Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 20.04.1993, Blaðsíða 2

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 20.04.1993, Blaðsíða 2
2 Alþýðublað Hafnarfjarðar Sumarhugur á Sólvangsvegi 1 Stórt skref í húsnæðisnæðis- málum aldraðra í Hafnarfirði Það var mikið um að vera hjá Öldrunarsamtökunum Höfn á sumardaginn fyrsta. Þá afhenti Byggðaverk húsið á Sólvangsvegi 1 til Öldrunar- samtakanna. Það hafði verið sagt einu og hálfu ári fyrr, að húsið myndi verða afhent á þessum degi og 40 íbúðir þess verða tilbúnar til af- hendingar. Við það var staðið með miklum glæsibrag. íbúð- irnar og húsið allt ber þeim sem þar hafa komið að verki fagurt vitni. Athöfnin hófst úti með því, að Lúðrasveit Tónlistarskól- ans lék nokkur lög og síðan skemmti Karlakórinn Þrestir með söng. Þá gerði Kristinn Jörundsson grein fyrir bygg- ingarsögu hússins og afhenti síðan Óldrunarsamtökunum Höfn húsið fyrir hönd bygg- ingarverktakans Byggða- verks. Þegar Hörður Zóphanías- son formaður Hafnar hafði tekið við táknrænum lykli úr hendi Kristins, þakkaði hann öllum sem þar liöfðu að verki komið gott verk og góða sam- vinnu. Hann færði bæjar- stjóra bestu þakkir fyrir ein- beittan og drengilegan stuðning við Öldrunarsam- tökin Höfn svo og bæjar- stjórn sem hefði ávallt sýnt þessum framkvæmdum skiln- ing og velvilja. Þessu næst tók bæjarstjóri Guðmundur Arni Stefánsson til máls, lýsti ánægju sinni með hve vel hefði tekist með þessar framkvæmdir, þær ættu vel við á ári aldraðra. Hann þakkaði Byggðaverki gott verk, óskaði Höfn til hamingju með áfangann en væntanlegum íbúum hússins gleði og farsældar í framtíð- inni. Þá gafst fólki sem þarna var samankomið að skoða í- búðir í húsinu. Luku menn þar upp einum munni, hve vel hefði til tekist með bygg- inguna og hversu íbúðirnar væru skemmtilegar og hent- ugar. Gestum var boðið í kaffi og meðlæti að þessu loknu og hafði Sólvangur lánað húskynni undir þann þátt há- tíðarinnar, en Lionsklúbbarn- ir í Hafnarfirði kostuðu þess- ar veitingar. Allir klúbbarnir þrír eru aðilar að Öldrunar- samtökunum Höfn. A fjórða hundrað manns nutu þessara ágætu veitinga, sem þarna voru fram bornar. Vigfús Sigurðsson fyrrum framkvæmdastjóri Drafnar var sá sem fyrstur festi kaup á íbúðarrétti í húsinu á Sól- vangsvegi 1. Hann tók fyrstur íbúa við lykli að íbúð sinni úr hendi formanns Hafnar. Vig- fús flutti við það tækifæri stutta tölu, þar sem hann lýsti ánægju sinni með hvern- ig hefði verið að verkum stað- ið og flutti þakkir fyrir gott verk. Ennfremur óskaði hann að heill og hamingja mætti fylgja húsinu og íbúum þess í framtíðinni. Lovísa Júlíusdóttir, sem varð til þess að kaupa næst- fyrsta íbúðarréttinn í húsinu, flutti frumort kvæði og Þór Gunnarsson sparisjóðsstjóri tilkynnti að Sparisjóður Hafn- arfjarðar hefði ákveðið að gefa húsgögn í setustofuna á efstu hæð hússins. I lok kaffi- drykkkjunnar afhenti Kristján Guðmundsson framkvæmda- stjóri Hafnar væntanlegum í- búum hússins lykla að íbúð- um sínum. Sunnuhlíðarsamtökin sendu forkunnarfagra blóma- körfu ásamt kveðjum og heillaóskum í tilefni dagsins, en formaður þeirra Ásgeir Jó- hannesson var meðal gesta þennan dag. Haukur Helgason skóla- stjóri stjórnaði hátíðahöldun- um sem fram fóru úti, en Magnús Gunnarsson stýrði jreim hluta samkomunnar sem fór fram inni. Strax um kvöldið á sumar- daginn fyrsta flutti fyrsti íbú- inn í húsið, síðan einn af öðr- um næstu daga og eru nú liðlega helmingur íbúanna fluttir í íbúðir sínar. Nú er verið að ganga frá lóðunum á Sólvangsvegi 1 og Sólvangsvegi 3 og verður því verki lokið fyrir 12. júní næst- komandi. Starf húsvarðar var auglýst laust til untsóknar og bárust 63 umsóknir um starfið. Nú hefur Hulda Karen Ólafsdóttir sjúkraliði verið ráðin hús- vörður á Sólvangsvegi 1 og mun hún taka til starfa 1. júní næstkomandi. Næsta verkefni Hafnar verður væntanlega byrjun á bygginu þeirra sérbýla sem gert er ráð fyrir í skipulagi á Sólvangssvæðinu. í vetur létu allmargir í ljós áhuga á þeim og létu skrá sig sem hugsan- lega kaupendur að slíkum í- búðum. Verður nú á næst- unni haldinn fundur með þeim og kannað hver hugur fylgir máli. f framhaldi af þeim fundi verður svo tekin ákvörðun um framkvæmdir. Sem sagt, það er áhugi og sóknarhugur í þeim Hafnar- mönnum og þeir ákveðnir í að láta ekki sitt eftir liggja til þess að framkvæma óskir aldraðra um uppbyggingu á Sólvangssvæðinu. Alþýðublað Hafnarfjarðar óskar þeim til hamingju með þennan fyrsta áfanga sinn og biður þeim gæfu og gengis í framtíðarverkefnum sínum. HÉR LÍÐUR OKKUR YNDISLEGA * Segja hjónin Guðlaug Guðmundsdóttir og Eiríkur Agústs- son íbúar í húsi Hafnar við Sólvangsveg Við á Alþýðublaði Hafnar- fjarðar lögðum leið okkar nú á dögunum í hið nýja hús Hafnar við Sólvangsveg. Þar gengum við um ganga og var þar öllu snyrtilega og hagan- lega fyrirkomið. Og ekki var hægt annað en að dást að út- sýninu frá hinum ýmsu hæð- um hússins en af sjöttu hæð- inni er það stórkostlegt. Eftir skoðunarferðina bön- kum við á dyr á íbúð 206 og til dyra kemur Guðlaug Guð- mundsdóttir sem þar býr á- samt manni sínum Eiríki Ágústssyni, en þau hjónin voru með þeim fyrstu að flytja inn í hús Hafnar og við spyrjum hvernig þau kunni við sig á nýja staðnum. "Hér líður okkur yndislega, allt er mjög þægilegt og (">llu haganlega fyrirkomið og þessi íbúð sem er um 60 fer- metrar, er mjög rúmgóð og nýtist alveg sérstaklega vel. Þá erum við mjög þakklát þeim mönnum sem staðið hafa að uppbyggingunni hér, þeir eiga miklar þakkir skild- ar," segja þau hjónin sem hafa komið sér aiveg einstak- lega vel fyrir í íbúð sinni. Þar eru bækur mjög áberandi og segist Eiríkur lesa mjög mikið og lesi nánast hvað sem er. Hins vegar er greinilegt að Guðlaug er handlagin mjög því víða má sjá útsaum mjög fallegan eftir hana. Þau sýna okkur íbúðina og hvert sem litið er fer snyrti- mennska í fyrirrúmi. Ibúðin skiptist í svefnherbergi, stofu, eldhús, búr og bað og alls staðar virðist mjög rúm- gott. í spjalli við þau hjónin kemur fam að þau hafa búið í Hafnarfirði frá |rví 1955 fyrst í "Rauðu Myllunni" þá nýrri og síðan að Suðurvangi 14 og nú ætla þau að njóta ellidagana í Höfn og láta fara vel um sig og Eiríkur segist njóta þess að sitja á svölunum og láta sólina verma sig og bæði segjast þau njóta hins fagra útsýnis úr íbúð sinni. Við kveðjum þau Guðlaugu og Eirík og vitum að þarna líður þeim vel í mjög fallegri íbúð sem ber yfirbragð snyrtimennskunnar og hlý- leikans í alla staði. Nemendumir Sigurlilja. Ilmur og Guölaugur undir öruggri liand- leiðslu Alberts Más t Filmum og framköllun Starfskynning grunnskólanema Strax að loknum sam- ræmdu prófunum fóru nemendur 10. bekkja Víði- staðaskóla í starfskynn- ingu. Tíðindamaður Alþýðu- blaðs Hafnarfjarðar rakst á þessa hressu krakka í starfskynningu hjá Filmum og framköllun við Strand- götuna. Ekki var annað að sjá en að unglingarnir lifðu sig inn í verk sín og hefðu gaman og gagn af. Við leit- uðum upplýsinga um starfskynninguna hjá Sig- urði Björgvinssyni árganga- stjóra unglingadeildar Víði- staðaskóla. Hann sagði að um það bil 40 fyrirtæki og stofnanir í Hafnarfirði og Reykjavík hefðu tekið þátt í starfskynningunni. Þar mætti nefna fæðingardeild Landsspítalans, hjúkrunar- heimilið Sólvang, heilsu- gæsluna ýntis þjónustufyr- irtæki, iðnfyrirtæki og fjölmiðlafyrirtæki. Tilgang- urinn með svona starfs- kynningu er að gefa ung- lingunum tækifæri til að víkka reynsluheim sinn og kynnast af eigin raun störf- um, starfsumhverfi og verkaskiptingu í fyrirtækj- um og stofnunum. Sigurð- ur sagði að samstarf skól- ans og fyrirtækjanna hafi verið með miklum ágætum og vildi að lokum koma á framfæri þakklæti til þeirra sem tóku þátt í þessum mikilvæga þætti skóla- starfsins, sem starfskynn- ingin er. Hjónin Guðlaug og Eiríkur í uistlegri íbúð sinni

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.