Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 20.04.1993, Blaðsíða 3

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 20.04.1993, Blaðsíða 3
Alþýðublað Hafnarfjarðar 3 Fótboltinn rúllar af stað Alþýðublað Hafnarfjarðar ræðir við þjálfara Hafnarfjarðarliðanna Ráðstefna í Kaplakrika Konur og íþróttir Knattspyrnuáhugamenn geta tekið gleði sína að nýju því þessa helgi byijar Is- Íandsmótið í knattspymu. Eins og Hafnfirðingar vita þá leika F.H.ingar í 1. deild en Haukar í 3. deild og byija bæði keppni nú um helgina. F.H.ingar leika sinn fyrsta leik gegn íslandsmeistumm Akraness í Kaplakrika á sunnudaginn kl. 20:00, en Haukar gegn Selfossi á Ás- völlum á föstudagskvöld. í tilefni þessa gengum við hér á Alþýðublaði Hafnarijarðar á fund þjálfara meistara- flokks karla hjá F.H. og Haukum og ræddum málin lítillega. F.H. Þjálfari F.H. inga í sumar er Hörður Hilmarsson, fyrrum landsliðsmaður í fótbolta sem áður hefur komið nálægt þjálfun hjá F.H. Við hittum Hörð á æfingu í Kaplakrika og spyrjum fyrst Hörður Hilmarsson Hvernig leggst sumariö í þig? "Það leggst bara nokkuð vel í mig að vísu má segja að við höfum misst marga leik- menn frá í fyrra eða 8 leik- menn úr 18 manna hópnum frá í fyrrasumar. Að vísu höf- um við fengið Jón Erling Ragnarsson til F.H. aftur og munar nú um minna. F.H. er sennilega eina 1. deildar liðið sem ekki hefur keypt til sín leikmenn í sumar heldur byggir upp á leikmönnum úr 2. flokki karla jjannig að þetta sumar er mikið endurnýjun- artímabil hjá F.H. og finnst mér F.H. vera að fara rétta leið í þessum efnum." Hvernig leggst leikurinn gegn Skaganum í þig? "Hann er bara eins og allir aðrir leikir, við förum í hann til að reyna að vinna, og kannski er ekki verra að fá Is- landsmeistarana í fyrsta leik, en við gerum okkar besta". Nú er ykkur spáð sjö- unda sœtinu í deildinni af leikmönnum ogþjálfurum? "Já, og ég vil meina að þar séum við settir neðar en við eigum skilið. Við ætlum okk- ur að verða í efri hluta deild- arinnar, það er okkar mark- mið í sumar". F.H.ingar munu leika sinn fyrsta leik á grasi í Kaplakrika og hvetjum við alla Hafnfirð- inga til að mæta og hvetja þá til sigurs gega Islandsmeistur- unum. Haukar Uppi á Ásvöllum hinu nýja og glæsilega íþróttasvæði Hauk- anna hittum við þjálfara þeirra Ólaf Jóhannesson, en hann er Hafnfirðingum að góðu kunnur sem þjálfari þar sem hann hefur þjálfað bæði F.H. og Hauka með góðum ár- angri auk þess sem hann hef- ur leikið með báðum félögun- um. Við spyrjum Ólaf. Hvernig leggst sumariö í Þig? "Það leggst bara bærilega í mig. Að vísu má segja að ég sé að mestu með nýtt og ungt lið þar sem flestir sem léku með Haukum sl. sumar eru farnir frá félaginu, en ungu strákarnir eru staðráðnir í að standa sig sem best þeir mega. Þetta sumar er mikið tímamótasumar há Haukum, þar sem öll aðstaða hjá félag- inu er hin frábærasta. Segja má að við ráðum yfir malarvelli, tveimur grasvöll- um og gervigrasvelli. Við svona aðstöðu hlýtur árang- urinn að batna." Er 3. deildin sterk í ár? "Um það er erfitt að segja Ólafur Jóhannesson svona í upphafi, en ég á von á erfiðum leikjum í öllum um- ferðum og okkar markmið í sumar er það eitt að standa sig vel." Haukar munu leika tvo fyrstu leiki sína á heimavelli á gervi- grasinu á Ásvöllum þann fyrsta gegn Selfossi, en annan gegn Víði, Garði föstudaginn 28. maí kl. 20:00 og hvetjum við alla til að mæta á Ásvell- ina og hvetja Hauka til sigurs og nota tækifærið í leiðinni og skoða hið nýja svæði Fyrir skömmu var hald- in ráðstefna í Kaplakrika í Hafnarfirði á vegum F.H. og umbótanefndar ÍSÍ í kvennaíþróttum fyrir allt áhugafólk um íþróttir kvenna. Dagskrá ráðstefn- unnar skiptist í tvo hluta: fyrri hluti fjallaði um upp- eldislegt gildi þátttöku í í- þróttum og seinni hluti fjallaði um félagslegu hlið- ina, konur í stjórnum í- þróttafélaga og í fjölmiðl- um. Fyrirlesarar í fyrri hluta voru þau Ragnheiður Ólafsdóttir, þjálfari og fyrr- um keppniskona í frjálsum íþróttum og Logi Ólafsson þjálfari og íþróttakennari. Fyrirlesarar í seinni hluta voru Heimir Karlsson í- þróttafréttamaður og Anna Karólína Vilhjálms- dóttir framkvæmdastjóri hjá Iþróttasambandi fatl- aðra. Á eftir hvorum hluta fór fram markviss hóp- vinna þar sem hver hópur vann með spurningar frá fyrirlesurum og las síðan upp niðurstöður. Niðurstöður voru marg- ar en í öllum hópum var lögð á það mikil áhersla, að konur og stúlkur fengju sömu hvatningu og strákar og að markviss stefna yrði mótuð í þjálfun svo konur og karlar stæður jafnfætis, hvað aðstöðu og þjálfun snerti. Talað var um af- rekskvennasjóð og fleira og bent á að með auknum stuðningi við hvor aðra þá myndum við ná lengra. Ráðsefnan þótti í alla- staði takast með ágætum og sátu hana yfir fimmtíu manns. Ellert B. Schram forseti ÍSÍ lét í ljós ánægju sína með ráðstefnuna og vottaði ráðstefnunni virð- ingu sína og þakkir með nærveru sinni. íslandsmótið 1. deild FH - ÍA Kaplakrika á sunnudaginn kl. 20.00 Hagstæðustu kaupin Vínber blá kr. 169- Appelsínur kr. 19- Kínakál kr. 98- Blómkál kr.139 lceberg salad kr.189- Luxus epli rauð kr.89- Ömmu Pizzur 20% afsláttur Alden morgunverður 750 gr. 20% afsláttur JokerWC pappír 20% afsláttur Jacob s Tekex kr. 45- Pampers bleiur kr. 998- allar gerðir Sólstólar verð aðeins kr.836- Opiö Mán.- Fös. kl. 9.00-22.00 Laugard. kl. 10.00-20.00 Sunnnud. kl. 11.00-20.00 Heimsendingarþjónusta kr. 300. Pantanir ekki teknar í síma Tælenskur gestur sýnir skrautútskurð á ávöxtum og grænmeti laugardagana 22. maí og 29. maí kl. 13.00 - 15.00 2 m VL L \h Miðvangi 41 ■ sími 50292 Sprengitilboð á grænmeti og ávöxtum alla miövikudaga.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.