Alþýðublað Hafnarfjarðar - 20.12.1992, Page 17
Alþýðublað Hafnarfjarðar
17
/ þessu húsi, Akurgerðishúsinu, byrjaði Gunnlaugur verslun sína Gunn-
laugsbúð árið 1920. Þar var hún til húsa í ár og var rekin undir kjörorð-
inu: "Gunnlaugsbúð sér um sína."
fékkst um land allt.
Áhugi á útgerö og sjósókn
Eitt af fjölmörgum áhugamál-
um Gunnlaugs var útgerð og
sjósókn. Það vildi svo til árið
1934, að Gunnlaugur eignað-
ist jörðina Hóp í Grindavík,
en íandið sem er í kringum
Grindavíkurhöfn í dag var
eign þeirrar jarðar.
Gunnlaugur átti jörðina til
1942 og gerði þaðan út fjóra
báta, sem báru eftirfarandi
heiti: Stefán, Sólveig, Árni og
Bjarni riddari GK 1.
Hrygghrot hjá Tryggva
Gunnarssyni
Varðveitt er skemmtileg saga
frá því, þegar hann um tví-
tugs aldur vildi kaupa vélbát
og hefja útgerð ásamt vini
sínum og jafnaldra Guðmundi
Jónassyni.
Þeir félagarnir Gunnlaugur og
Guðmundur voru áhugasamir
um landsmálin á þessum
tíma og fylgdust náið með
sjálfstæðisbaráttu þjóðar
sinnar í byrjun þessarar ald-
ar. Þeir voru miklir aðdáend-
ur Tryggva Gunnarssonar al-
þingismanns og bankastjóra í
Landsbanka íslands, en jafn-
framt andstæðingar Hannes-
ar Hafstein.
Nú þurftu þeir félagar á lána-
fyrirgreiðslu að halda til þess
að kaupa vélbátinn og hefja
útgerð. Og þá lá auðvitað
beinast við að leita til Lands-
bankans og Tryggva Gunnars-
sonar, vinar þeirra og vopna-
bróður í stjórnmálabarátt-
unni, forustumannsins sem
liélt hátt á lofti merki þeirra
stjórnmálaskoðana sem þeir
aðhylltust og börðust fyrir.
Fullir bjartsýni og vonar
gengu þeir á fund Tryggva
með erindi sitt, en hrygg-
brotnir og vonsviknir gengu
þeir félagarnir af fundi hans.
Hjá Tryggva og Landsbankan-
um var ekkert lán að fá.
Aö styöja unga menn, sem
trúa á landiö sitt
Hvað var nú til ráða ? Hannes
Hafstein var bankastjóri í ís-
landsbanka. Hann vissi þá
báða ungu Hafnfirðingana á-
kveðna andstæðinga sína á
stjórnmálasviðinu.
Samt var nú svo komið fyrir
þeim félögum Gunnlaugi og
Guðmundi, að það hvarflaði
að þeim að leita þangað í
nauðum sínum. Það lá ein-
hvern veginn fyrir þeim að
gefast ekki upp við að koma
hugmyndum sínum í fram-
kvæmd.
Tvisvar brást þeim kjarkur
við útidyr íslandsbanka, að
leita þangað fannst þeim vera
hreint feigðarflan. En þegar
j^eir komu að útidyrunum í
þriðja sinn hertu þeir upp
hugann fóru inn og stóðu ó-
styrkum fótum frammi fyrir
Hannesi Hafstein og báru
fram erindi sín sem best þeir
gátu.
Bankastjórinn og skáldið
hlustaði þögull og þungbrýnn
á mál ungmennanna.
Reis síðan eldsnöggur úr sæti
sínu, þó ekki til þess að vísa
þeim dyr eins og þeir óttuð-
ust.
Hannes Hafstein brýndi rödd-
ina og sagðist dá dirfsku
þeirra og áform. Hann sagði
að bankinn ætti að styrkja
unga menn með trú á landið
og auðvelda þeim leiðir til
bjartari framtíðar. Fyrir-
greiðslan var þar með tryggð
og þeir Gunnlaugur og Hann-
es urðu vinir til æviloka.
Þannig hófst útgerðarsaga
Gunnlaugs Stefánssonar.
Starfandi í KFUM
Gunnlaugur lét líka að sér
kveða á sviði félagsmála.
Hann var mikill vinur og að-
dáandi séra Friðriks Friðriks-
sonar, sem stofnaði KFUM í
Hafnarfirði.
Gunnlaugur var lengi í stjórn
þess ágæta félagsskapar og
annaðist með vini sínum Jóel
Fr. Ingvarssyni og fleirum
rekstur sunnudagaskóla
KFUM í Firðinum.
Þá var Gunnlaugur einn af
stofnendum Félags íslenskra
iðnrekenda.
Sömuleiðis Kaupmannafélags
Hafnarfjarðar og í stjórn þess
var hann um árabil.
Einnig var hann um skeið í
Sjó- og verslunardómi Hafnar-
fjarðar.
Kvonfang og fjölskylda
Hinn 5. nóvember 1921
kvæntist Gunnlaugur Snjó-
laugu Guðrúnu Árnadóttur.
Snjólaug fæddist 7. mars
1898 á Sauðárkróki, dóttir
hjónanna Líneyjar Sigurjóns-
dóttur frá Laxamýri í Þingeyj-
arsýslu og Árna Björnssonar
sóknarprests á Sauðárkróki.
Snjólaug fluttist með foreldr-
um sínum að Görðum á Álfta-
nesi 1913, en þar varð séra
Árni prófastur allt til ævi-
loka, en heimili þeirra pró-
fastshjónanna stóð í Hafnar-
firði frá árinu 1928. Við lát
manns síns flutti frú Líney til
sonar síns Páls Árnasonar
verslunarstjóra í Reykjavík.
Snjólaug var manni sínum
hjartkær, tryggur og traustur
lífsförunautur og bjó honum
og börnum þeirra aðlaðandi
og fagurt heimili með glað-
værð og myndarskap á öllum
sviðum.
Hún starfaði mikið að málefn-
um Þjóðkirkjunnar í Hafnar-
firði bæði með þátttöku í
söngkór kirkjunnar og óeigin-
gjörnum störfum með kven-
félagi safnaðarins. Snjólaug
var mikilhæf kona, ákaflega
músíkölsk og hafði fagra
söngrödd. Manni sínum
reyndist Snjólaug ómetanleg-
ur aflgjafi til góðra verka og
stoð hans og stytta í blíðu og
stríðu.
Þau hjónin, Gunnlaugur og
Snjólaug, eignuðust þrjú
börn, Stefán Sigurð fyrrver-
andi bæjarstjóra í Hafnarfirði
og síðar alþingismann, Árna
hæstaréttarlögmann og Sigur-
laugu, sem átti við fötlun að
stríða.
AtkvϚamiklir afkomendur
Frá þeim Snjólaugu og Gunn-
laugi er mikill ættbogi kom-
inn, mikið mannkosta fólk,
sem þegið hefur í arf marga á-
gæta hæfileika þeirra hjóna,
fólk sem hefur með starfi sínu
haft mikil áhrif bæði hér í
Hafnarfirði og í þjóðfélaginu í
þeild.
Ég pefni serh dæmi þá bræður
Árna og Stefán. Árni var bæj-
arfulltrúi hér í Hafnarfirði í
samtals 20 ár, en Stefán var
bæjarfulltrúi í 16 ár, þar af
bæjarstjóri í Hafnarfirði í 8 ár.
Auk þess átti Stefán sæti á Al-
þingi í nokkur ár. Synir Stef-
áns, sonarsynir þeirra Snjó-
laugar og Gunnlaugs, hafa
svarið sig í ættina með póli-
tískan áhuga og áhrif á stjórn-
málasviðinu. Guðmundur
Árni Stefánsson hefur verið
bæjarfulltrúi í Hafnarfirði í
áratug og bæjarstjóri þar frá
árinu 1986. Og þrír bræðr-
anna, þeir Finnur Torfi, Gunn-
laugur og Guðmundur Árni
hafa átt sæti á Alþingi íslend-
inga.
Maður mikilla mannkosta
Hér á undan hefur verið stikl-
að á stóru í æfi athafna-
mannsins Gunnlaugs Stefáns-
sonar í Hafnarfirði. Hann var
maður mikilla mannkosta og
tók víða til hendinni. Atorkan
einkenndi störf hans en glað-
værðin og hjartahlýjan and-
rúmsloftið í kring um hann.
Með slíkum mönnum er gott
að vera og þeirra er líka bæði
hollt og gott að minnast.
Gunnlaugur lést hinn 22. á-
gúst 1985, fyrir rúmum 7
árum.
Aö halda fast á góöum mál-
um
Snorri Jónsson segir m. a. um
Gunnlaug í ágætri minninga-
grein sem birtist í Morgun-
blaðinu 30. ágúst 1985:
Á starfsævi hans var sjaldan
logn heldur blésu um hann
oft vindar, enda var maður-
inn athafnásamur og tilfinn-
ingaríkur og fór ekki ætíð
troðnár slöðir.
Gunnlaugur var gestrisinn
maður og stórtækur í gjöfum
og aðstoð sinni við þá, sem
höllum fæti stóðu í lífsbarátt-
unni. Hygg ég að smámuna-
semi hafi verið óþekkt í fari
1724hans.
Gunnlaugur háði á köflum tví-
sýna baráttu við áfengissýk-
ina en tókst ætíð að rétta við.
Hann hafði ríkan áhuga á
framgangi bindindismála, og
sem dæmi um það má nefna
að hann var upphafsmaður
að stofnun bindindismála-
sjóðs Sigurgeirs Gíslasonar
sem stofnaður var 1948 á átt-
ræðisafmæli Sigurgeirs.
I bréfi um þetta mál segir
hann orðrétt: "Þegar ég hef
fengið köllun að leggja lið ein-
I
Bœndur komu víða að og versluðu við Gunnlaugsbúð, lögðu inn afurð■
ir og tóku út vörur. A þessari mynd má sjá Sigurð Jónsson bónda í
Ertu íSelvogi koma með ullarinnlegg á hestum, en það átti að leggja
inn í Gunnlaugsbúð. Sigurður þessi var faðir hins kunna Hafnfirðings
Einars í Ertu. Myndin er líklega tekin rétt fyrir 1930. Hestalestin er að
nálgast Gunnlaugsbúð og náði liún alla leið suður að Læk. Gunnlaug-
ur Stefánsson tók myndina.
Fjölskylda þeirra Snjólaugar Árnadóttur og Gunnlaugs Stefánssonar, talið frá vinstri: Snjólaug, Sigurlaug
Elísabet, Stefán Sigurður, Sigurjóna Jóhannesdóttir (fósturdóttir þeirra Snjólaugar og Gunnlaugs), Arni og
Gunnlaugur.
Þetta hús reisti Gunnlaugur Stefánsson á Austurgötu 25 árið 1928. Á
efri hœðinni bjó hann ásamt fjölskyldu sinni, en Gunnlaugsbúð vará
neðri hœðinni. Og þar verslaði Gunnlaugur allt til ársins 1956.