Ljós og sannleikur - 01.11.1919, Blaðsíða 3

Ljós og sannleikur - 01.11.1919, Blaðsíða 3
Ljós og sannleikur. 67 sem Jesús var vanur að gera sjálfur að Pétri áhorfanda; liann gerði líknarverk, sem leiddu til sáluhjálpar, en hann gerði þau aldrei sjálfum sér til handa, né til sýnis, né til að sanna einhverja kenningu, sem hann flutti eða sem töfrabragð, heldur gerði hann þau ávalt til að lijálpa fólkinu og gera því gott og sanna og sýna guðlegt lundemi sitt og kraft Krists, eins og Kristur gerði sjálfur. Sumir segja, að þeir trúi ekki á krafta- verk, en þeir gera vanalega ranga grein fyr- ir þvi, hvað kraftaverk er. pað er ekki verk, sem brýtur í bága við nokkurt af lögum náttúrunnar. í Icraftaverkinu gerh' Guð með almættiskrafti sínum það, sem er ofar sams konar krafti i náttúrunni, líkt og maðurinn gerir af sínum minna mætti. — Og það, sem gert er, er ávalt vitnisburður um og sönn- un fyrir þvi, hver það er, sem vinnur verk- ið,— Prófessor Tompson sannar þetta. Hann liefir öðrum fremur fengist við að rannsaka heila mannsins og apanna, og er lcominn að þeirri niðurstöðu, að heili skógarapanna, Ghimpansa og Orangutans, sé nákvæmlega eins og heili mannsins. Setjum nú svo, að einhver vera ofan úr stjömunum, sæi apa og mann saman; hvernig gæti sá heimsækj- andi vitað, hvor væri api og hvor maður? Af því einu, hvað þeir gera. Maðurinn gæti lesið og skrifað, bygt sér hús, járnbrautir og breytt öræfum í aldingarða. Chimpans- inn gæti hvorugt. pað, sem maðurinn gerði, væri sönnun þess, að hann væri gæddur af Guði lifandi sálu. Á sama liátt gerði Jesús verk, sem mað- ur gæti ekki gert. Verk hans voru tákn og sönnun þess, að hann væri ekki einungis maður, heldur sonur Guðs i langtum æðra skilningi en maðurinn. Hinn fyrirheitni Messías staðfesti með þeim verkum sínrnn liugarfar sitt og kenningar. Að öðrum lcosti hefði hann eigi getað sannfært Gyðinga um, að hann væri Messías. Jesús, sem var Gali- leu-maður, trésmiður, lögunautur fiski- manna og hafði aldrei gengið á liina hærri skóla Gyðinganna, virtist á allan hátt gagn- ólíkur þeim volduga, sigursæla konungi, sem þeir væntu að Messías mundi verða. pað er engin leið til að gera sér grein fyrir framþróun og viðgangi kristninnar þrátt fyrir allar tálmanir, fyrir sigursæld hennar i Rómaborg og fyrir því, að hún er nú æðsta uppspretta allrar menningar i heiminum, nema með því, hver Jesús var og því, sem hann gerði, máttarverkum hans, sem voru sönnun þess, að í honum bjó yfirnáttúrleg- ur kraftur; og til þeirra benti hann lika iðulega máli sínu til styrkingar. Vér þurfum eigi þess háttar kraftaverka við nú á dögum, af þvi að vér sjáum öll hin yfirnáttúrlegu verk hins upprisna frelsara, í öllu þvi, sem hann hefir gert og er að gera í heiminum. Engin trúarbrögð gera slík und- ur, sem kristindómurinn nú á dögum um heim allan. Vér skulum taka dæmi: „Auðvitað trúir engin á kraftaverk nú á dögum,“ sagði hr. Hardy við nágranna sinn. „pað er nú undir þvi komið, livað menn telja kraftaverk,“ svaraði Clark liugsandi, „eg fyrir mitt leyti trúi á þau.“ „pér eigið við, að þér trúið þvi, að krafta- verk hafi átt sér stað á dögum Krists. pað er vist, að þau gerast ekki nú. Kraftaverk heyra til hjátrúaröldinni, bernskudögiun mannkynsins." „Ekkert veit eg um það,“ mælti Clark. „Ef þér fallist á, að kraftaverk sé breyting, sem yfirnáttúrlegur kraftur veldur, þá get eg sýnt yður kraftaverk í kveld i þessiun bæ. Viljið þér koma með og hlusta á hleypi- dómalaust ?“ „Já, vissulega.“ peir gengu af stað eftir kveldverð og Clark fór með Hardy vin sinn á þann stað í bæn- um, þar sem hann hafði aldrei komið áð- ur. peir gengu inn í litið samkomuliús, og voru stórir salir til beggja lianda við það. par var fyrir fjöldi karla og kvenna, og þar tóku þeir sér sæti. petta fólk var svo ræfla- legt alt og vesaldarlegt, að Hardy hvíslaði að vini sínurn: „Hvaða hús er það, sem þú liefir leitt mig inn í, alt afhrak veraldar hlýtur að vera hér saman komið.“ ,Já, svo er,“ svaraði Clark stuttlega. ]?eg- ar sá, sem hélt samkomuna var búinn að syngja sálm og biðja stutta bæn, þá gekk fram stór maður og talaði með þrumandi röddu.

x

Ljós og sannleikur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljós og sannleikur
https://timarit.is/publication/479

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.