Alþýðublað Hafnarfjarðar - 20.12.1992, Blaðsíða 18
18
Alþýðublað Hafnarfjarðar
hverri góðri hugsjón, þá er ég
svo af guði gerður, að ég vil
halda fast á góðu máli." Sjálf-
ur fylgdi hann málinu eftir
með rausnarlegri gjöf og fékk
aðra til liðs við sig. Lýsir
þetta vel staðfestu hans, þeg-
ar hann beitti sér fyrir fram-
gangi mála...."
Þar var aldrei svo heimsku-
lega spurt aö maöur fengi
ekki skynsamlegt svar
Börn Stefáns Gunnlaugssonar
skrifa minningargrein um
Gunnlauga afa sinn látinn og
segja þá m. a.um hann og
Snjólaugu ömmu sína:
Þessi hjón sköpuðu barna-
börnum sínum sérstakan
heim, sem er þeim enn jafn
bjartur í minningunni og
hann var í raunveruleikanum
á æskuárunum. Þessi heimur
afa og ömmu stóð í húsinu
nr. 25 við Austurgötu í Hafn-
arfirði.
Það var stórt hús og fallegt
með vel hirtum garði bakatil. þar var maður alltaf velkom- Engu máli skipti með hvaða
Náttúra hússins var sú, að inn, á hvaða tíma sem var. erindum maður fór inn í þetta
Jólablað Gunnlaugs
JOÍLAILJOB
frá verzlun Gunnlaugs Stefánssonar,
Hafnarfirði
Söngur jólasvcinsins:
Lúg cr nú á lofti sól
Ijós i húsum brcnna,
bráðum komii blcssuó jól.
boóskiip mönmim kcnnij.
Allir glcójiisl cigii j>»
aiinttir jalnl scm rikur,
eg vil bendn öllimi »
eilt sem varla svikur.
Kiirlmenn, börn og konurnar
komió, sjáið. rcynið;
veljið hjá mér vörurnar,
vöntun engri levnið.
Söngur jólasvcinsins:
Lg hcf flcst, scm ykknr rná
óskir þráðar fvllii,
bcstu kiiupin bemlir á
búðíir scrhvcr hvllii.
Viirningurinn valinn bcst
verðið gott, sem áður
citt cr sem i öllu sést.
cins og riiuður þráður:
biið, »ð lólkið fái mcst
fvrir aurii sína: —
iil þt'l f;r cg iilt iil gest
inn i vcrslun mina.
hús. Þeim var öllum vel tek-
ið og öll greiðlega leyst.
Þarna var manni frjálst að
skoða og kanna allt sem hug-
urinn girntist, jafnt uppi á
háalofti sem niðri í kjallara .
Aldrei spurði maður svo
heimskulegrar spurningar í
þessu húsi að maður fengi
ekki við henni elskulegt og
skynsamlegt svar.
Ef til vill var það furðulegast
við þetta hús, að allt sem í
því var, stórt og smátt, virt-
ist vera manni til reiðu að
gjöf, ef maður aðeins lét svo
lítið að nefna það.
Það tók litlar sálir nokkurn
tíma að átta sig á þessu, ekki
síst fyrir þá sök, að á neðri
hæð hússins var heil mat-
vöruverslun sem meðal ann-
arra gersema geymdi gler-
skáp mikinn fullan af
sælgæti. Með tímanum lærð-
ist sú lexía, að í húsi þar sem
allt stendur til boða, biður
maður um það sem þarf, en
annað ekki.
Miðpunktur hússins var
amma, blíða góða amma.
Þangað var gott að leita hugg-
unar ef með þurfti. Auk þess
sem hún bjó til besta ís í
heimi. Og þarna var afi.
Afi hófst af sjálfum sér og fyr-
ir eigið atgervi. Það fór ekki
fram hjá neinum að hann var
kraftmikill maður. Alltaf var
kring um hann líf og athafnir.
Það þurfti ekki að kvíða tíð-
indaleysi, þegar maður var
með afa..."
Með þessum orðum barna-
barna Gunnlaugs Stefánsson-
ar lýk ég þessum skrifum á
aldarafmælisdegi hans. Verk-
in hans lifa sem fordæmi fyrir
unga framkvæmdamenn
framtíðarinnar og minning-
arnar lýsa.
Virðing og þökk fylgir hund-
rað ára minningu Gunnlaugs
kaupmanns Stefánssonar í
Hafnarfirði.
Hörður Zóphaníasson.
Nýjar verslanir
FJÖLSPORT
Nú í desember opnaði ungur og innfæddur Hafn-
firðingur nýja verslun með íþróttavörur að Lækj-
argötu 34c.
Það er hinn kunni íþróttamaður Guðmundur
Karlsson sem þar er að verki og nefnir hann
verslun sína FJÖLSPORT.
Guðmundur verslar þarna með mikið úrval af hin-
um margviðurkenndu vörum frá NIKE og einnig
býður hann upp á vandaðan leikfimifatnað frá
VENICE BEACH og síðast en ekki síst hinar viður-
kenndu vörur frá MULTIKRAFT.
Auk þessara vörutegunda er boðið upp á alls kon-
ar aðrar íþróttavörur sem gagnast bæði ungum
sem eldri.
Verslunin FJÖLSPORT er opin alla daga frá kl.
10.00 - 17.00 og er fólki boðið upp á kaffi þegar
það lítur við nú í jólaumferðinni.
Við hér á Alþýðublaði Hafnarfjarðar sjáum fulla á-
stæðu til að hvetja alla Hafnfirðinga til að líta við
hjá Guðmundi Karlssyni í FJÖLSPORT, þar verður
enginn fyrir vonbrigðum.
GULLSMIÐJAN
Nýlega var opnuð hér í Hafnarfirði ákaflega snyrti-
leg og hlýleg verslun GULLSMIÐJAN að Lækjar-
götu 34c. Verslun þessa rekur Guðrún Bjarnadótt-
ir, gullsmíðameistari. Guðrún sem er innfæddur
Hafnlirðingur býður þarna til sölu ýmsa muni
sem hún hefur sjálf smíðað og eru þeir bæði úr
gulli og silfri. Þarna getur að líta mjög fallega
gripi í öllum verðflokkum, tilvalda til tækifæris-
gjafa, svo ekki sé nú minnst á jólagjafir. Guðrún
notar íslenska steininn í armbönd, hringi og hina
ýmsu skartgripi og tekst mjög vel til. Guðrún
lærði á sínum tíma iðn sína hjá Sigurði SteinjDÓr-
syni í Gull og Silfur, en vann síðar lengi í Dem-
antahúsinu.
Við getum fyllilega mælt með gripunum í GULL-
SMIÐJUNNI, Lækjargötu 34c og hvetjum Hafnfirð-
inga til að líta þar við og skoða vinnu Guðrúnar
Bjarnadóttur.
Verslunin er opin kl. 10.00 - 18.00.
OSTAHÚSIÐ
Fyrir skömmu opnaði mjög skemmtileg sérverslun í
miðbæ Hafnarfjarðar, nánar tiltekið að Fjarðargötu
11.
Það voru hjónin María Ólafsdóttir og Þórarinn Þór-
hallsson sem þarna voru að opna fyrstu ostabúð-
ina í Hafnarfirði.
Verslunin er mjög snyrtileg og mikið úrval af ostum,
sem svo sannarlega kitla bragðlaukana. Ekki leikur
nokkur vafi á því að Hafnfirðingar munu kunna að
meta þessa nýju þjónustu í miðbæ Hafnarfjarðar.
Ostagerð okkar íslendinga hefur tekið stórstígum
framförum á undanförnum árum og í dag gefa ís-
lenskir ostar hinum bestu erlendu ekkert eftir. Það
er því full ástæða til þess að hvetja fólk til að versla
ostana sína í OSTAHUSINU að Fjarðargötu 11.
Fólki er eindregið bent á að panta ostapinnana og
ostabakkana tímalega fyrir áramótin.
Simi verslunarinnar er 653940
Verslunin er opin sem hér segir í desember:
mánud. - laugard. 10.00 -19.00
sunnudaga 10.00 -16.00
Úrval raftækja og jólaljósa Gleðileg jól og farsælt komandi ár þökkum viðskipti á liðnu ári. Leikföng, básáhöld og gjafavörur í miklu úrvali.
Verið velkomin Verð við allra hæfí.
Verslunin Busáhöld og leikföng sf. Strandgötu 11 - 13 • Hafnarfirði • Sínti 50919
Hvammur
Staðarhvammi • Sími. 650420
Hafnfirðingar verslum í Hafnarfirði
Á.Á.BYGGINGAR, FAGTAK, FJARÐARMÓT, HAGVIRKI - KLETTUR, HVALUR,
PÉTUR EINARSSON, S.H. VERKTAKAR, SJÁVARFISKUR OG TREFJAR