Alþýðublað Hafnarfjarðar - 20.12.1992, Síða 7
Alþýðublað Hafnarfjarðar
7
Bráf tii blaðsins
Dvöl í Cuxhaven
Síðastliðna fimm mánuði
hef ég dvalið í vinabæ okk-
ar Hafnfirðinga, Cuxhaven.
Ég fékk það tækifæri að
heimsækja vinabæinn okk-
Lára Sif Hrafnkelsdóttir
ar, fara í skóla og búa hjá
fjölskyldu, sem er jú alveg
frábær.
Cuxhaven er að sjálfsögðu
hafnarbær og búa hér 72
þúsund manns. Cuxhaven
hefur upp á margt að bjóða,
hér er m.a. falleg strönd,
hægt er að fara í siglingar,
hér er ágætlega stór versl-
unargata, leikhús, fjölleika-
hús, góðar sundlaugar, mik-
ið úrval af veitingahúsum,
krár, danshús, diskótek
o.s.frv.
Ætlunin var fyrst og fremst
að læra þýska tungumálið,
en ég hef komist að því að
ég hef lært miklu meira en
það. Ég er í skóla hér og
finnst mér hann mjög góð-
ur m.a. mjög góður agi.
íþróttaframboðið hér er
mjög svo gott. Hér eru
einnig mjög góðar líkams-
ræktarstöðvar, sem ég
stunda auðvitað af fullum
krafti. Áður en ég lagði af
stað til Cuxhaven hafði ég
reyndar heyrt að Þjóðverj-
ar væru frekar leiðinlegir,
en ég hef komist að annari
niðurstöðu, þeir eru þvert
á móti mjög þægilegt og
vinalegt fólk.
Svo er Cuxhaven mjög vel
staðsett í Evrópu og ekki er
langt að fara ef maður vill
heimsækja stærri borgir
svo sem Berlín, Hamborg
og Bremen.
Mitt álit á ferð eða dvöl
eins og ég er í er mjög gott.
Maður verður sjálfstæðari,
maður verður að treysta
meir á sjálfan sig en þegar
maður er heima hjá foreldr-
um sínum. Maður kynnist
nýrri menningu, nýju fólki
og nýjum siðum og svona
gæti ég lengi haldið áfram
að telja upp.
En sem sagt, hér er mjög
gott að vera, liér er gott að
vera íslendingur.
Bestu kveðjur heim til
Hafnarfjarðar.
Lára Sif Hrafnkelsdóttir
A myndinni sjáum viö frá vinstri, Pál Kristjánsson frá Hagvögnum,
Gissur Guðmundsson form. lögreglumanna t Hafnarfirði, Guðmund
Sófusson sýslumann, Húnbjörgu Einarsdóttur umsjónarmann með
félagsstarfi aldraðra og Valgarð Valgarðsson lögregluþjón sem
hefur umsjón með umferðafrœðslunni
Umferðafræðsla aldraðra
Umferðafræðsla er á okkar
tímum ákaflega mikilvægur
þáttur í lífi fólks. Hér í Hafn-
arfirði hefur lögreglan um
margra ára skeið veitt þessa
fræðslu í grunnskólum bæjar-
ins við góðar undirtektir
unga fólksins. Sá lögreglu-
þjónn sem nú annast þessa
fræðslu hér í bæ er Valgarður
Valgarðsson. Við náðum tali
af Valgarði og hann lét okkur
í té skemmtilegar upplýsing-
ar af starfi sínu nú á þessu
hausti.
„Ég hef nú heimsótt alla
grunnskólana og verið með
umferðafræðslu í hinum
ýmsu bekkjum þeirra. Þá hef
ég einnig heimsótt leikskól-
ann og þar er nú áhuginn
ekki minni. Síðan fór ég í
samvinnu við fyrirtækin Hag-
vagna h/f og Almennings-
vagna bs. til yngstu nemenda
grunnskólanna og kynnti
þeim hvernig á að umgangast
strætisvagna, bæði hvað
varðar umgengni í vögnunum
og ekki síst þær hættur sem
fyrir hendi eru þegar farið er
í og úr strætó, því þá liggur
mörgum ansi mikið á stund-
um.“
„Er um einhverjar fleiri nýj-
ungar að ræða hjá ykkur?“
„Já, nú nýlega buðum við elli-
lífeyrisþegum til þessarar
fræðslu. Það var að frum-
kvæði Guðmundar Sófusson-
ar, sýslumanns að við í sam-
ráði við Húnbjörgu
Einarsdóttur umsjónarmanns
með félagsstarfi aldraðra hjá
Hafnarfjarðarbæ buðum hin-
um öldruðu í hringferð um
bæinn í einum af hinum nýju
vögnum Hagvagna og lauk
ferðinni í Kaplakrika þar sem
sest var niður og kaffi og
meðlæti var á boðstólum. Þar
sýndum við m.a. gamla mynd
um umferðafræðslu og einnig
kom kór Hvaleyrarskóla og
söng fyrir gamla fólkið. Ég
held að þetta hafi tekist í alla
staði hið besta. Einnig verður
vistfólki á Hrafnistu og
öldruðum úr Garðabæ og
Bessastaðahreppi boðin
þessi fræðsla. Einnig má geta
þess að Hafnarfjarðarbær gef-
ur öllum þeim sem þessa
fræðslu fá ókeypis endur-
skinsmerki, sem allir eru
hvattir til að nota.“
Sennilega er Valgarður sá
kennari, sem hefur breiðastan
hóp nemenda. Hann fæst við
að fræða fólk frá 4 ára aldri
og uppúr um hvernig best sé
að haga sér í umferðinni og
vinnur þar þakklátt starf.
Að lokum bað Valgarður okk-
ur hér á Alþýðublaði Hafnar-
fjarðar að koma þakklæti sínu
til þeirra aðila sem á einhvern
hátt stuðla að bættri umferða-
menningu hér í bæ og nefndi
hann sérstaklega Hagvagna
Almenningsvagna bs. og Hafn-
arfjarðarbæ. Við þökkum Val-
garði spjallið og óskum hon-
um velfarnaðar í mikilvægu
starfi.
Þau undu sér vel á umferða-
frœðslunni í Kaplakrika.
Til jóla
í hádeginu frá miðvikudegi til föstudags
og öll kvöld
Verð I
kr. 1590,-
í hádeginu
kr. 1980,-
i ákvöldin
Hangikjöt - svtnabógur - London lamb - svínasteik - svínasteik með puru -
svínasulta - svartfuglsbringur - svínakæfa með beikoni - pottréttur - kjötbollur -
eplaflesk - rúllupylsa - salami - kartöflusalat - heitar kartöflur - rauðbeður - súrar
gúrkur - 10 tegundir síld - rauðspretta - reyktur lax - rúgbrauð - marinerað flesk -
marineraður silungur - fiskréttur - o.fl.