Alþýðublað Hafnarfjarðar - 20.12.1992, Page 16
16
Alþýðublað Hafnarfjarðar
Aldarminning Gunnlaugs Stefánssonar
fyrrum kaupmanns í Hafnarfirði
Atorkan einkenndi störf hans, en
glaöværðin og hjartahlýjan
andrúmsloftið kringum hann
Það er þriðjudagurinn 17. nóvember 1992, þegar þetta er
skrifað. Og einmitt í dag leitar minning á hugann, minning
um mann sem ég rétt þekkti í sjón, en hafði heyrt mikið tal-
að um, mann sem á sínum tíma lifði í daglegri tilveru og tali
Hafnfirðinga. Hann hét Gunnlaugur Stefánsson þessi maður
og hann hefði fagnað 100 ára afmæli í dag hefði hann lifað.
Framkvœmdahugur og
framkvœmdadugur.
Lífshlaup og saga Gunnlaugs
Stefánssonar er athygli verð.
Framfarahugur og fram-
kvæmdadugur setti mark sitt
á manninn og glaðlegt yfir-
bragð og góðlátleg kímni
fylgdi honum, hvar sem hann
fór. Hann og afkomendur
hans hafa átt drjúgan hlut í
að móta og mynda þann
Hafnarfjörð, sem við eigum í
dag. Sitthvað sem ég hefi séð
og heyrt um Gunnlaug Stef-
ánsson róta til í huga mínum
og mér finnst það þess virði,
að ég verði að setja það á
blað. Þess vegna verður
þetta skrif til.
Ætt og uppruni
Gunnlaugur Stefán Stefáns-
son fæddist í Hafnarfirði 17.
nóvember 1892. Foreldrar
hans voru sæmdarhjónin Sól-
veig Gunnlaugsdóttir og Stef-
án trésmiður Sigurðsson. Sól-
veig var fædd í Veghúsum í
Reykjavík 1863, en Stefán var
Húnvetningur að ætt, fæddur
að Saurbæ í Vatnsdal árið
1859.
Stefán lærði trésmíði í Hafn-
arfirði hjá Jóni Steingríms-
syni. Árið 1885 lauk Stefán
trésmíðanámi sínu og kvænt-
ist Sólveigu. Ungu hjónin
fluttu til Njarðvíkur og stofn-
uðu þar heimili að Þórukoti.
Þar áttu þau heima næstu
þrjú árin og þar fæddist elsti
sonur þeirra Sigurður Jóel.
Árið 1888 flytur svo fjölskyld-
an til Hafnarfjarðar og átti
þar heima síðan. I Hafnarfirði
stækkaði fjölskyldan myndar-
lega, því að þar fæddust þeim
hjónum sjö börn, Ásgeir, tví-
burarnir Gunnlaugur og Ingi-
björg, Friðfinnur, Valgerður
Þorbjörg, Tryggvi og Ingólfur.
Valgerður Þorbjörg andaðist
á þriðja aldursári, en hin
systkinin komust öll á full-
orðinsár og reyndust dug-
andi atgervisfólk sem tekið
var eftir og eldri Hafnfirðing-
ar muna, meta og virða.
Vakti athygli Fyrir útsjón-
arsemi og dugnað.
Árið 1889 reisti Stefán sér og
fjölskyldu sinni hús syðst í
Úndir hamarstúni.
Húsið var almennt nefnt Stef-
ánshús, stendur enn og kall-
ast nú Suðurgata 25.
Þegar Stefán vann að hús-
byggingu sinni vakti hann at-
hygli þeirra sem til hans sáu
fyrir útsjónarsemi, dugnað
og harðfylgi. Allt eru þetta
eiginleikar sem einkennt
hafa afkomendur hans í rík-
um mæli.
Stefán trésmiður Sigurðsson
varð ekki langlífur maður.
Hann lést skyndilega árið
1906, aðeins 47 ára að aldri
og langt um aldur fram. Það
var mikið áfall fyrir fjölskyld-
una. Eftir lifði ung ekkja
með sjö börn, aðeins tvö
höfðu naumlega náð ferm-
ingaraldri en hið yngsta var
sex ára.
Með dugnaði og guðshjálp
tókst það.
Það blés ekki byrlega fyrir
fjölskyldunni í Stefánshúsi
árið 1906 og það var þungur
róður framundan, þegar fyrir-
vinnan var failin frá. En Sól-
veig sýndi þá eftirminnilega
að hún var enginn veifiskati,
sem beygði af þegar á móti
blés. Með guðshjálp, hug-
rekki og einstæðum dugnaði,
svo og með drengilegri að-
stoð og samheldni barna
sinna, tókst henni að koma
öllum hópnum til manndóms
og athafna. Og þessi börn
þeirra Sólveigar og Stefáns
áttu sér djúpar rætur í Hafn-
arfirði, ólu þar allan aldur
sinn, fórnuðu Hafnarfirði og
hafnfirskum málefnum
starfskrafta sína og settu svip
sinn á mótun og vöxt bæjar-
félagsins.
Skólaganga úr sögunni
Gunnlaugur Stefán Stefáns-
son var 14 ára að aldri er fað-
ir hans féll frá. Höfðu þá ver-
ið uppi ráðagerðir um að
setja hann til mennta, því að
hann var námsfús og efnileg-
ur námsmaður.
Allar ráðagerðir um nám
urðu nú að engu við fráfall
föðurins. Hinn ungi sveinn
kaus líka fremur að verða
móður sinni og systkinum að
liði í hinni ströngu lífsbaráttu
sem framundan var. Honum
var ekkert að vanbúnaði að
hefja störf og afskipti í at-
vinnulífinu, þótt ungur væri
að árum. Athafnaþráin var
honum í brjóst borin, áræði
og einbeitni skorti hann ekki
og hann átti eftir að marka
spor í íslenskri atvinnusögu,
sem eftir var tekið.
Ungur forstöðumaður
Gunnlaugur varð starfsmað-
ur við Kaldá, fyrstu gos-
drykkjaverksmiðjuna á Is-
landi, sama árið og faðir
hans dó. Sú verksmiðja er
talin fyrsti vísir að iðnaði í
Hafnarfirði, stofnuð 1898, en
eigandi hennar var Jón Þór-
arinsson, sem þá var skóla-
stjóri Flensborgarskólans.
Gunnlaugur var 14 ára, þegar
hann hóf störf hjá Kalciá og
þar vann hann næstu þrjú
árin eða til 17 ára aldurs.
Þrátt fyrir ungan aldur ávann
Gunnlaugur sér slíkt traust
hjá húsbændum sínum, að
tvö síðari árin annaðist hann
forstöðu verksmiðjunnar.
Segir það eitt allnokkuð um
manninn.
Bakaranám og brauðgerð
Sautján ára gamall, árið 1909,
hóf Gunnlaugur nám í bak-
araiðn í brauðgerðarhúsi Ein-
ars Þorgilssonar. Starfaði
hann í brauðgerð Einars í
rúman áratug eða til ársins
1920. Seinustu árin hafði
hann brauðgerðina á leigu og
annaðist sjálfur reksturinn.
"Gunnlaugsbúð sér um
sína."
Þá er það, að Gunnlaugur
Stefánsson snýr sér að versl-
unarrekstri, þeim þætti at-
vinnulífsins sem umfangs-
mestur varð í lífi hans. Hann
stofnar verslun í Akurgerðis-
húsinu, sem stóð við Vestur-
götu 10. Þetta var árið 1920.
Verslunina nefndi hann Gunn-
laugsbúð.
Þessa verslun rak hann af
miklum dugnaði og myndar-
skap allt til ársins 1956, undir
kjörorðinu: "Gunnlaugsbúð
sér um sína". Kjörorðið þótti
snjöll auglýsing og höfundur
þess standa furðanlega vel
við það. Enda dafnaði versl-
unin vel og jókst ár frá ári.
Brátt varð húsnæðið í Akur-
gerði alltof lítið fyrir verslun
Gunnlaugs, en hún var bæði
heildsala og smásala. Því var
það, að árið 1928 byggði
bann sér myndarlegt, tvílyft
hús á Austurgötu 25. Með því
má segja að Gunnlaugur
slægi tvær flugur í einu höggi,
því að á efri hæð hússins var
íbúð fjölskyldunnar, en versl-
unin var á neðri hæðinni.
GS kaffið - þjóðkunn vara
En verslunarreksturinn var
engan veginn nógur til að
svala athafnasemi og fram-
kvæmdaþreki Gunnlaugs Stef-
ánssonar. Jafnframt verslun-
arrekstrinum gerðist hann
bæði iðnrekandi og útgerðar-
maður.
Hann hóf rekstur kaffiverk-
smiðju að Vatnsstíg 3 í
Reykjavík árið 1930. Þar fór
fram bæði kaffibrennsla og
kaffibætisgerð. Þessa verk-
smiðju rak Gunnlaugur fram
yfir stríðsárin og var GS kaff-
ið og GS kaffibætirinn þjóð-
kunn vara á þessum árum og
"Ég berst á fáki fráum fram um veg" Gunnlaugur á hesti sínum