Alþýðublað Hafnarfjarðar - 20.12.1992, Qupperneq 20

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 20.12.1992, Qupperneq 20
20 Alþýðublað Hafnarfjarðar íþróttaannáli 1992 í umsjón Leifs Garöarssonar Úlfar Jónsson Islands- og NorÖur- Ölöf Maria Jónsdóttir Islands- Inga Magnúsd. og Sigurður Héðins- Björgvin Sigurbergsson Islands- landameistari í golfi. meistari í golfi stúlkna 1518 ára. son Islandsm. öldunga í golfí. meiatsri í holukeppni í golfi. /slandsmeistarar Bjarkanna í tromp-fímleikum. Nína Björg Magnúsd. Islands- Elva Rut Jónsdóttir var í ööru meistari í fímleikum. sœti á íslandsmótinu í fímleikum. Unglingameistarar Hafnar/Jarðar í sundi. Lilja María Snorradóttir Islands- og Davíð Freyr Þórunnarson fjór- Evrópumeistari í sundi fatlaðra. faldur Islandsmeistari í sundi. Hafnfirskir íþróttamenn hafa á árinu sem nú er að Iíða, staðið sig með miklum ágætum, í flestum greinum íþrótta sem stundaðar eru innan íþróttaféíaganna í hænum. íþróttafólkið okkar hefur farið víða og afraksturinn verið góður. Margir íslandsmeistaratitlar eru í höfn og góð afrek hafa unnist. Hér á eftir fer umfjöllun um helstu afrek í þeim íþróttagreinum sem mest hafa verið í sviðsljósinu í ár og það helsta ritjað upp. GOLF Golfvertíðin í ár einkenndist enn einu sinni af frábærum árangri Ulfars Jónssonar. Þótt ótrúlegt megi virðast er Úlfar enn í framför og bætir sig með hverju árinu. Hlýtur því að fara að styttast í það að pilturinn gerist atvinnumaður í greininni. Úlfar hefur líklega ekki náð lengra en hann gerði í sumar þegar hann varð Norðurlandameistari einstaklinga í keppni sem háð var í Grafarholti. Þar kepptu allir bestu kylfingar Norðurlanda og urðu þeir að “lúta í gras” fyrir Úlfari. Keilismenn fóru einnig hamförum á Islandsmeistaramótunum í golfi. Alls féllu fimm titlar í skaut Keilisfólki og er það stórglæsilegur árangur. Títtnefndur Úlfar Jónsson varð Islandsmeistari í meistaraflokki karla en sú rimma var háð í Grafarholti. Fyrirfram var spáð miklu einvígi milli Sigurjóns Arnarsonar úr Golfklúbbi Reykjavíkur og Úlfars. En þegar leið á keppnina komu yfirburðir Úlfars glögglega í Ijós og hann sigraði nokkuð örugglega. Olöf María Jónsdóttir varð Islands- meistari stúlkna 15 - 18 ára en sú keppni fór fram á skemmtilegum golfvelli á Hellu. Olöf María er án efa efnilegasta golfkona landsins í dag og ef hún heldur réttu gripi um kylfuna mun hún ná langt, á því leikur enginn vafi. Þrátt fyrir ungan aldur náði hún einnig langt á Islandsmótinu í meistaraflokki kvenna og var valin í landsliðið í kjölfarið. Annar upprennandi kylfingur, Björgvin Sigurbergsson, varð íslandsmeistari í holukeppni í sumar. Holut.eppnin var haldin í Leirunni á Suðurnesjum og er frábrugðin öðrum golfkeppnum að því leiti að taldar eru sigraðar holur. A Islandsmóti Öldunga sem haldið var á Hvaleyrinni unnu Keilismenn tvöfaldan sigur. Gamla kempan Sigurður Héðinsson sigraði í karlaflokki og Inga Magnúsdóttir í kvennaflokki. Það virðist eiga vel við þau Ingu og Sigurð að eftir því sem árunum fjölgar, fækkar höggunum. Það sannaðist hvergi betur en á Meistaramóti Keilis að innan vé- banda klúbbsins er fjöldi frábærra kylfinga. Þar varð Úlfar Jónsson, besti kylfingur landsins, að játa sig sigraðan. Guðmundur Sveinbjörns- son sigraði Meistaramótið og lék frábært golf allan tímann. Hann lék 72 holur á nýju vallarmeti eða 267 höggum eða 5 undir pari vallarins. Slíkar tölur hafa hingað til aðeins sést erlendis. A sama móti setti Björgvin Sigurbergsson ótrúlega glæsilegt vallarmet á 18 holum þegar hann lék á 61 höggi eða 7 undir pari. Þórdí$ Geirsdóttir varð kvenna- meistari Keilis en hún lék 72 holurnar á 308 höggum. Þórdís sýndi þar að hún er enn í fremstu röð golfkvenna hér á landi. Þá varð Egill Sigurjónsson ung- lingameistari Keilis. Ekki er hægt að segja skilið við Golfklúbbinn Keili án þess að minnast á frábært 460 fermetra klúbbhús sem vígt var í sumar. Með myndarlegum stuðningi Hafnar- fjarðarbæjar er þar komin upp glæsi- legasta aðstaða sem sést hefur hér á landi. Öll félagsaðstaða Keilis batnar hér til mikilla muna og ekki veitir af því alltaf fjölgar þeim sem vilja leggja golfíþróttina fyrir sig. FIMLEIKAR Fimleikaárið var viðburðaríkt hjá Björkunum sem endranær. Fimleika- félagið Björk átti þátttakendur í fjölda móta, bæði í einstaklings- keppnum og hópakeppnum. Þá komu Bjarkirnar mikið við sögu í keppnum við erlendar fimleika- stúlkur. Athyglisverðasti árangur ársins 1992 var tvímælalaust frammistaða stúlknanna á Islandsmótinu. Mótið sem fór fram dagana 20. - 22. mars var eign Bjarkanna frá upphafi til enda og átti félagið m.a. helming keppenda. Nína Björg Magnúsdóttir varð íslandsmeistari samanlagt. Hún hlaut 67.775 stig í 1. sætið. Sú sem veitti Nínu mesta keppni var stalla hennar úr Björk, Elva Rut Jónsdóttir. Hún hlaut 67.475 stig og hafnaði í öðru sæti. Þær Nína Björg og Elva Rut sigruðu í æfingum á einu áhaldi en þær hlutu sömu einkunn fyrir æfingar á slá, 8.70. Þá voru þær ofarlega á öðrum áhöldum. Nína Björg gerði það ekki enda- sleppt á árinu því hún varð einnig Unglingameistari í fimleikum en sú keppni fór fram í Garðabæ í apríl. Nína Björg hlaut samanlagt 34.80 stig og hlaut m.a. 8.90 fyrir æfingar sínar í stökki. Sem fyrr var það Elva Rut Jónsdóttir sem barðist við Nínu um gullverðlaunin. Elva Rut hlaut samanlagt 32.95 stig á Unglinga- meistaramótinu, hæst 8.90 fyrir æfingar á gólfi. Samhliða Unglingameistaramótinu var haldið Seniormót fyrir yngri stúlkurnar. Þar náði Þórey Elísdóttir besta árangri Bjarkanna og hlaut samanlagt 33.175 stig. Um háveturinn, nánar tiltekið í febrúar héldu yngstu fimleika- stúlkurnar á skrúfumót til Akureyrar. Þar náðu þær góðum árangri og sigruðu tvær þeirra í sínum aldurs- hópum. Saga Jónsdóttir sigraði á 3. þrepi í keppni 13-14 ára og Helena B. Jónasdóttir sigraði á 3. þrepi í keppni stúlkna 15 ára og eldri. Bjarkirnar hafa verið í fremstu röð í svokölluðum trompfimleikum frá því að kepnni hófst hér á landi. A Islandsmótinu í mars, sem fram fór í íþróttahúsinu við Strandgötu, sigraði Danshópur 1 og Danshópur 2 hafn- aði í þriðja sæti. Stúlkurnar sem skipa sigurhópinn eru Álfheiður Gunnarsdóttir, Lára S. Hrafnkels- dóttir, Hulda S. Jóhannsdóttir, Gígja Þórðardóttir, Helga H. Sigtryggs- dóttir, Linda S. Pétursdóttir, Hrönn Hilmarsdóttir og Sigríður Ragnars- dóttir. Þessar stúlkur tóku síðan þátt í Norðurlandamótinu í tromp- hópakeppni sem fram fór á árinu. Bjarkirnar héldu myndarlegt innnanfélagsmót í apríl og þar komu stúlkurnar fram, ýmisst í keppni eða sýningaratriðum. Nína Björg Magnúsdóttir sýndi það og sannaði að hún er fremsta fimleikakona Bjarkanna í dag og varð hún meistari í áhaldafimleikum. Framfarabikararnir voru einnig veittir og féllu þeir í skaut Steinunnar Ketilsdóttur fyrir áhaldafimleika og Huldu Sólveigar Jóhannsdóttur fyrir almenna fimleika. SUND Það blotnaði hressilega í sund- fólkinu í Sundfélagi Hafnarfjarðar á árinu. Árangurinn varð þó þegar komið var að bakkanum jafn og dreifðust titlarnir á fleiri sundmenn en oft áður. Fyrsta stórmót ársins var Innanhúsmeistaramótið í apríl. Þar náðist ágætis árangur. Birna Björns- dóttir hlaut þar tvenn silfurverðlaun og ein bronsverðlaun. Alfreð Harðarson ein silfurverðlaun og Sölvi Már Sveinsson tvenn brons- verðlaun. Þá bætti yngra sundfólkið sig verulega á þessu móti. Á Aldursflokkamótinu í júlí var yngra sundfólkið í sviðsljósinu. Þar fór fremstur Davíð Freyr Þórunnar- son, bráðefnilegur sundgarpur, en hann stóð fjórum sinnum á efsta þrepi sem sigurvegari í sínum keppnisgreinum. Sundfélagið hlaut mikinn fjölda verðlauna á þessu móti og má nefna þau Ómar S. Friðriks- son, Hjalta Guðmundsson, Guðrúnu Rúnarsdóttur og Kristján Guðnason, allt sundfólk sem á eftir að skipa sér í fremstu röð í framtíðinni. Sá sundmaður sem stóð sig hvað best á árinu er án efa Lilja María Snorradóttir. Hún hefur sett fjöldan allan af metum í ílokki fatlaðra sundmanna og gefur þeim ófötluðu ekkert eftir. Lilja María varð Evrópumeistari í 100 metra flugsundi á árinu og setti Islandsmet í 400m skriðsundi, 50m skriðsundi, 200m fjórsundi og lOOm flugsundi. Sannarlega fjölhæf sundkona. Lilja María keppti í fimm greinum á Ólympíuleikunum í Barcelona í sumar og vann til verðlauna í þeim öllum. Útkoman aldeilis frábær, ein silfurverðlaun og fern brons- verðlaun. Ungu mennirnir, framtíð sund- félagsins, gerðu það ekki endasleppt á árinu og þeir Ómar Friðriksson og Hjalti Guðmundsson settu met í sínum aldursflokkum. Ömar setti sveinamet í lOOm baksundi og 200m baksundi og Hjalti setti drengjamet í 50m bringusundi, lOOm bringusundi og 200m bringusundi. Sundmeistaramót Hafnarfjarðar var haldið í maí og þar varð Birna Björnsdóttir meistari í kvennaflokki og Arnþór Ragnarsson meistari í karlaflokki. Unglingameistarar urðu Valtýr Sævarsson, Kristín Harðardóttir, Davíð Þórunnarson, Guðrún Rúnars- dóttir, Ómar Friðriksson, Eva Dís Björgvinsdóttir, Davíð Þ. Arnarson og Sunna Björg Helgadóttir. SH tók þátt í bikarkeppninni 1. deild í nóvember og hafnaði þar í 4. sæti. Liðið var örlítið breytt því Arnþór Ragnarsson gekk til liðs við Sund- félag Suðurnesja fyrir mótið en Elín Sigurðardóttir kom aftur heim til Hafnarfjarðar. SH syndir því aftur í 1. deild að ári. KNATTSPYRNA Knattspyrnukarlar riðu ekki feitum hesti frá þessu sumri en knatt- spyrnukonur gerðu betur. Á ótrú- legan hátt mistókst Haukastelpum að tryggja sér sæti í 1. deild með því að tapa síðasta leiknum í úrslita- keppninni í haust. Það var reyndar eini leikurinn sem tapaðist allt heila sumarið. HAUKAR Sem fyrr sagði voru það stelpurnar í Haukum sem náðu bestum árangri í sumar. Meistaraflokkur kvenna lék alls 14 leiki í sumar, sigraði 11 leiki, gerði tvö jafntefli og tapaði einum leik. Þær fóru ósigraðar í gegnum riðilinn en þar gerðu þær eitt jafntefli og sigruðu í hinum níu leikjunum. Alls skoruðu þær 46 mörk og fengu á sig 9. I úrslitakeppninni sigruðu þær tvo leiki, gerðu eitt jafntefli og töpuðu gegn KA á Akureyri í úrslitaleik um hvort liðið kæmist í 1. deild. KA sigraði 1-0 í leiknum og skoraði sigurmark sitt fimm mínútum fyrir leikslok í leik sem Haukastelpurnar áttu frá upphafi til enda. En það eru mörkin sem telja og því leika þær áfram í 2. deild. Það verður á enga hallað þegar sagt er að Bergþóra Laxdal, fyrirliði, hafi farið fremst Haukastúlkna. Hún skoraði alls 24 mörk í sumar og varð markadrottning sumarsins í 2. deild. Hún skoraði 19 þessara marka í riðlakeppninni og 5 í úrslitunum. Haukar eignuðust fslandsmeistara í yngri flokkum kvenna á árinu. 3. flokkur og 4. flokkur kvenna urðu báðir meistarar og er því óhætt að segja að framtíðin í kvennaknatts- pyrnunni sé björt hjá Haukum. Ekki skemmir hin glæsilega aðstaða þeirra á Ásvöllum fyrir í því sam- bandi. Meistaraflokkur karla lék í 3. deild og átti sínar hæðir og lægðir í sumar. Liðið var komið í baráttuna um sæti í 2. deild en þá kom mjög slakur kafli hjá liðinu og var eins og metnað vantaði til að takmarkið næðist. Liðið lék 18 leiki í deildinni og sigraði í sex leikjum, gerði fimm jafntefli og tapaði sjö leikjum. Haukar skoruðu 33 mörk en mark- verðir liðsins þurftu að hirða knöttinn 35 sinnum úr neti sínu. Alls féllu því 23 stig liðinu í skaut. Guðmundur Valur Sigurðsson, sú gamla kempa, varð markakóngur og besti leikmaður Hauka í sumar. Valur gerði 10 mörk og átti jafnbesta sumarið af leikmönnum liðsins. Þjálfari Hauka var Óskar lngi- mundarson en þeir hafa nú ráðið gamla refinn Ólaf Jóhannesson til að stýra þeim upp á við.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.