Alþýðublað Hafnarfjarðar - 20.12.1992, Page 4

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 20.12.1992, Page 4
4 Alþýðublað Hafnarfjarðar Sjómennskan er þroskandi og öllum hollur skóli Ingvar Viktorsson spjallar við Júlíus Sigurðsson Heiöurshjónin Ásta Maí’núsdóttir og Júlíus Sigurðsson. Laugardag í upphafi aðventu tókum við hér á Alþýðublaði HafnarQarðar hús á þeim heiðurshjónum Ástu Magn- úsdóttur og Júlíusi Sigurðs- syni að Hrauntungu 16 hér í bæ. Erindið var að ræða við Júlí- us um Iífsferil hans, en hann var lengi skipstjóri á Hafnar- fjarðartogurunum og varð 70 ára í sumar og því komið að starfslokum hjá honum. Júlíus er ákaflega hress og hefur mjög ákveðnar skoð- anir á ýmsum þjóðmálum, en jafnframt er hann hóg- værðin uppmáluð og finnst svona viðtal algjör óþarfi og tekur það margsinnis fram að alls ekki megi verða eitt- hvert hól eða lofgjörð í greininni. Þau hjónin taka vel á móti okkur og heimilið sýnir að þarna búa samhent hjón, sátt við lífið og tilveruna. En viö byrjum að spyrja Júlíus um forelcira hans og œsku. „Ég er fæddur hér í Hafnar- firði 8. ágúst 1922, nánar til- tekið á Krosseyrarvegi 8 og foreldrar mínir voru þau Olöf Sesselja Rósmundsdóttir ætt- uð vestan úr Djúpi og Sigurð- ur Gunnlaugur Þorláksson, sem var innfæddur Hafnfirð- ingur, fæddur 1891. Við systkinin vorum 9, en eitt dó á fyrsta aldursári, en við hin höfum öll búið hér í Hafnar- firði og erum nú 7 á lífi og öll búsett hér í bæ, enda hrein- ræktaðir Gaflarar. Við systk- inin 9 erum fædd á 11 árum, en tvö af þessum 11 árum var móðir mín á sjúkrahúsi í Hafnarfirði þannig að ekki var um barneignir að ræða þau árin. Við leigðum kjallaraíbúð á Austurgötunni eitt herbergi og eldhúskompu þar var þröngt um okkur þannig að pabbi sótti um lóð í Vestur- bænum þar sem nú er Skers- eyrarvegur 1 og byggði þar. Þegar við fluttum inn í þessa nýju 60 fermetra íbúð fannst okkur við vera komin í höll, enda var svo rúmt um okkar að foreldrar mínir leigðu út stofuna, hjónum með fjögur börn. Samt var oft þröng á þingi, en allt gekk þetta og á þessum árum var nægjusem- in í fyrirrúmi og öll fórum við systkinin að vinna um leið og hægt var.“ „ Við hvað léku börn sér á þessum tíma?“ „Við lékum okkur mikið í hrauninu vestur af bænum og einnig stunduðum við veiðar við höfnina. Svo var að sjálf- sögðu verið í boltaleikjum og við Vesturbæingarnir fórum oft gangandi inn í Garða- hrepp, en þar var malarvöllur með mörkum sem kallaður var Hraunsholtsvöllurinn og var við Vífilstaðalækinn. Við vorum mikið á skautum út á Balatjörn og á Baggalá og stundum var farið lengra eða á Urriðakotsvatnið og Ás- tjörnina. Annars fór ég strax að vinna og 7-9 ára var ég sendisveinn hjá Guðmundi á Hól sem rak fiskbúð þar sem nú er Thorsplanið. Ég bar fiskinn heim til húsmæðranna og það var nú fín þjónusta. Annars var ég alltaf í sveit á sumrin. Ég var t.d. í sveit austur í Hreppum nokkur sumur og lenti þá í því að reka fé fótgangandi að austan til slátrunar í Reykjavík og tók slík ferð um fimm sólar- hringa, en það var mjög skemmtilegt.“ „Engin prakkarastrik?" Jú, ég held að við höfum ekki verið neitt öðruvísi í þá daga en börn og unglingar í dag. Það var t.d. mjög spennandi að hanga aftan í. Þá voru þrír aðilar sem voru með ferðir milli Hafnarfjarðar og Reykja- víkur eða Steindór, B.S.R. og Aðalstöðin. Eitt sinn man ég að við vorum að hanga aftan í og ég hafði valið mér besta bílinn sennilega frá Steindóri. Ég ætlaði að hanga aftan í upp að Tungu, en einhverra hluta vegna festi ég aðra skálmina í bílnum og dróst á eftir honum með andlitið í götunni langt upp á hraun, en þá losnaði ég og kom til baka alblóðugur og illa útleikinn í framan. Ég neitaði algjörlega að fara til iæknis en konan í næsta húsi hreinsaði á mér andlitið og gerði það betur en nokkur læknir." „ Varstu ekkert t íþróttum?" Jú, ég var og er mikill Hauka- maður og lék handbolta með þeim þegar ég var 17 og 18 ára, en fótbolta spilaði ég ekki með þeim þar sem ég var annað hvort í sveit á sumrin eða á sjó. Ég hef mjög gaman af því að horfa á íþróttir í sjónvarpinu og held að sjálfsögðu með Haukum.“ „Og hvenær ferð þú svo fyrst á sjóinn?" „Mínar fyrstu sjóferðir fór ég þegar ég var tíu ára gamall með gömlum manni sem Guðmundur Guðmundsson hét. Hann átti trillu og sóttist ég eftir því að fara með hon- um. Hann stundaði skak og skaut oft fugla og þegar hann stundaði þá iðju fékk hann mig til að stýra bátnum. Ég fékk orð í eyra hjá honum ef ég var ekki nógu fljótur beygja eftir hans fyrirsögn. Aldrei skaut hann fugl sem sat á sjónum heldur einungis á flugi. Við Guðmundur urð- um mestu mátar og fékk ég stundum í soðið hjá honum. Það var svo eftir áramótin 1939 að ég fór sem vertíðar- drengur suður í Grindavík og var þar á Einari GK 135 sem gerður var út af þeim Húsa- tóftabræðrum og fékk ég 150 krónur fyrir vertíðina en full- gildur hlutamaður fékk rúmar 300 krónur. Kannske voru þetta ekki miklir peningar fyr- ir mikla vinnu því við strák- arnir unnum alveg jafnmikið og hinir fullorðnu. En það var annað sem bætti þetta verulega upp, því jyarna sá ég fyrsta skipti hana Ástu mína, en hún var þá 14 ára gömul og í vist hjá Þórhalli mági sín- um og systur að Húsatóftum. En leiðir okkar lágu svo sam- an síðar og við giftum okkur í janúar 1945 en þá var elsta dóttir okkar þegar fædd.“ Og nú skýtur Ásta inn í að hún gleymi aldrei því þegar Júlli bauð henni fyrst í bíó. Þá var farið í Gamla bíó og myndin var „Á hverfanda hveli“ með Clark Gable og sátu þau á fremsta bekk og voru með hálsríg í marga daga á eftir. „En svo ferð þú á Hafnar- fjarðartogara?" „Já, sumarið 1939 fer ég á Maí á síld og er með Benedikt Ög- mundssyni sem var mikill öndvegismaður og einhver besti sjómaður sem ég hef nokkru sinni þekkt, rólegur og yfirvegaður og jDekkti skip- in sem hann var með. Hann kenndi mér mikið og var hann góður skóli öllum sem voru með honum. Ég var með Benna allt til ársins 1953. Um haustið 1946 fór ég í Sjómannaskólann og lauk honum vorið 1948 og gekk það sæmilega. Þegar ég kom út af skólanum fór ég strax sem annar stýrimaður á ný- sköpunartogarann Júlí en hann kom nýr til Hafnarfjarð- ar í desember 1947. Þar var ég síðan sem fyrsti og annar stýrimaður þar til ég tók Bjarna riddara um áramótin 1953-1954. „Hvernig var að vera á sjó í stríðinu?" „Það var náttúrulega allt öðruvísi, hvergi mátti sjást ljóstýra eftir myrkur, allir gluggar voru birgðir og skipin mjög greinilega merkt ís- lenska fánanum í bak og fyrir. Stundum var okkar skipað að stöðva vélarnar og allir kall- aðir upp á dekk, stundum sáum við kafbát sem gefið hafði skipunina, en oftar en ekki sáum við ekkert. Þegar siglt var á vesturströnd Eng- lands í Norðursjónum var Á myndinni sjáum viö foreldra Júlíusar og systkinin átta. Fremri röð frá vinstri: Ólöf, Ragnheiöur, Ingibjörg, Anna og SigurÖur. Aftari röö frá vinstri: Ragnar, Júlíus, Gústaf, Þorlákur og Rósmundur.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.