Alþýðublað Hafnarfjarðar - 20.12.1992, Page 11
Alþýðublað Hafnarfjarðar
11
Tvær glæsilegar Hafnarfjarðarbækur
Fólkið í Firðinum
Arni Gunnlaugsson
Nýlega er komið út þriðja
bindið af verki Árna Gunn-
laugssonar, hæstaréttarlög-
manns og fyrrverandi bæjar-
fulltrúa, Fólkið í Firðinum.
Þetta er lokabindið og er það
helgað minningu föður Árna,
Gunnlaugi Stefánssyni kaup-
manni, en hinn 17. nóvember
s.l. voru liðin 100 ár frá fæð-
ingu hans.
Þetta lokabindi er 227 blað-
síður að stærð, með 220
myndum og 296 æviágripum
eldri Hafnfirðinga. Myndir og
frásagnir eru miðaðar við
það, að viðkomandi hafi náð
75 ára aldri og hafi lengst af
átt heima í Hafnarfirði. Að
sjálfsögðu er stundum vikið
frá þessu, þegar annað hjóna
er yngra en 75 ára.
I þessum bókum Árna er ó-
hemju mikill fróðleikur fólg-
inn um Hafnfirðinga, sem
fæddir eru um og eftir alda-
mótin síðustu og myndirnar
bera vott um glöggt auga, fag-
mannlegt handbragð og
vönduð vinnubrögð. I bindun-
um þremur er að finna sam-
tals 612 ljósmyndir og æviá-
grip 750 einstaklinga. Þetta er
sjór af forvitnilegum fróðleik í
myndum og máli. Þessar
bækur Árna Gunnlaugssonar
eiga efalaust eftir að ylja
mörgum Hafnfirðingnum um
hjartarætur og auka á gleði-
Síða úr „Fðlkið í Firðinum
og ánægjustundir þeirra. Það
er trú mín, að fleirum fari
sem mér, þegar þeir fletta
þessum bókum, að þeir sjái
mörg kunnugleg andlit af fólk-
inu hér í Firðinum, segi síðan
við sjálfa sig í hálfum hljóð-
um:
"Já, ég man vel eftir þessu
fólki, ég mætti því oft hér á
götunum og ýmsum manna-
mótum. Hvað hétu þau nú aft-
ur, hver voru þau og hvað
gerðu þau ?"
Og þá er bara að líta í æviá-
gripið, tii þess að skýra minn-
inguna sem blundar í hug-
skotinu.
Fólkið í Firðinum er bók, sem
ætti að vera til á öllum grón-
um heimilum hér í Hafnar-
firði. Hún er sígilt heimildarit,
sem styttir lesendum sínum
stundir hvenær sem þeir
gefa sér tíma til að fletta
henni.
Bókin er þeirrar náttúru, að
það má fletta henni og lesa
hana aftur og aftur og hún
verður því skemmtilegri og
hugstæðari, sem það er oftar
gert. Þess vegna ætti það að
verða Hafnfirðingum metnað-
armál að eignast þessa bók
og láta hana liggja frammi á
heimilum sínum, gestum og
gangandi til yndis og ánægju.
Hættan sem þessu fylgir fyrir
húsráðendur er kannski sú,
að gestirnir gleymi sér við að
skoða bókina og verði ekki til
viðtals við þá.
En hitt er þó líklegra, að
einmitt verði sitthvað í bók-
unum til þess að vekja
skemmtilegar umræður um
menn og málefni, rifja upp
liðna tíma og gömul og góð
kynni við hafnfirskt heiðurs-
fólk
Árni Gunnlaugsson á skilið
bæði heiður og þökk fyrir
bækurnar Fólkið í Firðinum.
Þær verða óbrotgjarn minnis-
varði um son sem minnist
föður síns með ágætu verki.
Mikil vinna, áhugi og atorka
liggur að baki bókum sem
þessum. Þær verða ekki til af
sjálfu sér. Með bókunum
Fólkið í Firðinum hefur enn
ein perla bæst við í fjársjóði
Hafnfirðinga.
Hörður Zóphaníasson.
Straumar
Lárus Karl Ingason
Lista- og menningarlíf í Hafn-
arfirði hefur verið í góðum og
vaxandi gangi á umliðnum
árum. Listamenn á margþætt-
um vettvangi listarinnar,
eldri sem yngri, hafa miðlað
svo miklu og góðu, gefið af
sjálfum sér. Og bæjarbúar og
aðrir hafa notið svo ríkulega
og eiga þeim svo margt að
þakka sem auðgað hafa tilver-
una og lyft mannlífinu yfir
gráma hversdagsleikans með
listsköpun sinni.
Það var því þörf og góð hug-
mynd, sem spratt upp hjá á-
gætum hafnfirskum ljósmynd-
ara hér í bæ, Lárusi Karli
Ingasyni, að koma á bók
þönkum hafnfirskra lista-
manna og kynningu á þeim
með myndrænum hætti.
Um þetta verkefni tókst gott
samstarf milli höfundar,
Lárusar Karls, og bæjaryfir-
valda. Bókin ber nafnið
"Straumar - Ljósbrot í iðu
hafnfirskrar listar". Þar eru á
blaði fjörutíu og einn lista-
maður sem tengist Hafnar-
firði með beinum og óbeinum
hætti. 1 raun og sanni eru þó
listamennirnir fjörutíu og
tveir, því með ljósmyndum
sínum hefur Lárus Karl sjálf-
ur fest sig á spjöld sögunnar
sem listamaður linsunnar.
Það eru ljósmyndir af lista-
mönnunum sem eru kjölfesta
þessa bókar. Ágætur texti,
sem Sæmundur Stefánsson
hafði umsjón með, og einnig
er að finna á ensku í bókinni,
gefur henni síðan aukið gildi.
Ljósmyndir Lárusar Karls eru
jafnfjölbreyttar og fyrirmynd-
irnar. Lárusi hefur tekist að
fanga hugblæ andartaksins
og um leið þau meginstef sem
hverjum og einum listamann-
inum fylgja. Myndirnar segja
svo heilmargt um bak- og for-
grunn í lífi og list hvers ein-
staklings sem birtist á síðum
bókarinnar. Það er "kómík" í
svip Sigga Sigurjóns leikara,
það er bjart bros og hreyfan-
leiki yfir Margréti .1. Pálma-
dóttur kórstjóra, það er
sveifla hjá Guðmundi
"trommu" Steingrímssyni,
það er yfirvegun og fágun hjá
Agli Friðleifssyni, það er
dulúð en um leið frumkraftur
hjá Sveini Björnssyni og yfir-
bragð ákveðni en um leið
mýktar og víddar sem ein-
kennir ljósmyndina af Eiríki
Smith. Svo mætti halda áfram
og tíunda á hvern hátt Lárusi
Karli hefur tekist að kalla
fram á ljósmynd þann innri
mann sem fyrirmyndin hefur
að geyma.
I stuttu máli sagt: Hin besta
bók sem bæjarbúar ættu
flestir að eignast. Og ekki síð-
ur bók til gjafa til vina og
kunningja heima og erlendis.
Guðmundur Árni Stefánsson
Líf og gleði skín úr hverju andliti
.Síðastliðinn mánudag litum
við inn á æfingu í íþrótta-
húsi Víðistaðaskóla, sem
ekki væri nú í frásögur fær-
andi nema fyrir þá sök að
allir sem þátt tóku í æfing-
unni voru fatlaðir, við vor-
um sem sagt komnir á æf-
ingu hjá íþróttafélaginu
Fjörður yngsta íþróttafélagi
bæjarins. Þarna ríkti svo
sannarlega líf og Qör og
gleðin skein úr hveiju and-
liti og við hliðarlínu vallar-
ins sátu foreldrar og fylgd-
ust með börnum sínum.
Þarna hittuin við Hönnu
Kristinsdóttur formann liins
unga íþróttafélags og spyij-
umst fyrir um aðdraganda
að stofnun félagsins.
"Þannig var að við Valgerður
Hróðmarsdóttir sem báðar
eru mæður fatlaðra drengja
sem komnir eru á þann aldur
að vilja taka þátt í íþróttum
fundum hjá okkur þörf til að
hjálpa þeim til að geta verið
með eins og önnur börn. Við
fengum fulltrúa frá íþrótta-
sambandi fatlaðra til kynning-
arfundar hingað í maí og í
framhaldi af því var stofn-
fundurinn haldinn 1. júní sl.
Á þann fund mættu um 60
manns og síðan liefur allt ver-
ið á beinu brautinni. Við feng-
um góða aðstoð frá Hafnar-
jfarðarbæ og þeir Árni
Guðmundsson, æskulýðsfull-
trúi og Ingvar Jónsson
íþróttafulltrúi bafa veitt okk-
ur alla þá aðstoð sem þeim
hefur verið möguleg. Fyrir
alla þessa aðstoð erum við
mjög þakklát."
"Hverjir eru svo félagar?"
"Það geta allir orðið félagar
og við viljum að sjálfsögðu fá
sem flesta til að gerast styrkt-
arfélagar, en æfingarnar eru
opnar fyrir alla fatlaða í Hafn-
arfirði sem eru 6 ára og eldri
og við erum með þrennskon-
ar æfingar þ.e. almennar í-
þróttir, boccia og sund og ég
vil bara hvetja alla fatlaða til
að mæta og þá sérstaklega
foreldra fatlaðra barna að
mæta með þau á æfingar, þau
munu alls ekki sjá eftir því.”
"Telur þú að margir fatlaðir
mœti ekki lijá ykkur?"
"Já, í Hafnarfirði eru um 60
börn undir 16 ára aldri fötluð
og vildi ég gjarnan sjá þau
sem allra flest hér. Sumir vita
sjálfsagt ekki af þessum æf-
ingum, en eg er hrædd um að
sumir hverjir þori einhverra
hluta vegna ekki að mæta, en
ég vil bara segja þessu fólki
að allir eru velkomnir til okk-
ar og ég veit að börnin sem
mæta hér eru yfir sig ánægð
og bíða alla vikuna eftir
næstu æfingu."
"Og hvernig gengur svo félags-
starfið?"
"Bara vel, við höfum staðið í
fjáröflunum sem gengið hafa
vel, allir hafa tekið okkur vel,
en eins og ég sagði áður þá
viljum við sjá fleiri á æfingun-
um, af því að við vitum hvað
þetta gerir börnunum gott.
Fullorðnir hafa mjög gaman
af Boccia og þar eru þeir
eldri í félaginu, sá elsti er
reyndar 72 ára."
"Þið eruð þá bjartsýn á fram-
haldið?"
"Já, við erum bjartsýn, við vit-
um að við erum að gera góða
hluti, það getum við séð á
andlitum barnanna sem hér
eru. Ég hvet alla bæjarbúa til
að taka vel öllum fjáröflunum
okkar og að þeir bendi öllum
fötluðum á félagið okkar."
Við þökkum Hönnu samtalið
og höldum áfram að fylgjast
með æfingunni hjá þeim Jóni
Þór og Sveinbirni sem báðir
eru menntaðir sjúkraþjálfar-
ar, en þeir segja báðir að í-
þróttir séu fötluðu fólki algjör
nauðsyn og eru mjög ánægðir
með starfsemi Fjarðar.
Fyrir skömmu fœrði Kiwanisklúbburinn Hraunborg íþróttafélaginu Firði
höfðinglega gjöf, 200 þús. kr. Myndin er tekin við það tœkifæri og
þarna má sjá þá Hraunborgarmenn Sœvar Stefánsson, Hatlberg Guð-
mundsson og Jón Gest Viggósson. Þá er þarna stjórn Fjarðarins þœr
Aðalbjörg Sigþórsdóttir, Hanna G. Kristinsdóttir, María Gunnarsdóttir,
Þórhildur Sigurjónsdóttir og Valgerður Hróðmarsdóttir ásamt ungum fé-
lögum úr Firði.