Alþýðublað Hafnarfjarðar - 20.12.1992, Page 9

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 20.12.1992, Page 9
Alþýðublað Hafnarfjarðar 9 sögn hans um dvölina, bæði því sem hann sagði mér og því sem skrifað var í þessa bók. Þetta var ævintýraleg sigling með saltfiskdallinum og tók hún um þrjár vikur. Ahöfnin var skrautleg og á meðal háseta var Einar nokkur Kárason, nú rithöfundur, sem hefur verið ólatur við að segja sögur af furðulegu fólki. bað sakar því víst ekki að segja eina af honum. Þegar við komum til fyrstu hafnar, sem var Napolí á Ítalíu var galsi í mannskapnum eftir langa siglingu. Einar bað mig um að koma með sér í land og sagði að það væri best að við tækjum með okkur nokkra saltfiska í poka. Til að komast út af hafnar- svæðinu með farminn fékk toll- vörðurinn í hliðinu sinn skammt. Þetta var um kvöld og hann kallaði okkur inn í skýlið og lét okkur hvolfa úr pokunum á gólfið. Dreifði síðan úr fiskinum með fætinum og skoðaði þessa rómuðu íslensku afurð í andagt. Eftir erfitt val, sem fólst í því að snúa upp á vígalegt yfirskeggið, eins og þar væri lausnina að finna um hvaða fiskar brögðuðust öðrum betur, tíndi hann upp nokkra af gólfinu og gaf okkur merki um að fara, með tilheyrandi saltfiskbendingum. Við tókum stefnuna á næsta götu- markað, þar sem okkur voru boðin gull og grænir skógar fyrir fiskinn. Létum við nokkra af þeim minnstu fyrir ýmislegt handhægt og annað sem okkur bráðvantaði, eins og til dæmis húfur. En þá varð mér ljóst að nafni minn ætlaði sér eitthvað annað og meira með þennan saltfisk. Hvað það var skýrðist fyrst þegar við vorum búnir að þræða nokkrar hliðargötur og öngstræti og enduðum loks inni á búllu nokkurri, þar sem Einar sveiflaði vænsta fiskinum upp á barborðið. Hann gaf til kynna með tilheyrandi látbragði og óhljóðum að hann vildi fá konu fyrir þennan væna saltaða þorsk. í fyrstu varð feitur ítalinn fyrir innan barborðið, með skítuga svuntuna framan á sér og glas í hendi sem hann var að þurrka, einfaldlega hlessa. Þegar hann lagði frá sér glasið og beygði sig yfir fiskinn, þurrkandi af fingrunum afar varlega í svuntuna, varð mér fyrst Ijóst að hann var alveg dolfallinn yfir þessari fegurð, sem þarna blasti við honum og hafði verið lögð sí svona upp í hendurnar á honum. Hann lyktaði af honum , snerti hann í aðdáun með fingurgómunum og kallaði svo allt í einu eitthvað í átt að rauðu flauelistjaldi við enda barborðsins. Svo stundi hann upp nokkrum sinnum „Mamma mia og belle, belle", áður en stúlkan birtist. Hún var ekki óálitleg, en þegar maðurinn hafði bent nokkru sinnum á fiskinn, okkur, hana og út í loftið í allar áttir með tilheyrandi orðaflaumi, sem hljómaði eins og fegursti söngur, þá skiptust allt í einu veður í lofti og hún hjólaði í hann í trylltri bræði. Við gripum fiskinn og hlupum á dyr, því það var nú augljóst að þessi kona myndi aldrei selja sig fyrir íslenskan saltfisk. Eg og kærastan komumst til Grikklands og vorum á eyjunni Krít fram yfir áramót en síðan fram til vors í Diafani á eyjunni Karpaþhos. Þá féll ég fyrir Grikklandi og Grikkjum, einlægni þeirra og öðrum þeim mannlegu eiginleikum sem gera þá svo sérstaka. Þessi vetrardvöl varð til jress að ég fór síðar í nokkrar stuttar heimsóknir til Grikklands á meðan ég bjó í Danmörku og síðar til fimm ára dvalar í fjöllum Manihéraðs, syðst á Pelopsskaganum.” Nám - Næstum dauður úr malaríu “Eftir vetrardvölina í Grikklandi hóf ég nám við Kennaraháskóla íslands og lauk þaðan námi frá mynd- og hand- menntadeild árið 1979. Á vorin stundaði ég skak á bátnum okkar frá Stykkishólmi og var við fararstjórn á Ibisa á sumrin. Ég álít að kennaranám sé nokkuð góð almenn menntun á háskólastigi, sem nýtist til margra hluta. Enda eru fjölmargir sem hafa útskrifast frá Kennaraháskólanum í öðrum störfum en kennslu. Ekki eru það kennaralaunin sem freista, en samt virðist aðsóknin í kennaranám vera í stöðugum vexti. Síðan kenndi ég eina önn í Myndlista- og handíðaskólanum, eitthvað sem ég hafði verið að þróa, einskonar fjölmiðlakennslu. Ég skrifaði bók um efnið sem lieitir Fjölmiðlar og uppeldi og þýddi og staðfærði aðra sem heitir Kvikmyndin og er eftir Danann Chris Brögger. Þær voru báðar gefnar út 1980 en þá var ég fluttur til Danmerkur. Þar sótti ég námskeið í Háskólanum og Kennara- háskólanum og einnig í Þýskalandi og Englandi. Var á kafi í þessum fjölmiðlafræðum og skrifaði talvert um kvikmyndir í dagblöð. Þaðan fór ég til Malasíu, Tælands og Indónesíu. í Kuala Lumpur kynntist ég málaranum Ibrahim Hussein sem ég og félagi minn, palentískur Ameríkani gerðum kvikmynd um og sýndum síðar verk hans í listamiðstöðinni okkar í Danmörku, sem ég segi síðar frá. 1 millitíðinni hafði ég verið í kvikmyndanámi hjá Arnold Eagle í New York, eignast hús á Súmötru og næstum drepist þar úr malaríu." Grikkland sótti fast að mér „Árið 1980 flyst ég til Danmerkur eins og áður sagði og kynntist þar sambýliskonu minni Susanne Christensen, myndlistarkonu. Við áttum og rákum þar saman einskonar listamiðstöð en þurftum að fara til Hunza í Himmalæjafjöllum norður Pakistans til að ljúka verkefni þar, sem ég hafði unnið að árið áður. Það var smíði sólfangara, sem nú er reyndar á safni í Gilgit, stærsta þorpinu þarna í fjöllunum. Þaðan fórum við til Tælands þar sem sambýliskona mín veiktist illilega og lagðist inn á sjúkrahús. Svo var það einn daginn að ég þurfti að fara í bæinn til að versla og ákvað að baða mig á ströndinni í leiðinni. Þá var það sem Grikkland sótti svo fast að mér, minningar, söknuður og löngun. Þegar ég kom á sjúkrahúsið aftur og ætlaði að fara að segja Susanne frá upplifun minni á ströndinni, þá sagðist hún vita að nú færum við saman til Grikklands. Það varð úr að við breyttum flugmið- unum og hættum við að fara til Malasíu og Indónesíu, þar sem ég hafði eignast hús nokkrum árum áður, en það var á Súmötru og hafði ég dvalið þar nokkrum sinnum. Við flugum beint til Kaupmannahafnar um leið og Susanne hafði náð heilsu. Við leigðum hluta af listamiðstöðinni til leikhóps, keyptum okkur gamalt VW rúgbrauð og breyttum afturrými þess í stóra himnasæng. Því næst ókum við glaðbeitt niður Evrópu á vit nýrra ævintýra Það merkilega við þetta allt saman var að við vissum að syðst á Pelopsskaganum biði okkar eitthvað, en vissum ekki hvað það var. Fyrst dvöldum við í tvær vikur í yfirgefnu þorpi, þar sem öll húsin voru hlaðin úr grjóti og voru sum þeirra í mjög góðu ásigkomulagi þrátt fyrir að enginn hefði búið þar lengi. Reyndum við að finna eigendur húsanna með það í huga að leigja eða jafnvel kaupa. En ekkert gekk að öðru leiti en því, að við urðum stöðugt heillaðri af þessu þorpi. Svo var það einn daginn eftir um það bil tvær vikur, að við sáum í fyrsta skipti manneskju í þorpinu. Við hugsuðum okkur gott til glóðarinnar að hitta loks mann þarna. Þegar við komum að honum sneri hann í okkur baki og var í hrókasamræðum. Það fannst okkur skrýtið, því enginn annar en hann var sýnilegur. Við stóðum aðeinsí tveggja metra fjarlægð frá honum og enn snéri hann í okkur baki og hélt samræðunum áfram. Þá varð okkur ljóst að maðurinn var að tala við grjótvegginn. Hann snéri sér við og okkur mætti augnaráð annars heims. Við heilsuðum honum en hann virtist horfa í gegnurn okkur, sindrandi augum, með sælubros á vör. Það var eins og við áttuðum okkur og við yfirgáfum þorpið og ókum yfir fjallgarðinn yfir á austurströndina. Ekki vorum við fyrr komin í gegnum fjallaskarðið en við komum auga á konu með tvö börn sér við hlið sem veifaði okkur úr vegarkantinum. Við buðum þeim far, en hún var þýsk og hafði búið þarna í nálægu þorpi í nokkur ár. Yngra barnið var veikt og við keyrðum hana á næsta spítala. Á leiðinni spjölluðum við saman og þegar hún heyrði að við værum að leita að húsi, sagðist hún vita um stað sem myndi örugglega henta okkur. Lýsti hún leiðinni þangað í grófum dráttum en bætti því við að það væri nánast ógerlegt að rata nema maður þekkti leiðina. Við ákváðum samt að reyna og fundum staðinn og einnig eigandann eftir ýmsar krókaleiðir. Húsið var eitt af þremur yfirgefnum íbúðarhúsum á þessari hæð, en þar voru einnig útihús. Við gerðum munnlegt samkomulag við eigandann um frjálsa ábúð til þriggja ára, gegn almennu viðhaldi og fluttum inn sama dag. Þetta gekk allt eins og í sögu og þarna vorum við í fimm ár. Segja má að þessi ár á frjósömu klettahæðinni hafi verið með því ljúfasta sem við höfum lifað. Við hjuggum myndir í steininn, stund- uðum lífræna ræktun á grænmeti, möndlum og olífum til eigin nota. Við vorum með hænsni, endur, ketti, hunda og á tímabili geit og hesta. Frjálst, áhyggjulaust og einstaklega Ijúft líf, sem að lokum var bara of gott. Þarna hefðum við auðveldlega getað dagað uppi, ef annað hefði ekki kallað. Skólastjóri í Hrísey og aftur í Fjörðinn „Eftir þessi fimm dásamlegu ár í Grikklandi vorum við aftur komin til Kaupmannahafnar en áttum erfitt með að aðlagast aftur borgarmenningunni og þá var það að við seldum listamið- stöðina og ég réð mig sem skólastjóra í Hrísey og Susanne kenndi þar myndmennt. Þar dvöldum við einn vetur en héldum þá aftur á vit ævintýranna og fórum um vorið í átta mánaða ferðalag til Indónesíu, Fiji eyja, Nýja Sjálands, Japans og Nepal. Þetta var ein af mörgum ævintýra og námsferðum sem við höfum farið á síðustu 12 árum. Eftir heimkomuna bjuggum við í húsinu hennar Jónu systur á Hverfisgötunni og hjuggum þar í steininn á meðan hún vann að sinni list, -leirlistinni, í Ungverjalandi, eins og hún hefur gert mörg undanfarin sumur. Afraksturinn af sumarstarfinu sýndum við svo í Hafnarborg í ágúst s.l. Verkin voru unnin í grástein og marmara, en Susanne sýndi verk unnin í móberg. Það var íslenskt grjót sem réði þar ríkjum, enda var sýningin frá minni hendi lof og þakkargjörð til náttúr- unnar og ekki síst þeirrar íslensku. Það var sérstaklega gott að vinna jressi verk þarna í garðinum, skúrnúm og kjallaranum að Hverfisgötu 31. Jóna er búin að koma sér jrar upp ljómandi vinnuaðstöðu og andi hennar er þar ávallt nálægur. Útsýnið er líka mjög fallegt yfir bæinn í miðju hjarta hans. Svo fundum við grásteininn og móbergið í grennd við bæinn, í fjörunni og upp til fjalla. Það var Bjarni Gíslason og kona hans, valkyrjan Gauja sem byggðu þetta hús og voru þar með hluta af búskap sínum. Þau voru jrar með kú og fjölda katta eins og margir rnuna. Bjarni var einnig með fiskverkun uppi við Reykdal og þar vann ég mér inn minn fyrsta pening. Hann borgaði alltaf í reiðufé að loknu dagsverki." í norrænu gesta- vinnustofunni í Hafnarborg "Áður en Jóna systir mín kom aftur frá Ungverjalandi til að kenna við Myndlista- og handíðaskólann, þar sem hún leiðir leirlistadeildina, sóttum við um norrænu gestavinnustofuna í Hafnarborg og vorum svo heppin að fá þar inni í þrjá mánuði. Þetta er einstök aðstaða fyrir listamenn og ekki síst farandlistamenn eins og okkur. Hafnarfjarðarbær hefur gert stórkostlega hluti fyrir listir og menningu á síðastliðnum árum og undirtektir bæjarbúa verið frábærar. T.d. hefur aðsóknin að sýningum í Hafnarborg sýnt og sannað hversu vel íbúarnir kunna að meta þetta glæsilega framtak. Nú svo er það högg- myndagarðurinn á Víðistöðum, listamiðstöðin í Straumi, nýstofnaður myndlistarskóli og væntanlegur sýningarsalur á sama stað. Ékki má gleyma glæislegum tónlistar- skóla og safnaðarheimili sem nú er í byggingu. Þegar fyrstu skóflustung- urnar voru teknar að þeim byggingum nú í haust í kalsaveðri undir þungbún- um himni, þá gerðist nokkuð sem mér finnst lýsa betur en orð þeirri birtu sem stafar af þessu framtaki á sviði lista og menningar í bænum. Ýmsar ágætar ræður voru þar fluttar af tilefninu og loks kom að Sigurbirni biskupi, þeim einstaka manni, að blessa framkvæmdirnar. Hann lyfti höndum mót þungbúnum himni og blessaði stað og stund og þá um leið brutust sólargeislarnir í gegnum skýjaþykknið, eins og svar máttar- valdanna og blessun. Skóflustung- urnar voru teknar í glaða sólskini." Lokaorð - Hugleiðing um lífið „Hvað tekur við hjá okkur í febrúar næstkomandi, þegar afnotum af gesta- vinnustofunni lýkur, vitum við ekki. Við höfum áhuga á að hafa bækistöð og heimili hér á íslandi, allavega til sumardvalar. Og í því sambandi kemur aðeins Fjörðurinn til greina. Staður í bænum þar sem við getum búið og unnið óskipt að listsköpun. Helst í hrauninu við sjóinn í útjaðri bæjarins. Það hefur verið mjög ánægjulegt að rifja nú upp þessar gömlu minningar um Hafnarfjörð og lítið eitt af því sem á daga mína hefur drifið í ferðum mínum um heiminn. Þar er frá mörgu að segja og efni í mörg viðtöl, jafnvel heilu bækurnar. Það getur verið að þegar ellin færist yfir, ef ég verð svo lánsamur að fá að lifa og þolinmæðin til skrifta eykst, að þá komi ég einhverju saman í bók. Ég á reyndar ýmis ókláruð handrit í bláa kistlinum, sem dusta þarf rykið af. En núna er það höggmyndin og mynd- li^tin sem á hug minn allan. Það er á þeim vettvangi sem sköpunargleðin og tjáningarþörfin fær útrás. í nóvember var ég með sýningu í Gallerí Umbru í Reykjavík á átta myndum sem ég vann í olíuiiti og grástein. Núna geri ég lítið annað og nýt þess svo lengi sem ég get. Ég læt mér nægja einn dag í einu og hef aðeins óljósar hugmyndir um framhaldið, þó ekki skorti draumana og sýnirnar. Það er listin að lifa sem höfðar mest til mín og að lífslistinni finnst engin upp- skrift. Sú list verður heldur aldrei lærð, en lærir svo lengi sem lifir. Lífið er hverfult og háð stöðugum breytingum, en ég hef mitt vegarnesti og við það bætist stöðugt. Eitt tekur við af öðru á lífsleiðinni, hugmyndir fæðast, sumar öðlast form næstum fyrirvaralaust, aðrar eru lengi í gerjun og enn aðrar umbreytast eða gleymast. Líklega er ég einskonar tækifærissinni og ef það er sú merking sem Ragnar í Smára lagði í hugtakið, þá er ég sáttur við það. Hann spurði hvernig það væri hægt að komast eitthvað áfram, ef maður hagaði ekki seglum eftir vindi. Hvert, - það er svo allt annað mál. Það má segja að trú mín felist í eins- konar tilvistartrausti þar sem mörk veruleika og draums eru óljós og oft engin, en fegurðin og gæðin eru aðal aðdráttaraflið. Við erum hvert um sig hluti af margbreytilegri heild og þessi óskilgreinanlega heild býr í okkur, hverju og einu. Því búum við yfir óþrjótandi vitneskju sem við þurfum að læra að uppgötva og beita. Með því að yfirgefa heimahagana, ferðast og gefa sig á vald öðrum og ólíkum menningarheimum, fólki og umhverfi, tel ég að við víkkum ekki aðeins sjóndeildarhringinn, heldur komumst í nánari snertingu við það sem býr innra með okkur, okkur sjálf. Mér finnst til dæmis að þetta flakk mitt um heiminn hafa skýrt og skerpt ýmsa afgerandi mótunarþætti í bernskunni, umhverfi, fólk og aðstæður sem ég á svo mikið að þakka fyrir hver ég er og hvernig líf mitt hefur þróast." Gleðilegjól Með asnanum Lilu á Zaravúní-hœðinni í Grikklandi. Þar bjuggu þau Einar Már og Susanne í fimm ár. Þessi mynd var tekin í verslun Jóns Gíslasonar um 1960. A myndinni eru þeir Guðvarður Jónsson faðir Einars og Sigurður Arndal.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.