Ljós og sannleikur - 01.09.1919, Page 6
54
Ljós og sannleikur
Ó lýs mitt hjarta.
Ó, lýs mitt hjarta, Ijóssins faðir kær,
og leyf mér dvelja við þitt föðurhjarta
ó, drag mig, Ijúfur lausnari, þér nær,
og lát mig sjá þitt náðarauglit bjarta.
I heimi eg enga, enga gleði finn,
en æ eg þrái fögnuð barna þinna;
ó, leys þau bönd, er binda huga minn,
og burtu taktu skýlu augna minna.
Og þegar endar æfin hér á jörð,
og ógnir dauðans skelfa vilja hjarta,
eg minnast vil, eg mun í þinni hjörð
þér mæta, á landi dýrðarinnar bjarta.
M. I.
Jesú dýrmæta nafn.
Jesú nafn er hið indælasta nafn sem til
er. Ef vér að eins nefnum nafn hans á degi
sorgarinnar, þá finna hjörtu vor huggun.
Hann er ætíð nálægur þeim, er elska hann
og treysta á hann. Jesú nafni fylgir undra-
verður kraftur. 1 hans nafni hafa dásamleg
kraftaverk verið gerð Guði til dýrðar.
Öll biblían bendir á Jesú nafn sem hina
einu hjálparvon hins syndum þjáða mann-
kyns. Sá rauði þráður gengur gegnum hana
alla. Jesús er Ijós heimsins, og þeir er hon-
um fylgja munu ekki ganga i niyrltri. Hann
er góði hirðirinn, sem lætur lifið fyrir sina
sauði. Hann er brúðguminn, sem kemur
bráðum i dýrð og ljóma til að sækja sína
brúði. Lofað veri hans nafn um aldir alda.
pað var Jesús, sem birtist Israelsmönn-
um, það var hann, sem talaði við Móse úr
hinum brennandi runni. Sem guðdómlegur
frelsari birtist bann fyr og síðar.
Jesús kallaði sig Guðs son, og þvi var það,
að hinir vantrúuðu Gyðingar ákærðu hann
fyrir guðlast. þeir vildu grýta hann og
deyða, af því að hann kallaði Guð föður
sinn. En vissulega hafði Jesús fullkomin rétt
til þess, að kalia Guð föður sinn. Hvað eftir
annað lýsir Guð, faðirinn, yfir því, að Jesús
sé sonur sinn. En Gyðingar ákærðu Jesúm
fyrir Pílatusi og sögðu: „Vér liöfum lög-
mál, og eftir lögmálinu á hann að deyja,
því að hann hefir gert sjálfan sig að Guðs
syni.“ (Jóh. 19 : 7.).
Nú skulum vér athuga vitnisburð læri-
sveinanna, er voru með Jesú á hérvistardög-
um hans. Jóhannes vottar: „Svo elska'ði Guð
heiminn, að hann gaf sinn eingetinn son.“
(Jóh. 3:16.).
Og Páll talar um hinn eina Guð, föður
og hinn eina Drottinn Jesúm Krist. Og mörg
fleiri dæmi mætti færa til um það, að læri-
sveinarnir kölluðu Jesúm Guðs son.
„Af þessu getið þér þekt anda Guðs: sér-
hver andi, sem viðurkennir að Jesús Krist-
ur hafi komið í lioldi, er frá Guði; og sér-
hver andi, sem ekki játar Jesúm, er ekki
frá Guði, og hann er andkristsins andi, sem
þér hafið heyrt um að komi, og nú þegar
er hann í heiminum." (1. Jóh. 4:2—4.).
pað er þessi vondi andi, sem neitar því, að
Jesús sé sonur Guðs.
Sumir elskulegir, sannkristnir menn geta
ekki fallist á kenninguna um þríeinan Guð.
]?eir halda, að enginn Faðir sé til, nema
Jesús, og enginn heilagur andi, nema Jesús.
Að vísu ber þetta vott um, að þeir elska
frelsarann og trúa ú hann af hjarta. En eng-
inn, sem rannsakar ritninguna gaumgæfi-
lega og er sjálfstæður í liugsun, getur fall-
ist á þessa skoðun.
peir sem halda því fram, að Jesús sé hinn
mikli Guð sjálfur, gera hærri kröfur til
handa Jcsú en hann gerði sjálfur. Hann
sagði: „Faðirinn er mér meiri.“
Jesús heldur þvi ekki fram, að hann sé
Guð sjálfur, ekki faðirinn, heldur sonur
Guðs. Og nú spyrjum vér með lotningu:
Getur faðir verið sinn eigin sonur, eða son-
ur sinn eigin faðir? Getur nokkur sonur
verið eins gamall og faðir hans?
Kristnir menn ættu að varast þá villu, að
halda þvi fram, að Jesús Ivristur sé sjálfur
faðirinn. Með því opna þcir andkristsins
anda leið að sálum manna.
Sumir, sem þó kalla sig kristna, hafa
jafnvcl látið leiðast svo langt út i þessa villu,
þeir liafa rekið burt sanntrúaða menn og