddri hugmynd um skipaiðnaðarsvæði. Eg óska alls hins besta við stækkun miðbæjarins og annarra bæjarsvæða. Þorbergur Ólafsson fv. forstjóri Bátalóns hf. Tvö af skipunum sem Bútalón á sínum tíma smíðaði fyrir Indlandsmar- kað. Þau gúfu mjög góða raun Bátalón h.f. var sú skoðun al- brautum fyrir minni og stærri menn meðalskipaverkfræð- skip. Húsakostur þarf að inga að Hvaleyrarlónið væri vera fyrir skip og verkstæði með allra bestu skipaiðnaðar- svo og að íslenskt veðurfar svæðum við Faxaflóa ef fram- hafi engin áhrif í samkeppn- kvæmdalegri aðstöðu væri inni við erlenda keppinauta. HAFNFIRÐINGAR HEITIR POTTAR / LAUGAR Þar sem töluvert er um heita potta í görðum húsa, beinir byggingafulltrúi því til húseigenda að þeim ber skylda til að ganga þannig frá þeim að ekki stafi hætta af. Bent er á ábyrgð húseigenda og að þeim er skylt að sækja um leyfi fyrir slíkum pottum til byggingafulltrúa. Þeim húseigendum sem hafa ekki gengið frá heitum pottum í samræmi við byggingareglugerð er bent á að gera það nú þegar og mun byggingafulltrúi leiðbeina húseigendum um slíkan frágang, sé þess óskað. Símatími byggingafulltrúa: daglega kl. 10:00 - 11:00 sími 53444 Viðtalsími byggingafulltrúa daglega kl. 11:00- 12:00, Strandgötu 6, 3. hæð. Hægt er að panta tíma utan daglegs viðtalstíma, og einnig er hægt að fá byggingafulltrúa til að koma á staðinn sé þess óskað. Byggingafulltrúinn Hafnarfirði. Kraftmikil og kynngimögnuð fjármálalijónusta fyrir námsmenn á la snarisjóðirnir Namsmannaþlonusta iparlaJoOanna UOvolsla or oý þloiwsta soorlsjólonno sem er sórstnklego ætluO namsmönnum. SgorlsJóOlrnlr leggja nómsmönnum 110 meO margvislegum hættl. Yfirdrattarheimild Visa eða Eurocard greiðslukort Skolaferðalan Launalán Námslokalán Námsylirdráttarheimild Sendum namslánin til námsmanna erlendis Utskntt a greiðslubyrði skuldabréla Lan fram að fyrstu útborgun LÍN Hvers kyns fjármálaráðgjöl Dagbók Kynntu þer etol eOro kostl UOvelslu spsrlsJoOanns þvi eó spsrlsjóourlnn llggur ekkl ó 1101 sinu þeger nómsmenn eru enners veger. SPARISJOÐUR HAFNARFJARÐAR

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.