Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 20.04.1993, Blaðsíða 1

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 20.04.1993, Blaðsíða 1
Alþýðublað Hafnarfj ar ð ar 6. tbl. 51. árg. apríll993 Þúsundir gesta streyma á VOR '93 í Kaplakrika. Þúsundir gesta hafa streymt á stórsýninguna í Kapla krika, VOR'93, Athafnadagar í Hafnarfirði .Þegar blað ið fór í prentun um miðjan dag á föstudag, hafði sýningin aðeins verið opin á miðviku- dagskvöld og allan fimmtudag og var talið að aðeins þessa fyrstu daga hefðu rúmlega sjö þúsund manns komið á sýninguna. Sýningin verður opin nú um helgina, laugardag og sunnudag og vill Alþýðublað Hafnarfjarðar hvetja alla sem eiga þess kost að sjá sýningu- na. Athafnadagar í Hafnarfirði hafa sýnt það og sannað að góður gangur er hér í Hafnarfirði, þótt erfiðleikar samdráttar og atvinnukreppu steðji að hér í bænum sem annars staðar. En í góðu samstarfi bæjaryfirvalda, verkalýðs- hreyfingar og atvinnurekenda og alls almenn- ings í bænum mun okkur takast að vinna okkur út úr erfiðleikunum og snúa vörn í sókn. Stór- sýningin í Kaplakrika er til marks um það hvað hægt er þegar samstaðan er til staðar. Sýnendur í Kaplakrika, milli 80-100 aðilar hafa varpað ljósi á það fjölmarga jákvæða sem í gangi er í Hafnar- firði. Þeir voru og hæstánægðir með viðbrögð sýningargesta. Og ekki síður voru gestirnir sjálfir glaðir og reifir og margir lýstu því yfir að gleðin og ánægjan , krafturinn og einhug- urinn, sem svifi yfir sýningunni, hinn góði andblær, fyndist svo vel alls staðar í hinu stóra og glæsilega Kaplakrikahúsi. Alþýðublað Hafnarfjarðar vill óska öllum þeim til hamingju sem að þessu framtaki hafa staðið. Hafnfirðingar geta verið stoltir af at- hafnadögum í Hafnarfirði '93. Sýningin er góður grundvöllur til frekari sóknar í Hafnar- firði. Hér á síðunni eru nokkrar svipmyndir frá opnunardögunum. En sjón er sögu ríkari og á laugardag og sunnudag verður líf og fjör í Krikanum. Þá er og minnt á brennu og flugeldasýningu á Kaplakrikasvæðinu klukkan hálf níu á laugardags- kvöld. Allir bæjarbúar eru velkomnir. Laddi í gervi Gaflarans, brosmildir sýningargestir fylgjast með upp- ákomum og skemmtiatrioum, Ingvar Viktorsson á leið í sprautuboltakeppni, Guðmundur Árni og Ingvi Hrafn í 19.19. Þefta og margt fleira í gangi á líflegu VORI'93. Allir í Krikann! n

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.