Jólasveinn - 18.12.1927, Blaðsíða 2

Jólasveinn - 18.12.1927, Blaðsíða 2
JÓLASVEINN Fátæklingar. Smásaga. Það er nótt. Kofinn er lítill, en hlýr. Á veggjunum hangir netagam. í einu hominu stendur gamall skápur, og á súðhillunum em diskar og bollar, sem eldurinn frá aminum speglast í. Rjett hjá aminum er rúm með fyrirhengi. Við rúmið er breið dýna, og í kring- um hana nokkrir stólar. Á þessari dýnu sofa fimm lítil böm hhð við hlið. Arin- inn er hár og hjá honum hggur eldi- viðarhrúga. Við og við kastast rauður, flögrandi bjarmi upp undir þakið. Fyr- ir framan rúmið liggur kona á bæn. Hún er föl og alvarleg. Það er móðirin. Hún er alein. Maður hennar er á sjó og það er komið ofsaveður. Um klett- ana niður í fjörunni leikur sjávarlöðr- ið. Harmþrungnar stunur hafsins stíga upp frá brjósti þess og þrumur og eld- ingar þjóta um loftið. Frá því í æsku hafði hann verið í förum á milli landa. Nú var hann heima og stundaði fiskiveiðar. Hann barðist látlausri baráttu við ægi til þess að hafa ofan af fyrir konu sinni og fimm bömum. Hann fer á sjó hvert kvöld, hvemig sem viðrar og leitar á dimmri desembemótt frá miði til miðs. Altaf er hann einn, einn með sínar einkenni- legu hugsanir. I þokunni og nætur- myrkrinu hvarflar hugur hans heim. Fyrir hugskotssjónum sínum sjer hann Jenny, þar sem hún situr heima hrædd og kvíðafull. Hugir þeirra skapa ö- sýnisþráð, sem tengir hjörtu þeirra saman, eins og bifröst tengir saman himinn, lög og láð með marglitum böndum. Jenny vindur upp garn, eða fitlar við önglana. Við hvert stormkast grípur hana óskiljanlegur ótti. Þá sjer hún sýnir. Hún sjer sjómann á stjóm- lausu skipi, sem æðandi sjórinn þeytir upp að sjávarhömrunum og útsog brimsins draga með sjer flakið. Hún sjer hvemig skipverjinn berst árang- urslausri baráttu við höfuðskepnuraar. Ef til vill er síðasta hugsun hans um cmgga höfn við bryggjuna sem hann fyrir skömmu hafði lagt frá í glaðasól- skini. Hún kveikir á ljóskeri og vefur sig sjali. Hún ætlar út til þess að líta V’fir hafið, og aðgæta hvort ljós logar í vitanum. Slagviðri er og sævarrokið lemur and- lit hennar. Aldrei er vetramóttin eins dimm og þegar rigning er og ljóslaust í hverjum glugga. Alt í einu nemur hún staðar fyrir framan hrörlegan kofa. Norðvestan- vindurinn næðir á honum, svo að ýlfr- ar í hurðinni. Torfþakið er hálfrofið, það er dökkgult eins og sandurinn við s j ávarströndina. „Ó! Jeg hefí steingleymt vesalings ekkjunni“, hugsar Jenny. „Óveðrið hef- ir gert mig ruglaða. Hann sagði þó í kvöld, að hún væri mjög veik og jeg yrði að líta inn til hennar“. Hún fór inn. Frá ljóskerinu, sem hún hjelt á í hendinni brá birtu um hið fá- tæklega herbergi. Vatnið lak niður um þakið. Þá leit hún ekkjuna, sem lá í hnipri í rúminu sínu. Naktir fætumir stóðu framundan sænginni. Lík! vofa! Einu sinni ung og lífsglöð móðir. Nú fátækur vesalingur, liðið lík eftir hinsta hildarleikinn í lífsbarátt- unni. Annar handleggurinn hjekk ná- bleikur og kaldur niður með hálmflet- inu. Munnurinn var hálfopinn eftir síðasta andvarpið, sem leið inn í ei- lífðina. Rjett hjá fleti móðurinnar var vagga. í henni lágu tvö ungböm, piltur og stúlka. Þau sváfu bæði og þá er ljós- bjarminn skein á þau, brostu þau í svefninum. Hinsta verk móðurinnar var að fara úr fötunum og breiða þau yfir börnin. Hvað hefur Jenny gert? Með hvað hleypur hún í fanginu? Hefur hún rænt? Var nokkuð hægt að taka hjer? Ilún felur eitthvað undir sjalinu og hleypur eins og fætur toga. Hún er óttaslegin, hjartað berst ört í brjósti hennar. Hún skilur dymar eft- ir opnar og hurðin slæst um í rokinu Jenny er komin heim frá kofa hinn- ar dánu móður. Hún hleypur inn, lokar á eftir sjer og flýtir sjer að rúminu. Hún leggur eitthvað ofan í það og breiðir síðan yfir. Það em böm látnu ekkjunnar. Þau vakna og fara að gráta. Hún tek- ur stól og flytur hann að aminum, tek- ur bömin upp og gefur þeim að eta. Þvínæst bætir hún brenni á arineldinn, setur ketilinn yfir eldinn og afklæðir litlu bömin og býr þau undir nóttina. En hún er náföl og lítur út fyrir að þjást af miklum samviskukvölum. Ó, guð minn! andvarpar hún. Maður- inn minn, maðurinn minn, elsku mað- urinn minn! Hafði hann ekki fyrir nógu að sjá. Hvað hefi jeg gert Einhver ann- ar hefði getað tekið þau að sjer, sem hafði betri ástæður til þess en við. Hann mun aldrei skilja það. Þama er hann. Nei, en hann kemur brátt. Það lýsir af degi. Hvað á jeg vesalingurinn að segja. Ó, að jeg skyldi nokkumtíma óttast komu hans. Hún íhugaði málið frá öllum hliðum. Hún reyndi að rjettlæta verk sitt. En að lokum misti hún tök á hugsunum sinum. Húh varð ljemagna. Vindurinn hvein og rigningin buldi á glugganum, en hún óttaðist ekkert lengur. Með döguninni barst að eyram hennar klið- ur sjófuglanna, en hann hafði engin á- hrif á hana. Hún fjell í djúp myrkra- hugleiðinga. Þá var hurðinni hrundið sterklega upp. 1 dagsljósinu stóð maðurinn hennar bjartur ásýndum, stór og gerfi- legur. „Þar kem jeg af sjónum“, sagði hann, og vatnið streymdi niður af vos- ldæðum hans. „Nei, ert það þú góði minn“, sagði Jenny, og stóð upp og gekk feimnislega til hans, eins og þegar þau vora í til- hugalífinu. Hann tók ofan sjóhattinn og leysti frá sjer brókina. Þegar hún leit hans þýða og góðlega andlit, náði hún að nokkra hugrekki sínu. „Hvíhkt veður!“ Það má nú segja. En aflinn? „ljelegur, ljelegur“. „Verra gat það ekki verið, því að jeg fiskaði ekkert. En jeg get hrósað happi að hafa komist heilu og höldnu heimu Hvað hefur þú gert?“ „Jeg? Ó, guð minn góður, ekki neitt. Veðrið gerði mig svo óttaslegna. Jeg hefi gengið um eirðarlaus. Já þetta er slæmur vetur. „En veistu hvað! Ekkjan er dáin". „Jæ-ja, en hvemig er með bömin?“ „Þau sváfu“. „Annað er ekki farið að ganga, en stúlkan, er heitir víst Magdalena, hún er ekki farin að tala“. „Jú, Magdalena heitir hún; en dreng- urinn heitir Guðlaugur“. „Guð minn góður, en hvað þau vóra fátæk“. Við þessi orð færðist alvörasvipur yfir andlit manns hennar. Hann geng- ur hikandi eitt skref, lítur í kringum sig. Hann rífur í hár sjer og segir gremjulega: „Hversvegna hefur drottinn, tekið móðurina frá vesalingunum?" Hann sténdur kyr og starir á konu sína, uns hún verður óttaslegin. Þá snýr hún sjer undan. „Ur þessu verður drottinn að greiða. Farðu og sæktu börnin Jenny! Ef drottinn skilur hvemig ástatt er, muntu komast að raun um, að hantt veitir okkur gnægð fiskjar. Farðu!“ „Þau eru hjer“, segir hún um leið og hún dregur fyrirhengið frá rúm- inu. X.

x

Jólasveinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólasveinn
https://timarit.is/publication/473

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.